Monday, August 23, 2010

14 leiðir til að grennast

Hola lovers,

Hver vill ekki vera mjórri? Tískubloggið kemur hér með 14 einfaldar leiðir til að fá kílóin til að fjúka!

Þessi hefur kosið sér rétta lífstílinn!
1. Slepptu öllu kolvetni. Það þýðir ekkert pasta, ekkert brauð, ekkert morgunkorn og engir ávextir (því þeir eru stútfullir af ávaxtasykri).

2. Ekki borða neitt sem er steikt, soðið eða bakað.

3. Slepptu öllum hvítum sykri, brúnum sykri, kanelsykri, sykurreyr og kandís. Fæðutegundir sem innihalda aspartam (einsog t.d. diet kók og extra tyggjó) eru í lagi, því aspartam er ekki fitandi.

4. Ekki borða neinar mjólkurvörur. Slepptu öllu smjöri, osti, mjólk, jógúrti og skyri.

5. Ekki borða neitt sem er rautt, grænt eða brúnt á litinn.

6. Hreyfðu þig daglega, í að minnsta kosti 120 mínútur. Passaðu að borða ekki tveimur tímum fyrir og eftir æfingar. Bannað að taka lyftur og hreyfa bílinn. Fætur eru til þess að labba með þeim!

7. Neyttu allra máltíða nakin fyrir framan spegil.

8. Aldrei leyfa þér að svindla á mataræðinu, ekki einusinni um jólin eða þegar þú átt afmæli.

9. Ekki borða neinar sósur, þær eru allar fitandi.

10. Ekki borða prótein, því það er byggingarefni vöðva, og vöðvar líta oft út einsog fita úr dálítilli fjarlægð.

11. Slepptu morgunmatnum.

12. Slepptu hádegismatnum.

13. Aldrei fara södd að sofa.

14. Drekktu a.m.k. fjóra lítra af vatni á dag, og ekkert sódavatn með bragðefnum! (Nema það sé aspartam).

Og ég tek það fram að þetta er ekki bara megrunarkúr, heldur lífstíll. Farðu eftir þessum einföldu þumalputtareglum og ég lofa því að árangurinn lætur ekki á sér standa!

xoxo
-h

37 comments:

  1. Frábærar reglur. Ég er nú þegar byrjuð í lífstílnum og búin að tæma ískápinn og fylla ískápinn af vatni (í flöskum) því aðeins þeir sem hafa ekki nægan sjálfsaga drekka sódavatn með bragði. Er svo búin að sópa rykinu úr íbúðinni minni, íbúðum nágrannanna, af ganginum og úr kjallaranum til átu því maður fitnar ekki af ryki. Hljóp svo 10 km með múrsteina í bakpokanum mínum. Hlakka strax til að verða tálguð og flott.

    ReplyDelete
  2. Vá.. og ef þú ferð eftir þessum reglum þá áttu stutt eftir.

    að sleppa öllum kolvetnum er stórhættulegt, þá fer líkaminn að vinna út ketóni í staðinn. Það er eitur fyrir heilann.
    og of mikið asparatam er líka ekki gott fyrir líkamann.

    En.. so what.. maður er allavega mjór.

    ReplyDelete
  3. Neinei maður lifir einmitt lengur ef maður fer eftir þessum reglum. Fita er hættuleg og veldur ýmiskonar sjúkdómum, einsog sykursýki og háum blóðþrýstingi. Og svo aukast lífsgæðin líka til muna ef maður fylgir þessum einföldu þumalputtareglum, því auðvitað er maður miklu hamingjusamari ef maður er mjór.

    Og aspartam hefur mikla kosti. Það er t.d. mælt með því að innbyrða mikið af því á meðgöngu (þ.e.a.s. fyrir þær sem eru ekki búnir að fatta dásemdir ættleiðinga), því það eykur til muna líkurnar á fyrirburafæðingum og maður fær þar af leiðandi miklu minna slit á magann og fitnar minna!

    ReplyDelete
  4. - og barnið verður minna og mjórra líka! Win-win situation!

    ReplyDelete
  5. Hehehe augljóslega. :)

    ReplyDelete
  6. á þetta að vera grín?..

    ReplyDelete
  7. ég skal lofa þér því stelpa að þú munt m.a. aldrei verða ólétt á þessum "lífsstíl" þínum!
    ef þú ert ekki að djóka skaltu íhuga þetta aaaaðeins betur, því m.a. óvitur maður veit betur ;)

    ReplyDelete
  8. Oj bara.. gastu ekki einfaldað þetta og sagt.. hvað má borða ?!?!

    ReplyDelete
  9. Hahahaha . . . . Þetta er djók er það ekki? Eða er aðilinn sem skrifaði þetta geðsjúk(ur)! Því eitt ef ekki allt af þessu eru EKKI leiðir til að grennast heldur til að deyja ;) Að sleppa morgunmat eykur líkurnar á offitu um 550% og prótein byggir vöðva og mettar mann og hjálpar við brennslu. Kolvetni eru nauðsynleg fyrir heilan en auðvitað ekki góð í miklu magni og ávextir eru frábærir fyrir húðina og ónæmiskerfið.
    Gaman að vera mjór í 3-6 mánuði en alltaf andfúll, alltaf veikur, með ljóta húð, tennur og hárið að þynnast svo ekki meigi gleyma að vera veikburða.
    Sannur styrkleiki er að lifa heilbrigðum lífstíl, hreyfa sig og borða rétt það er það sem þarfnast styrk !

    ReplyDelete
  10. Þetta grín er ekki fyndið. Þetta er háalvarlegt mál sem á ekki að taka sem léttvægt. Ef þetta er ekki grín og þér er alvara með þetta þá skalt þú fylgja þessum reglum með sjálfri þér og ekki vera að pósta svona kjaftæði á netið, vegna þín geta margar ungar stelpur verið í alvörunni að fylgja þessu með hrikalegum afleiðingum. Þú ættir að skammast þín!!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það er verið að gera grín af þeirri geðveiki sem heltekið hefur samfélagið. Þarf ekki annað en að fletta blöðum, kíkja á netið eða á sjónvarpið til að fá fuuuuhuuullt af jafn fáránlega heimskum ráðum og þessum hér að ofan....nema þar er ekkert verið að grínast. Skilaboðin þar eru í basically þau að það mest aðlaðandi og mikilvægasta sé að vera mjór - sama hver fórnarkostnaðurinn er!

      Delete
  11. Hahahahahahaha

    Perfect uppskrift af sjálfsmorði.

    ReplyDelete
  12. Þetta er kaldhæðni......hún/hann hefði kannski getað skrifað lítin note um það svona til just in case ...ég rakst á þetta í gegnum vinkonu á facebook, þekki bloggarann ekkert, hef átt við anorexiu og bulumiu vandamálað stríða í mörg ár, en er frískari í dag.
    Meira seigja ég sé að þetta er grín, þetta er greinilega skrifað til að lýsa yfir hvað megrun sé fáránleg!!!!Þetta er bara kokteill af öllum megrunarráðum sem birtast nánast daglega í blöðum og á netinu. Það sjá það allir...líka ungar stelpur, fólk er ekki heilalaust þótt að það sé ungt og áhrifagjarnt.. Þið eruð bara að skrifa til að skrifa eitthvað.....

    ReplyDelete
  13. hahahaha ... þetta er fyndið!

    Róiði ykkur - hún er að gera grín af öllum megrunarkúrunum.

    Mér finnst þetta allavega mjög fyndið.. endalaus kaldhæðni! :)

    ReplyDelete
  14. Sammála Eli, þetta er alvarlegt mál að setja svona á netið - þetta er stórhættulegt fyrir áhrifagjarnar unglingsstúlkur.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Plííííís!!! Að hvaða leiti er þetta verra heldur en t.d. þetta ömurlega "unglingablað" Júlía? Ef það er eitthvað sem er slæmt fyrir áhrifagjarnar unglingsstúlkur eru það svoleiðis blöð - ekki kaldhæðnisleg blogg sem gera grín af þeim fáránleika sem "Júlía" og fleiri ruslblöð svo sannarlega eru.

      Delete
  15. Hahahaha snilld! Svooo augljós kaldhæðni:)

    ReplyDelete
  16. Það eru hundruðir annarra ef ekki þúsundir annarra síðna á netinu sem eru hættulegar fyrir unglingsstúlkur og -drengi, auglýsingar í sjónvarpinu, sjónvarpsþættir, bíómyndir, tískublöð, fréttablöð, morgunblöð... allt þetta er einn stór staðalímyndagrautur sem segir fólki hvernig sé fallegast og eftirsóknarverðast að líta út.

    Þessi síða gerir það eitt að benda á fáránleikann.

    ReplyDelete
  17. Hahahaha, elskurnar mínar! Sjáiði ekki djókið með þessu, hún bannar allan mat, hvorki máttu borða kolvetni, prótein eða fitu. Það er ekkert eftir, nema dauðinn ef þú fylgir þessu. Þetta er eitt allsherjardjók. Fyndnast finnst mér, ekki borða neitt rautt, grænt eða brún.

    ReplyDelete
  18. Dísús!
    Vita þessar gellur ekki að það er stórhættulegt að borða of mikið? Fitan safnast saman inn á heilan á þér og gerir þig geðveikt heimska!
    Þess vegna eru allar feitar konur illa lyktandi og illa klæddar, þær eru bara of heimskar til að fara í bað og kunna ekkert á internetið og geta því ekki fylgst með tískustraumum!

    Ég tók skrefið í rétta átt í dag og hætti að borða allt brúnt.

    ReplyDelete
  19. Hola lovers,

    Takk fyrir kommentin.

    Efasemdarfólki hef ég svarað í þessari færslu hér:

    http://tiskublogg.blogspot.com/2010/10/megrunarra-tiskubloggsins-fara-um.html

    xoxo
    -h

    ReplyDelete
  20. Ef það má gera grín af fötluðum, ljóskum og fötluðum ljóskum má alveg gera grín af megrunarkúrum.

    Hlæðu og allur heimurinn hlær með þér, gráttu og þú verður blautur í framan.

    ReplyDelete
  21. Ef að stelpur vilja líta út eins og stelpan á myndinni þá er þetta tilvalið . En samkvæmt könnunum sem hafa verið gerðar hafa jessica alba & beyoncé verið valdnar kynnþokkafyllstar (valið af karlmönnum) og þær eru báðar með rass og læri, ekki einhverjar horenglur.

    ReplyDelete
  22. þetta er ekki fyndið...háalvarlegt mál. Sumir gætu tekið þessu sem alvöru. Eina leiðin til að ná árangri er að hreyfa sig og borða næríngaríkan mat.

    ReplyDelete
  23. Þessi pía er augljóslega að gera grín af megrunarkúrum og þessu brjálæði yfir hátiðirnar, allir vilja vera rosa grannir því þá eru allir geggjað hamingjusamir, eða þannig....Ágæt leið til að benda á vitleysuna á bak við strangt aðhald rétt fyrir jól sem að allar heiluræktarstöðvar eru með rétt fyrir jól: "kÍLÓIN AF Á KORTERI" eða e-ð álíka mikið bull... Það er óheilbrigt að fara í megrun, ef þú vilt grennast þá er það bara að borða heilbrigt, reglulega og hreyfa þig eins mikið og líkaminn leyfir, það er lífsstíll. Fáið ykkur svo húmor

    ReplyDelete
  24. successful troll is successful?

    ReplyDelete
  25. haha ég vil ekkert vera leiðinleg við ykkur sem teljið þetta vera "háalvarlegt mál" ef einhver myndi fara eftir þessu ætti hún við önnur alvarlegri vandamál að stríða.

    ps þú bjargaðir deginum með þessari snilld!

    ReplyDelete
  26. Mér finnst vanta á þennan lista "að borða hráan kjúkling". Það svínvirkar!

    ReplyDelete
  27. Nei, afsakið, þetta er of augljóslega kaldhæðni til að vera hættulegt fyrir neinn, ekki einu sinni áhrifagjarnar unglingsstúlkur. Ég held það sé ekki einu sinni nóg að vera heimskur til að vita að það er ekki hægt að borða ekkert, aldrei, nema vatn. Það er meira að segja heimskulegt að drekka 4L af vatni á dag, þó maður sé að borða venjulega.

    ReplyDelete
  28. þetta gætu nú einhverjir heimskir tekið alvarlega og skaðað sjálfan sig. þetta er fyndið fyrir þá sem fatta að þetta er djók en sumt fólk er í alvöru svo heimskt að prufa eitthvað svona

    ReplyDelete
  29. Þetta er skáldlegt og skemmtilegt :) Alveg búin að taka út allar bláar matvörur og er sem ný manneskja! Meira af þessu ..hehehe :)

    ReplyDelete
  30. Fyndið samt að enginn tekur eftir hrokanum í þessum skrifum. Sú sem þetta skrifar er augljóslega, af myndunum að dæma, vel undir meðalþyngd, grönn og fíngerð. Mér fynnst alltaf fyndið þegar fólk sem er partur af "hópnum" þolir ekki "hópinn".

    ReplyDelete
  31. Þetta er "fyndið" sure...
    En þetta er samt svo alvarlegt mál.

    Myndi taka þetta út svo stelpur færu ekki að fara eftir þessu... Hef alveg verið í þessum "anorexiu pakka" og maður verður alveg nett geðveikur.

    ReplyDelete
  32. maður getur allt eins bara hengt sig strax.

    en þú verður að passa þig á því hvað þú lætur inná netið því að sumir gætu virkilega tekið þetta alvarlega. Þú gætir verið völd af því að einhver fái anorexiu og jafnvel deyi af henni. Passaðu þig.
    Þetta er alvarlegt mál og ef þú tekur þetta alvarlega og ferð eftir þessum reglum skaltu finna þér hjálp, áður en það verður of seint.

    ReplyDelete
  33. Þetta virkar, ég er búin að léttast um 21 kg síðan í ágúst. Ég er hætt að banna barþjóninum að setja ísmola í vatnið mitt því maður brennir fleiri kalóríum á að borða ís en vatn. Ég gleymi líka alltaf einhverju og þarf því að hlaupa helmingi oftar upp tröppurnar bæði heima og í vinnunni fyrir vikið. Ég þarf ekki að halda upp á jólin því það er svo gaman að vera mjór að það eru alltaf jól í hjarta mínu. Nú borða ég eiginlega bara nikótíntyggjó (með aspartam), D-vítamín, turmeric og vatn. Og ef maður hugsar út í það þá þarf maður ekkert annað.

    ReplyDelete