Monday, September 26, 2011

einstakt tækifæri fyrir almúgann! Alien vs. Predator og Predalien myndir óskast! auk þess sem titill lífstílsbókar Tískubloggsins er birtur í fyrsta sinn á opinberum vettvangi! (og ég tryggi mér tvenn verðlaun, hið minnsta)

Hola lovers,

Nú er verið að leggja lokahönd á lífstílsbók Tískubloggsins. Enn vantar þó myndskreytingu fyrir kaflann þar sem ég beiti fræðilegri nálgun og greini þær skírskotanir til femínisma sem finna má í kvikmyndinni Alien vs. Predator.

Því býðst ykkur nú einstakt tækifæri til þess að taka þátt í að skapa eitthvað sem er stærra og merkilegra en þið sjálf (sem er bókin mín). Endilega sendið inn teikningar og takið þátt í því að skapa bestu bók í heimi! Svona tækifæri kemur sko bara einusinni á ævinni.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Og ég var að fatta að ég hef ekki enn birt titilinn á bókinni hér á Tískublogginu, þó það sé auðvitað löngu búið að negla hann.

Hann er svohljóðandi:


Og já, ég ætla að vinna verðlaunin fyrir lengsta bókatitilinn þessi jól. (Eru verðlaunin annars ekki detox-námskeið?)

(Glöggir lesendur átta sig á því að með þessari færslu hef ég einnig tryggt mér verðlaunin fyrir lengsta bloggfærslutitil þetta misserið (hvað ætli sé í verðlaun fyrir hann?))

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment