Saturday, July 31, 2010

átfitt dagsins

Bolur: Bangkok.

Buxur: Kringlan.

Köttur: Fékkst gefins.

Sokkar: Engir.

xoxo
-h

áríðandi tilkynning!

Síðunni hefur borist ábending um að meintur Bob Sapp hér að neðan sé alls ekki Bob Sapp, heldur einhver gervilélegur póser að villa á sér heimildir.

Þetta eru mistök af hálfu sumarstarfsmanns í tæknideild síðunnar og harmar síðan þessi leiðu mistök. Umræddur starfsmaður hefur látið af störfum og að auki farið í meðferð, og síðan lætur sér þetta að kenningu verða og mun taka upp nýrri og gagnsærri vinnubrögð eftirleiðis.

Við biðjum lesendur, og Bob Sapp, afsökunar á þessum leiða misskilningi og látum mynd af hinum eina sanna Sapp fylgja með.

Við biðjumst afsökunar.

Bob Sapp.

x0x0
-h

Friday, July 30, 2010

daily bobsession!

Bob Sapp.

-h

Loksins!

Ert þú orðin þreytt á því að vera þreytt í fótunum? Ert þú orðin þreytt á því að geta ekki gengið í svona fabjúlös skóm sökum sársauka?



Ég líka. 
Sem betur fer hefur fundist lausn á þessu leiðindamáli. Lýtalæknar hafa loksins tekið við sér og eru farnir að bjóða konum þá sjálfsögðu þjónustu að skera af þeim tær og önnur óþarfa smábein, gegn vægu og sanngjörnu gjaldi. Það er meira að segja hægt að fara í fitusog og láta svo sprauta henni í annaðhvort hæl eða táberg. Jeij endurvinnsla!

Nokkur dæmi um fótsnyrtingarmöguleika.

Eiginlega skil ég ekki hversvegna engum hefur dottið þetta í hug fyrr. Því fyrst að fæturnir passa ekki í skóna, þá þarf greinilega að gera eitthvað í málunum. Og það er ekki einsog þetta sé ný hugmynd. Systur hennar Öskubusku fengu svipaða hugdettu og svo eru Kínverjar náttúrulega búnir að stunda fótsnyrtingar frá örófi alda. 

Annars skil ég ekki afhverju kínverskar konur eru hættar að reyra á sér fæturna. Skórnir voru svo gjöööðveikir:


Tískan fer í hringi. Beauty is pain - Deal with it.

xoxo
-h

föstudags/mig langar í...

Franskan elskhuga.

Bleikar sígarettur.

Svona brúðarkjól.

Beikon martíni.

-h

Thursday, July 29, 2010

daily bobsession!

Killer Bob

-h

mig langar í...

Þennan bol!

Jesúkrem.
Jakka sem er jafnframt bakpoki.

Beikontattú.

xoxo
-h

H*O*T*N*E*S*S

Hún Aatiqah er klárlega uppáhalds hátískumódelið mitt. Hún er fædd í Kabúl og ég er búin að fylgjast með henni lengi. Hún er gömul í bransanum, er búin að vera að í næstum þrjátíu ár, og hún virðist hreinlega ekki eldast.

Aatiqah hefur birst á baksíðum helstu tímarita í hinum múslimska heimi (en þar mega konur ekki vera á forsíðum) og ber þar ef til vill helst að nefna baksíður tímarita á borð við مرحبا ogكابول يوميا.

Hún er alltaf svo sæt og fín. Afhverju get ég ekki verið með svona frábær gen? aarghh.




xoxo
-h

Wednesday, July 28, 2010

daily bobsession!

SpongeBob SquarePants

-h

mig langar í...

Tvælæt dildo. Hann glitrar í sólarljósi og það er mælt með því að kæla hann f. notkun. 
(Go Team Edward!)

Star Trek blautbúning.

Hello Kitty meiköpp sett.

Beikon sleipiefni.

xoxo
-h

Tuesday, July 27, 2010

Náttfitt dagsins

Það er varla til neitt verra en óþægilegar náttbuxur. Eiginlega hljóta þær að stríða gegn einhverju náttúrulögmáli (og því ættu bæði eðlis- og guðfræðingar að vera uggandi yfir því að óþægilegar náttbuxur séu þrátt fyrir allt, ekki bara til, heldur algengar).

Því finnst mér, kæru tískuunnendur, betra að hafa þær vel við vöxt, og þær mega alls ekki vera þröngar í mittið.

En leiður fylgikvilli víðra náttbuxa er óhófleg sídd. Einsog ég nefndi hér í öðru bloggi má hæglega girða þær ofaní sokka, og það hentar vel á útmánuðum. En á sumrin vill maður stundum vera berfættur heima hjá sér og þá vandast málið. Ég er ekki ennþá búin að leysa þetta svo viðunandi sé, en í bili hef ég fyrir sið að stinga höndum í báða vasa og hífa þær upp þegar ég þarf að komast ferða minna.

En vindum okkur að kjarna málsins, átfitti dagsins, en þar koma of síðar náttbuxur einmitt nokkuð við sögu.


Bolur: Grænn karlmannsbolur með hvítu tré sem keyptur var á markaði í Bangkok og hljóp talsvert í þvotti. Það er skrýtin lykt af honum sem hverfur ekki þrátt fyrir ítrekaða þvotta. Ég ræð lesendum þó frá því að draga af því ályktanir um annaðhvort Bangkok eða þvottavélina mína.

Buxur: Flónelsnáttbuxur sem kærastinn fékk í jólagjöf frá tengdó. Þær eru mjög stórar, og þar af leiðandi ákjósanlegur klæðnaður. Einsog sést er síddin töluverð.

xoxo
-h

daily bobsession!


Bob Hope

-h

H*O*T*N*E*S*S



Yummy!

-h

Monday, July 26, 2010

uppáhalds

Einn uppáhalds tískubloggarinn minn heitir Daisy. Hún er með mjög kvenlegan fatasmekk, en er engu að síður óhrædd við að prófa nýja hluti og ögra viðteknum tískuvenjum.

Hún er hrifnust af kjólum í klassísku sniði og bleikur er uppáhaldsliturinn hennar. Hún elskar tjull, slaufur, hatta og sterka liti, og hún er líka mikið fyrir þægilega boli og peysur með hettum (kannski til að fela eyrun, þarsem þau eru svolítið stór...?).

Ég læt nokkrar myndir fylgja með. Þær segja meira en þúsund orð.

Fabjúlus tennisátfitt.

Ég hefði sko ekkert á móti því að eiga þennan kjól! Ónei!

Retró og töff. Er að elska þennan hatt ;)

Töffari.

Gordjössness!

Lítil mjaltamey.

Fierce!

Mæli með blogginu hennar!

kosskoss
-h

daily bobsession!

Bob Ross
-h

Mig langar í...



xoxo
-h



Sunday, July 25, 2010

Kósíkvöld

Átfittið:


Buxur: Hið dularfulla, og mjög svo teygjanlega (og þar af leiðandi kósí), fyrirbæri gallabuxnaleggings, keypt í útlöndum.

Nærbolur: Keyptur.

Peysa: Of stór, enda gömul af kærastanum. Mögulega merkjavara.

Sokkar: Ósamstæðir. H&M.

Hár: Óþvegið.

xoxo

-h

Gestapóstur #1 - Þunnudagsátfitt

Tískubloggið kynnir hérmeð nýjustu nýjungina til leiks, gestapóstinn. Gesturinn er að þessu sinni þunnur, og fær því jafnframt þann heiður að vera með fyrsta þynnkufatainnleggið.

Gesturinn er líka fyrsti lesandinn sem sendir síðunni aðdáendabréf, og er það hér meðfylgjandi að neðan, ásamt nánari lýsingu á þunnudagsátfittinu.









Hæ, hæ h!


Ég var rosalega ánægð með framlag þitt til tískumenningar landsins og bíð spennt eftir næsta bloggi. Ég vona innilega að þú verðir atvinnulaus í haust, þá er meira gaman að lesa fyrir okkur. Ég setti annars saman þunnudagsoutfit og ég vona að þér líki það vel!

Þunnudagsátfitt:


Bolur: Bleikur með kindum á, keyptur í Hagkaupum. Fjölmargir svartir sauðirnir minna mig á fólk gærkvöldsins. Ógyrtur bolurinn skal koma undan peysunni sem er í sama lit og buxurnar.


Peysa: Svört, merkt gamla menntaskólanum til að minna á einfaldari tíma.


Buxur: Svartar, keyptar í lélegu búðinni sem kom til Íslands í staðinn fyrir H&M. Ellos held ég að hún heiti.


Sokkar: Engir, nema að fara eigi út. Þá má klæðast gömlum bleikum sokkum sem hafa misst mest allan lit. Sokkarnir eiga að koma í veg fyrir táfýlu í skóm en þeir eru alls engin skylda.


Fylgihlutir: Óhrein sængurföt og fartölva EÐA iPod og sólgleraugu.

Einnig fylgihlutamöguleikar: Dökk sólgleraugu, verkjalyf, banani, morguninn-eftir pilla, coca cola og/eða afréttari.


Hár skal vera ógreitt og óþvegið, ekkert má setja í það nema hliðartagl, ef vill.


Andlit má ekki vera málað, en þó eru gerðar undantekningar ef farðinn er frá kvöldinu áður, og svipur skal alltaf segja til um líðan.

Ástarkveðjur frá St3rz :*



Fyrir aðra lesendur sem vilja senda inn aðdáendabréf eða taka þátt í gestapóstinum er bent að hafa samband á tiskublogg@gmail.com


xoxo
-h