Um daginn fékk Tískubloggið að kíkja í fataskáp. Það vakti mikla lukku (þrátt fyrir að næstum enginn hafi nennt að kommenta á færsluna, hvað er eiginlega að ykkur asshóls? hafið þið enga sál?) og því ákvað ég að endurtaka leikinn og kíkja nú í snyrtiveski.
Sigga. |
***
Tískubloggið: Hvernig snyrtitösku áttu?
Sigga: Ég held það sé ekkert merki, sko. Ég keypti hana í útlöndum og ég er búin að eiga hana mjög lengi.
Tískubloggið: Ekkert merki?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: Ekki einusinni Body Shop?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: Ekki einusinni L´oréal?
Sigga: Nei...
Tískubloggið: Kannski Kanebo?
Sigga: Nei. Ég veit sko ekki hvernig merk....
Tískubloggið: Lancôme?
Sigga: Ég hélt við ætluðum að tala um hvað er í snyrtitöskunni.
Tískubloggið: Hvað er í snyrtitöskunni þinni?
Sigga: Sko, ég er alltaf með hyljarann minn, fljótandi meik, púður og augnblýant. Og svo auðvitað maskara, og ef það koma upp neyðartilvik þá er ég líka alltaf með augn...
Tískubloggið: Engir smokkar?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: Sæðisdrepandi krem?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: Hettan? Pillan?
Sigga: Ég kann ekki við að vera að ræða um getnaðarvarnir hérna, sko.
Tískubloggið: Hvað hefurðu sofið hjá mörgum strákum?
Sigga: Hvað kemur það málinu við?
Tískubloggið: 10?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: 20?
Sigga: ...
Tískubloggið: 30?
Sigga: Veistu mér finnst það bara ekkert koma þér við hvað ég hef...
Tískubloggið: Ertu ólétt?
Sigga: Nei!
Tískubloggið: Eru einhverjar öðruvísi pillur í snyrtiveskinu þínu?
Sigga: Öðruvísi pillur?
Tískubloggið: Einsog geðlyf?
Sigga: Nei...
Tískubloggið: Róandi lyf?
Sigga: Nei...
Tískubloggið: Hefur þú einhvern tímann geymt geðlyf í snyrtiveskinu þínu?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: Róandi lyf?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: En lítinn hníf?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: En beitta naglaklippu? Beitta naglaþjöl?
Sigga: Afhverju ertu að spyrja að því?
Tískubloggið: Hefur einhverntímann ilmvatnsflaska brotnað í snyrtiveskinu þínu?
Sigga: Já, reyndar! Þegar ég fór til útlanda í sumar þá brotnaði einmitt flaska af....
Tískubloggið: Þú veist að alkóhólið í ilmvatninu skemmir smokkana.
Sigga: Ég sagði þér að ég er ekki með neina smokka. Og ég vil helst ekki vera að ræða getnaðarva...
Tískubloggið: Það er alls ekki óhætt að nota þá eftir svoleiðis slys.
Sigga: Ég var ekki með neina smo...
Tískubloggið: Hvern varstu að fara að hitta í útlöndum?
Sigga: Ha?
Tískubloggið: Hvenær varstu síðast á blæðingum?
Sigga: Blæðingum?
Tískubloggið: Eru túrtappar í snyrtiveskinu þínu?
Sigga: Kannski, ég, ég.... man það bara ekki.
Tískubloggið: Þannig að þér finnst bara allt í lagi að mæta óundirbúin í viðtal?
Sigga: Ha?
Tískubloggið: Og finnst þér ekkert ókurteisi að þú hafir ekkert spurt mig um mitt snyrtiveski?
Sigga: Ég hafði ekki hugsað út í að...
Tískubloggið: HA?
Sigga: Hvað er í þínu snyrtiveski?
Tískubloggið: Linsubox.
Sigga: Já, notarðu linsur?
Tískubloggið: Nei.
Sigga: ...
Tískubloggið: Viltu sjá linsuboxið?
Sigga: U, jájá.
Tískubloggið:
Sigga: Vá, það er mjög...
Tískubloggið: Veistu hvað er í því?
Sigga: Nei.
Tískubloggið: Líkamsleifar.
Sigga: Ha?
Tískubloggið: Þetta er aska.
Sigga: [ræskir sig]
Tískubloggið: Askan af hundinum mínum. Hann dó í eldsvoða. Ég skrapaði hana upp af gólfinu með visa-kortinu mínu eftir að slökkviliðið slökkti eldinn. Hún er ennþá blaut. Viltu finna lyktina af henni?
Sigga: Nei, takk.
Tískubloggið: Hver er uppáhaldslyktin þín?
Sigga: Ég, ég veit það ekki.
Tískubloggið: Hvað er uppáhalds ilmvatnið þitt?
Sigga: Ég man ekki...
Tískubloggið: L´oréal? Kanebo? Lancôme?
Sigga: Hver var aftur spurningin?
Tískubloggið: Eitthvað að lokum?
Sigga: Má ég fara heim núna?
***
Tískubloggið þakkar Siggu kærlega fyrir spjallið og birtir jafnframt mynd af snyrtiveski hennar:
xoxo
-h