Wednesday, September 28, 2011

Tískubloggið kíkir í snyrtitösku

Hola lovers,

Um daginn fékk Tískubloggið að kíkja í fataskáp. Það vakti mikla lukku (þrátt fyrir að næstum enginn hafi nennt að kommenta á færsluna, hvað er eiginlega að ykkur asshóls? hafið þið enga sál?) og því ákvað ég að endurtaka leikinn og kíkja nú í snyrtiveski.

Sigga.
Sigga er ákaflega merkileg kona. Hún stofnaði og rekur sitt eigið fyrirtæki og hefur náð afar skjótum frama á mjög stuttum tíma, en sem fyrr þá læt ég mér nægja að nefna það í framhjáhlaupi áður en ég sný mér að því sem mestu máli skiptir: Hvernig snyrtivörur hún notar.

***

Tískubloggið: Hvernig snyrtitösku áttu?

Sigga: Ég held það sé ekkert merki, sko. Ég keypti hana í útlöndum og ég er búin að eiga hana mjög lengi.

Tískubloggið: Ekkert merki?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Ekki einusinni Body Shop?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Ekki einusinni L´oréal?

Sigga: Nei...

Tískubloggið: Kannski Kanebo?

Sigga: Nei. Ég veit sko ekki hvernig merk....

Tískubloggið: Lancôme?

Sigga: Ég hélt við ætluðum að tala um hvað er í snyrtitöskunni.

Tískubloggið: Hvað er í snyrtitöskunni þinni?

Sigga: Sko, ég er alltaf með hyljarann minn, fljótandi meik, púður og augnblýant. Og svo auðvitað maskara, og ef það koma upp neyðartilvik þá er ég líka alltaf með augn...

Tískubloggið: Engir smokkar?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Sæðisdrepandi krem?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Hettan? Pillan?

Sigga: Ég kann ekki við að vera að ræða um getnaðarvarnir hérna, sko.

Tískubloggið: Hvað hefurðu sofið hjá mörgum strákum?

Sigga: Hvað kemur það málinu við?

Tískubloggið: 10?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: 20?

Sigga: ...

Tískubloggið: 30?

Sigga: Veistu mér finnst það bara ekkert koma þér við hvað ég hef...

Tískubloggið: Ertu ólétt?

Sigga: Nei!

Tískubloggið: Eru einhverjar öðruvísi pillur í snyrtiveskinu þínu?

Sigga: Öðruvísi pillur?


Tískubloggið: Einsog geðlyf?

Sigga: Nei...

Tískubloggið: Róandi lyf?

Sigga: Nei...

Tískubloggið: Hefur þú einhvern tímann geymt geðlyf í snyrtiveskinu þínu?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Róandi lyf?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: En lítinn hníf?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: En beitta naglaklippu? Beitta naglaþjöl?

Sigga: Afhverju ertu að spyrja að því?

Tískubloggið: Hefur einhverntímann ilmvatnsflaska brotnað í snyrtiveskinu þínu?

Sigga: Já, reyndar! Þegar ég fór til útlanda í sumar þá brotnaði einmitt flaska af....

Tískubloggið: Þú veist að alkóhólið í ilmvatninu skemmir smokkana.

Sigga: Ég sagði þér að ég er ekki með neina smokka. Og ég vil helst ekki vera að ræða getnaðarva...

Tískubloggið: Það er alls ekki óhætt að nota þá eftir svoleiðis slys.

Sigga: Ég var ekki með neina smo...

Tískubloggið: Hvern varstu að fara að hitta í útlöndum?

Sigga: Ha?

Tískubloggið: Hvenær varstu síðast á blæðingum?

Sigga: Blæðingum?

Tískubloggið: Eru túrtappar í snyrtiveskinu þínu?

Sigga: Kannski, ég, ég.... man það bara ekki.

Tískubloggið: Þannig að þér finnst bara allt í lagi að mæta óundirbúin í viðtal?

Sigga: Ha?

Tískubloggið: Og finnst þér ekkert ókurteisi að þú hafir ekkert spurt mig um mitt snyrtiveski?

Sigga: Ég hafði ekki hugsað út í að...

Tískubloggið: HA?

Sigga: Hvað er í þínu snyrtiveski?

Tískubloggið: Linsubox.

Sigga: Já, notarðu linsur?

Tískubloggið: Nei.

Sigga: ...

Tískubloggið: Viltu sjá linsuboxið?

Sigga: U, jájá.

Tískubloggið:
Sigga: Vá, það er mjög...

Tískubloggið: Veistu hvað er í því?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Líkamsleifar.

Sigga: Ha?

Tískubloggið: Þetta er aska.

Sigga: [ræskir sig]

Tískubloggið: Askan af hundinum mínum. Hann dó í eldsvoða. Ég skrapaði hana upp af gólfinu með visa-kortinu mínu eftir að slökkviliðið slökkti eldinn. Hún er ennþá blaut. Viltu finna lyktina af henni?

Sigga: Nei, takk.

Tískubloggið: Hver er uppáhaldslyktin þín?

Sigga: Ég, ég veit það ekki.

Tískubloggið: Hvað er uppáhalds ilmvatnið þitt?

Sigga: Ég man ekki...

Tískubloggið: L´oréal? Kanebo? Lancôme?

Sigga: Hver var aftur spurningin?

Tískubloggið: Eitthvað að lokum?

Sigga: Má ég fara heim núna?

***

Tískubloggið þakkar Siggu kærlega fyrir spjallið og birtir jafnframt mynd af snyrtiveski hennar:xoxo
-h

Monday, September 26, 2011

einstakt tækifæri fyrir almúgann! Alien vs. Predator og Predalien myndir óskast! auk þess sem titill lífstílsbókar Tískubloggsins er birtur í fyrsta sinn á opinberum vettvangi! (og ég tryggi mér tvenn verðlaun, hið minnsta)

Hola lovers,

Nú er verið að leggja lokahönd á lífstílsbók Tískubloggsins. Enn vantar þó myndskreytingu fyrir kaflann þar sem ég beiti fræðilegri nálgun og greini þær skírskotanir til femínisma sem finna má í kvikmyndinni Alien vs. Predator.

Því býðst ykkur nú einstakt tækifæri til þess að taka þátt í að skapa eitthvað sem er stærra og merkilegra en þið sjálf (sem er bókin mín). Endilega sendið inn teikningar og takið þátt í því að skapa bestu bók í heimi! Svona tækifæri kemur sko bara einusinni á ævinni.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Og ég var að fatta að ég hef ekki enn birt titilinn á bókinni hér á Tískublogginu, þó það sé auðvitað löngu búið að negla hann.

Hann er svohljóðandi:


Og já, ég ætla að vinna verðlaunin fyrir lengsta bókatitilinn þessi jól. (Eru verðlaunin annars ekki detox-námskeið?)

(Glöggir lesendur átta sig á því að með þessari færslu hef ég einnig tryggt mér verðlaunin fyrir lengsta bloggfærslutitil þetta misserið (hvað ætli sé í verðlaun fyrir hann?))

xoxo
-h

inspiration dagsins

xoxo
-h

Saturday, September 24, 2011

átfitt dagsins

Bolur: Af kærasta.

Leggó: Bleikar.

Sokkar: Úr íslenskri ull. Gefins.

Hár: Slegið.

Köttur: Loðinn.

xoxo
-h

Thursday, September 8, 2011

Tískubloggið kíkir í skápinn hjá Önnu Mæju

Hola lovers,

Einsog þið vitið þá stunda flestir fjölmiðlar það að fá að kíkja í fataskápa hjá áhugaverðum konum sem eru að gera eitthvað eftirtektarvert. Tískubloggið lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og fær að þessu sinni að kíkja í skápinn hjá Önnu Mæju!

Anna Mæja hefur afrekað margt og er ótrúlega merkileg, en ég læt mér nægja að nefna það í framhjáhlaupi áður en ég sný mér að því sem skiptir mestu máli; Hvernig hún klæðir sig, hvar hún kaupir fötin sín og síðast en ekki síst hvar hún geymir þau.

Anna Mæja

VIÐTAL TÍSKUBLOGGSINS VIÐ ÖNNU MÆJU

Tískubloggið: Anna Mæja, hvar kaupir þú fötin þín?

Anna Mæja: Í búðum.

Tískubloggið: Með hverju borgarðu?

Anna Mæja: Með peningum, stundum korti.

Tískubloggið: Hver er uppáhalds flíkin þín?

Anna Mæja: Ég túrkíslitaðan hlírabol með semelíusteinum sem ég keypti í Smáralindinni fyrir tveimur vikum sem ég get ekki lifað án.

Tískubloggið: Hvar geymir þú fötin þín?

Anna Mæja: Heima. Í skáp. Og stundum á gólfinu og sona.

Tískubloggið: Ef það myndi kvikna í húsinu þínu og þú mættir bara velja eina flík til að bjarga úr eldinum, hvaða flík myndir þú velja?

Anna Mæja: Ha?

Tískubloggið: Þú hefur engan tíma til að hugsa og þú verður að taka skyndiákvörðun.

Anna Mæja: Ha?

Tískubloggið: Ef það myndi kvikna í húsinu þínu og þú þyrftir að velja á milli þess að bjarga fataskápnum þínum eða kærastanum þínum úr eldinum, hvað myndirðu gera?

Anna Mæja: Ég á ekki kærasta.

Tískubloggið: En ertu ekki alltaf vel til höfð?

Anna Mæja: Jú.

Tískubloggið: Ég hef misst alla virðingu fyrir þér.

Anna Mæja: Ha?

Tískubloggið: Ef það myndi kvikna í húsinu þínu og þú yrðir að velja á milli þess að bjarga fataskápnum þínum eða hundinum þínum úr eldinum, hvað myndirðu gera?

Anna Mæja: Ég á ekki hund.

Tískubloggið: Ég átti einusinni hund.

Anna Mæja: Já, ókei.

Tískubloggið: Hann hét Hermann.

Anna Mæja: Núnú.

Tískubloggið: Viltu sjá mynd af honum?

Anna Mæja: Umm... jájá.

Tískubloggið:


Anna Mæja: Vá, hann er mjög... uu...

Tískubloggið: Finnst þér hann ekki sætur?

Anna Mæja: Jújú.

Tískubloggið: Hann dó í eldsvoða.

Anna Mæja: .........

Tískubloggið: Ef það myndi kvikna í húsinu þínu og þú þyrftir að velja á milli þess að bjarga fataskápnum þínum eða mömmu þinni úr eldinum, hvað myndirðu gera?

Anna Mæja: Ég myndi bjarga mömmu.

Tískubloggið: Þú getur alltaf keypt þér nýja mömmu. Fötin eru óbætanleg.

Anna Mæja: Ha? Hvar?

Tískubloggið: Hver er uppáhalds hönnuðurinn þinn?

Anna Mæja: Coco Chanel. Hún var bara svo original, og þorði að fara eigin leiðir. Hún var með tímalausan stíl og...

Tískubloggið: Hún dó í eldsvoða.

Anna Mæja: NEI!

Tískubloggið: Hún var nasisti.

Anna Mæja: NEI! Það hefur ekki verið sannað! Það eru bara getgátur, og þetta voru ábyggilega hrikalegir tímar. Veistu hvað það var erfitt að vera með einhverjar hugsjónir á þessum árum, fólk gerði bara það sem það varð til að...

Tískubloggið: Í hverju varstu þegar þú fæddist?

Anna Mæja: Ha? Engu!

Tískubloggið: Eitthvað að lokum?

Anna Mæja: Ha?

Tískubloggið: Takk fyrir viðtalið.

OG NÚ FÁUM VIÐ AÐ KÍKJA Í FATASKÁPINN HENNAR ÖNNU MÆJU

xoxo
-h