Thursday, September 8, 2011

Tískubloggið kíkir í skápinn hjá Önnu Mæju

Hola lovers,

Einsog þið vitið þá stunda flestir fjölmiðlar það að fá að kíkja í fataskápa hjá áhugaverðum konum sem eru að gera eitthvað eftirtektarvert. Tískubloggið lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og fær að þessu sinni að kíkja í skápinn hjá Önnu Mæju!

Anna Mæja hefur afrekað margt og er ótrúlega merkileg, en ég læt mér nægja að nefna það í framhjáhlaupi áður en ég sný mér að því sem skiptir mestu máli; Hvernig hún klæðir sig, hvar hún kaupir fötin sín og síðast en ekki síst hvar hún geymir þau.

Anna Mæja

VIÐTAL TÍSKUBLOGGSINS VIÐ ÖNNU MÆJU

Tískubloggið: Anna Mæja, hvar kaupir þú fötin þín?

Anna Mæja: Í búðum.

Tískubloggið: Með hverju borgarðu?

Anna Mæja: Með peningum, stundum korti.

Tískubloggið: Hver er uppáhalds flíkin þín?

Anna Mæja: Ég túrkíslitaðan hlírabol með semelíusteinum sem ég keypti í Smáralindinni fyrir tveimur vikum sem ég get ekki lifað án.

Tískubloggið: Hvar geymir þú fötin þín?

Anna Mæja: Heima. Í skáp. Og stundum á gólfinu og sona.

Tískubloggið: Ef það myndi kvikna í húsinu þínu og þú mættir bara velja eina flík til að bjarga úr eldinum, hvaða flík myndir þú velja?

Anna Mæja: Ha?

Tískubloggið: Þú hefur engan tíma til að hugsa og þú verður að taka skyndiákvörðun.

Anna Mæja: Ha?

Tískubloggið: Ef það myndi kvikna í húsinu þínu og þú þyrftir að velja á milli þess að bjarga fataskápnum þínum eða kærastanum þínum úr eldinum, hvað myndirðu gera?

Anna Mæja: Ég á ekki kærasta.

Tískubloggið: En ertu ekki alltaf vel til höfð?

Anna Mæja: Jú.

Tískubloggið: Ég hef misst alla virðingu fyrir þér.

Anna Mæja: Ha?

Tískubloggið: Ef það myndi kvikna í húsinu þínu og þú yrðir að velja á milli þess að bjarga fataskápnum þínum eða hundinum þínum úr eldinum, hvað myndirðu gera?

Anna Mæja: Ég á ekki hund.

Tískubloggið: Ég átti einusinni hund.

Anna Mæja: Já, ókei.

Tískubloggið: Hann hét Hermann.

Anna Mæja: Núnú.

Tískubloggið: Viltu sjá mynd af honum?

Anna Mæja: Umm... jájá.

Tískubloggið:


Anna Mæja: Vá, hann er mjög... uu...

Tískubloggið: Finnst þér hann ekki sætur?

Anna Mæja: Jújú.

Tískubloggið: Hann dó í eldsvoða.

Anna Mæja: .........

Tískubloggið: Ef það myndi kvikna í húsinu þínu og þú þyrftir að velja á milli þess að bjarga fataskápnum þínum eða mömmu þinni úr eldinum, hvað myndirðu gera?

Anna Mæja: Ég myndi bjarga mömmu.

Tískubloggið: Þú getur alltaf keypt þér nýja mömmu. Fötin eru óbætanleg.

Anna Mæja: Ha? Hvar?

Tískubloggið: Hver er uppáhalds hönnuðurinn þinn?

Anna Mæja: Coco Chanel. Hún var bara svo original, og þorði að fara eigin leiðir. Hún var með tímalausan stíl og...

Tískubloggið: Hún dó í eldsvoða.

Anna Mæja: NEI!

Tískubloggið: Hún var nasisti.

Anna Mæja: NEI! Það hefur ekki verið sannað! Það eru bara getgátur, og þetta voru ábyggilega hrikalegir tímar. Veistu hvað það var erfitt að vera með einhverjar hugsjónir á þessum árum, fólk gerði bara það sem það varð til að...

Tískubloggið: Í hverju varstu þegar þú fæddist?

Anna Mæja: Ha? Engu!

Tískubloggið: Eitthvað að lokum?

Anna Mæja: Ha?

Tískubloggið: Takk fyrir viðtalið.

OG NÚ FÁUM VIÐ AÐ KÍKJA Í FATASKÁPINN HENNAR ÖNNU MÆJU

xoxo
-h

1 comment:

  1. Ju hvað mig langar í þetta fjólubláa sem sést í bak við rassinn á henni og eru ekki ósamstæðir skór einmitt nýjasta trendið? Takk fyrir ómetanlega innsýn í fataskápinn hennar. Langar í allt. Kveðjur, Björg Erna.

    ReplyDelete