Monday, September 27, 2010

mig langar í...

Bráðum kemur vetur. Þá er skammdegi. Í skammdeginu er myrkur, bæði á morgnana og á kvöldin (og á nóttunni, líka).

Í vetrarskammdeginu er tilvalið að kaupa sér fínan lampa og bregða svolítilli birtu á lífið. Mig langar í einhvern geðveikan, og get ekki valið á milli þessara hérna. Helst langar mig í þá ALLA.

Mig langar s.s. í...

Dachshund lampa.
Lífstykkja lampa.
Grænan ungbarnalampa.
Dildó lampa.
Jesú lampa.

Leggja lampa.
Anda lampa.
...ooog beikon lampa.


Hvernig ætlar ÞÚ að lífga uppá skammdegið heima hjá þér?

xoxo
-h

Sunday, September 26, 2010

átfitt dagsins

Peysa:  Prjónuð (af öðrum en mér).

Bolur: Af kærasta.

Buxur: Leggó, keyptar í útlöndum (og sem betur fer koma ekki hné í þær).

Sokkar: Ósamstæðir, af kærasta (held ég).

Hár: Í svartri teygju, keypt í Hagkaupum.

Köttur: Þreyttur.

xoxo
-h

Saturday, September 25, 2010

átfitt dagsins

Peysa: Barnadeild.

Bolur: Kærasti.

Buxur: Kærasti.

Sokkar: Ósamstæðir.

Sorrí hvað efri myndin er dökk. Það er skýjað úti.

xoxo
-h

for my international readers

[Undanfarið hef ég verið afar, afar upptekin við að fylgjast með tískuvikunum í New York og London. Því hef ég vanrækt þessa síðu. En ég hef tekið eftir því að þó nokkur fjöldi lesenda minna er búsettur erlendis, og því hef ég ákveðið að skrifa eina færslu handa þeim. Nú er ég ekki mjög sleip í ensku, en ég fann þetta hérna undraverða tæki.]

Pit lovers,

Here are the questions that I think the focus remains on the lips you all. Enjoy a whole.

How was it that you decided to become a fashion blog?


Like I mentioned in my first post then I found a significant lack of fashion blogs on the internet.

How did you get interested in fashion?


It happened when I was about nine years old and my dad was working curtains made of white tjulli.

What are your favorite fashion labels and fashion garments ads?

It'sa difficult question! I think I must say that socks are my favorite garments, and I find it much more fun to mix different socks. So I come as a surprise to people and get it to revise prior ideas about dress code. And the successful challenge to I have already thinking about the beauty of people. Then my goals achieved. I am also very impressed by the broad pajamas (which need to be very widely in the waist (but tedious complication of excessive Siddall, however, that I lack with the fence on top (irregular socks (which could actually call my signature look))). I am also impressed by the wide bodies, and wears a lot garments from my girlfriend, but he is very considerably larger than me, which suits me just fine.

Are you starting to have livelihoods of the blog?

No, not yet. But my hopes are that soon enough I get many readers to be able to sell advertising. I can say my job and live free of my writings. I'm also still waiting for the clothing manufacturers begin to send me a free garments, and I'm waiting too excited by that some media will see the benefit in paying me and óaðfinnalegri fashion consciousness memory before going on all the fashion weeks the world, and write about major fashion events.

Now seen on your blog that you have two cats. Would you say that it is fashionable to have two cats?

Without hesitation. The cats may not be how that is. I chose my in terms of how well the coat their skin color would suit my complexion. For example, if a person is dökkhærður and blue eyes like me, then is it bad to have rauðbröndóttan or cream colored cat. The colors simply do not fit together, and it appears you will folate and low saree, than you should for example black or gray cat.

Something eventually?

Fashion forever, amen.

xoxo

-h

Wednesday, September 15, 2010

lífið væri ef til vill öðruvísi

...ef ég hefði fengið að njóta mín í æsku.

Því ég uppgvötaði ekki töframátt fegurðar og tísku fyrren tiltölulega seint, eða þegar ég var um það bil níu ára gömul. Ég gleymi þeirri stundu aldrei. Pabbi hafði verið að sauma nýjar gardínur úr hvítu tjulli og hann gaf mér afganginn til að leika mér með. Fyrst reyndi ég að strengja hann yfir rúmið mitt og ímynda mér að ég væri einhversstaðar í Indókína og fyrir utan væru flugur sem myndu smita mig af malaríu ef þær kæmust undir netið. En ég fékk fljótt leið á því að vera föst uppí rúmi svo ég fór með tjullið og tók mér stöðu fyrir framan spegilinn. Svo fékk ég hugmynd. Ég fór í hvítan slopp og festi tjullið á höfuðið á mér með kennaratyggjói.
Þannig missti ég nokkuð stóran hárlokk úr hvirflinum (því það þurfti að klippa kennaratyggjóið úr hárinu á mér) en þarna fæddust draumar mínir um brúðkaup, og ég hef haldið í meydóminn til að geta blygðunarlaust klæðst hvítu þegar stóri dagurinn rennur loksins upp.

Uppfrá þessu fór ég líka að stelast í rauða matarlitinn í eldhússkápnuum til að bera á varirnar og hef verið afar tískumeðvituð síðan.

Ég vil meina að ég sé með nokkuð háþróað fegurðar- og tískuskyn, en það er hinsvegar alveg klárt að ef ég hefði þjálfað það frá unga aldri væri það ennþá naskara en það er núna. Þessvegna óska ég þess stundum að mamma og pabbi hefðu haft vit á að skrá mig í ungbarnafegurðarsamkeppni. Ég var ekki bara einstaklega fallegt og hæfileikaríkt barn (og hefði þar af leiðandi haft alla burði til að taka þátt í (og vinna) slíka keppni), heldur hefði það snemma veitt mér innsýn í heim fegurðar og tísku, og er viss um að ég hefði kynnst mikið af fólki sem deilir brennandi áhuga mínum á öllu sem þeim heimi viðkemur. Ólíkt æskuvinkonum mínum sem hafa tískuvit á við banana, enda er ég löngu hætt að heilsa þeim ef svo ólíklega vill til að ég rekst á þær útá götu.

Heimur barnafegurðarsamkeppna er töfrandi og ég er viss um að þessar ungu dömur hafa ekki þurft að kljást við jafn margar hindranir á braut fegurðar og tísku og ég. Í mínu tilviki hefur hún verið þyrnum stráð (en það er ein af mörgum ástæðum þess að ég fór að nota hælaskó, því þá eru minni líkur á að fá þyrna annarsstaðar en í tábergið).

Sjáið bara þessar dísir. Þær hreinlega geisla af hamingju.


Ég hef því illan grun um að ef ég hefði fengið að njóta mín í barnafegurðarsamkeppni þá væri líf mitt líka auðugra í dag. Því allar fegurðardísir eignast kórónu og ríkidæmi (og kannski prins (ef þær eru góðhjartaðar)).

Sjáið bara hvað hún er hamingjusöm. Og rík. Og með fína kórónu.

Þeim lesendum sem hafa útlitið með sér og enn eru á barnsaldri og langar að blómsta á alþjóðavettvangi vil ég gefa nokkur ráð. Ég fann ráðleggingarnar á síðunni Princess Protection Rrogram, sem er ein af mínum uppáhaldssíðum, og þær eru mjög gagnlegar. Því miður eru þær á ensku, en þið getið beðið foreldra ykkar um hjálp við þýðingu.

1. SMILE. This is so important but it can be difficult to maintain a natural-looking smile for long periods, so practice and on the day try to relax and enjoy your experience and think about how happy you are to be there.
2. Think about how you hold yourself. Practice walking with grace and confidence, lengthening and slimming your body with good posture. It may help to join a ballet or yoga class to work on this. Yoga will also help with relaxation techniques.
3. Don't waste time comparing yourself to other contestants, focus on getting your best attributes across. Stage presence can be far more important than talent.
4. Never lie during interviews or on any paperwork. Be yourself; you will come across far better if you sound genuine rather than too rehearsed.
5. What is unique about you? Think about what it is that makes you special and build on it. An interesting talent or hobby may make you stick in the minds of the judges.
6. Choose a platform that is genuinely close to your heart. You will be far more passionate if it means something to you and hasn't been chosen simply to impress the judges.
7. Take an interest in current affairs and have an opinion on everything!
8. When choosing your gown, remember the colours and styles that suit you. Cut is also very important. Remember, you are not being marked on the cost of your gown but on how you look in it.
9. Research. Find out as much information as possible about pageants and previous winners prior to the event.
10. Don't give up! If you are unsuccessful at your first pageant don't let it defeat you. Each pageant you attend will improve your confidence and chances of success.

xoxo
-h

Tuesday, September 14, 2010

gerðu góð kaup / mig langar í...

Kæru aðdáendur,

Ég veit þið hafið gaman af því að versla. Og ég vildi benda ykkur kurteislega á að það er oft hægt að gera mjög góð kaup á sumarvörum á haustin. Ég mæli því eindregið með því að þið dragið fram visakortin og kaupið ykkur sandala, sólarvörn og grilltangir núna og verðið við öllu viðbúin næsta vor.

Ég er búin að ætla að kaupa sundföt á kettina lengi, en er eiginlega fegin að ég hafi hummað það fram af mér í sumar, því það þýðir að ég get gert miklu betri kaup núna, og jafnvel keypt nokkur svo þeir hafi til skiptanna.

Það eru reyndar ekki til nein sundföt á ketti, sem mér þykir alveg með ólíkindum, en aftur á móti er þokkalegt úrval af sundfötum ætluðum smáhundum. Ég held ég komist alveg upp með að klæða þá í þau, því það er ekki svo mikill stærðarmunur. Og ég er tískulöggan í mínu umdæmi, auk þess að leggja línurnar í því hvað er inn í klæðaburði hverju sinni, þannig að það fer held ég enginn að fetta fingur útí þessa djörfu tískuákvörðun.
Og svo er að sjálfsögðu miklu betra að þeir séu a.m.k. í einhverjum sundfötum, frekar en að þeir séu berrassaðir.

Er búin að skoða þetta nokkuð grundigt og ég er hrifnust af þessum stílum:

Haldiði ekki að þeir muni taka sig vel út?

Skal setja inn myndir þegar herlegheitin berast í hús.

Er líka búin að vera að skoða sundföt fyrir sjálfa mig og er að hugsa um að splæsa í þetta gordjösslega retró beikon & eggja bikíni.


Er það fab eða er það fab?

xoxo
-h

Monday, September 13, 2010

ef ég ætti hænu...

...þá myndi ég eingöngu klæða hana í föt frá þessum hönnuðum.


Á síðunni má finna eftirfarandi leiðbeiningar.


How to put it on:
  • Watch out for the feathers when you close the zipper.
  • Variability in the crotch enables freedom for the legs.
  • Carefully rotate your chicken’s wing and then simply pull it through the tailored wing opening.
  • Wash your suit at 30°C. No spin cycle or ironing necessary.
Your chicken will love you.

xoxo
-h 

Sunday, September 12, 2010

átfitt dagsins + athyglissjúkur köttur

Annar kötturinn minn er svo athyglissjúkur að ég átti í erfiðleikum með að taka myndir fyrir þennan átfittpóst. Hann tróð sér inn á hverja einustu þeirra.


Bolur: Af kærasta.

Peysa: Svíþjóð.

Buxur: Af kærasta.

Sokkar: Ósamstæðir og afar, afar stórir lopasokkar. Sá hægri er miklu stærri og myndi flokkast sem afar, afar, afar stór. Af kærasta.

Köttur: Svo athyglissjúkur að hann lét mig ekki vera fyrren ég var búin að bæta honum inní átfittið.


ÖPPDEIT: Ég sýndi kettinum myndina af átfittinu. Þetta voru viðbrögðin sem ég fékk.xoxo
-h

Saturday, September 11, 2010

átfitt dagsins

Bolur: Af kærasta.

Sokkabuxur: Keyptar á útsölu í Kringlunni.

Hár: Lætur ekki að stjórn.

Köttur: Fatlaður.

xoxo
-h