Thursday, July 7, 2011

sönnun á því að karlar eru áhugaverðari og hæfileikaríkari en konur í 84,6% tilvika

Hola lovers,

Ég veit ekki hvursu vel þið fylgist með í fjölmiðlaheiminum, en nú nýverið tók nýr ritstjóri til starfa á Monitor. Hann skrifar lítinn pistil í nýjasta tölublaðinu þarsem hann kveður forvera sinn í starfi og kemur svo með svolitla yfirlýsingu sem mætti túlka sem ritstjórnarstefnu, en hann skrifar að hann ætli að „gera áhugaverðu hæfileikafólki hátt undir höfði“.

Það þykir mér verðugt markmið og það gleður mig líka að í þessu tölublaði rennir hann stoðum undir þá kenningu sem ég hef lengi haft um að karlar séu sannarlega miklu hæfileikaríkari og áhugaverðari en konur.

Og ef eitthvað er að marka blaðið þá eru karlar áhugaverðari og hæfileikaríkari en konur í nákvæmlega 84,6% tilvika.

Ég fór í gegnum blaðið og taldi andlit á myndum. Þau eru 52 talsins. 44 þeirra eru karlmannsandlit og 8 þeirra eru kvenmannsandlit (og þar af er reyndar fjórðungur, eða 2 myndir, auglýsingar).

Hlutfallið í myndbirtingu Monitor er því eftirfarandi:

Karlar: 84,6%
Konur: 15,3%

Og það segir líka sitt um gjörvuleika kvenna að þau tvö viðtöl við íslenskar konur sem finna má í blaðinu snúast hvorki um hæfileika þeirra né gjörðir, heldur um smekk þeirra og neytendahegðun.

Ykkur til glöggvunar birti ég hér síður blaðsins, með talningu minni. Ég sleppi því að birta síður þarsem engin andlit er að finna.












xoxo
-h

8 comments:

  1. Supah! Það gleður mig að fleiri séu farnir að MS painta dagblöð og átta sig á þessum vísindum.

    ReplyDelete
  2. Skemmtileg fjölmiðlavakt. Mig sýnist að ófá tölublöð af Fréttablaðinu séu með svipað hlutfall.

    ReplyDelete
  3. Það er heillangt viðtal við 1 karl (Matta) og stutt um 2 konur (Tinnu og Þórunni). Niðurstöður fara alltaf eftir hvaða forsendur þú gefur þér. :)

    ReplyDelete
  4. Og svo eru líka fullt af stuttum viðtölum við/umfjallanir um aðra stráka.

    Og þarna var engin forsenda gefin, heldur bara talið.

    ReplyDelete
  5. Auðvitað urðu þeir að láta fylgja með einhverjar stelpur, en það er örugglega bara til að uppfylla einhvern hallærislegan kynjakvóta. Þeir pössuðu sig að hafa þau stutt og eins og h bendir á, þá fjalla þau ekki um hvað þær hafa afrekað heldur um hvaða hluti þær hafa keypt sér.
    Það eru mögulega forsendurnar sem þú ert að tala um, annarsvegar er hægt að taka viðtal við karlmann um afrek hans og svo annað við konu um innkaup hennar. að baki liggja einungis ólíkar forsendur.

    ReplyDelete
  6. Ég tók saman snögglega hvernig forsíðurnar hafa verið, getið séð það hér.

    http://farm7.static.flickr.com/6140/6043222516_5d7b898a80_o.jpg

    ReplyDelete
  7. Hmmm...27,5% forsíðumynda eru af konum og 72,5% karlar. Mikið velti ég fyrir mér hvernig þeim tókst að finna svona margar konur...

    ReplyDelete