Monday, February 21, 2011

opið bréf til Lilju Ingibjargar og Hildar Lífar

Hola haters,

Ég að þið eruð að fara að halda VIP-partý og senduð út boð fyrir helgi á Facebook. Ykkur hefur greinilega yfirsést að bjóða mér, sem er með ólíkindum.

Því ég þarf auðvitað ekki að segja ykkur að ég er frægasti og besti megrunar-, tísku- og lífstílsbloggari Íslands og held úti besta og vinsælasta fjölmiðli landsins, sem mun raunar færa út kvíarnar bráðlega og stofna sína eigin sjónvarpsstöð, sem bera mun heitið Ttískttíví (þar sem þið hafið nú fyrirgert möguleika ykkar á því að að vera með gestaþátt). Ég er einnig fyrrverandi ritstjóri vefritsins Eyjunnar, auk þess sem ég er verðandi metsöluhöfundur hjá virtu forlagi. Mér skilst aukinheldur að sá orðrómur að óútkomin lífstílsbók mín sé líklegasti kandídatinn í Bókmenntaverðlaun þessa árs hafi borist menningar- og tískuelítu landsins til eyrna í síðustu viku.

Aðdáendahópur minn er víðfemur og stór. Engin önnur en Hlín Einarsdóttir kallaði mig "krútt", Pjattrófurnar slógu um mig skjaldborg þegar rætinn aðili réðst á Tískubloggið á afar ósvífinn hátt, ég er helsti sérfræðingur landsins í hugmyndafræði Poetrix, ég hef farið í sleik við sex landsliðsmenn í fótbolta, fimm landsliðsmenn í handbolta, sængað hjá fjórum pólitíkusum í velgjörðarskyni á síðastliðnum tveimur vikum, ég hef verið sameiningartákn fyrir allar íslenskar konur í tæplega sjö mánuði, ég er einn virtasti heimspeðlisfræðingur veraldar, og svo mætti lengi telja.

Ég kann að hegða mér í sviðsljósinu og er orðin langþreytt á því að fara út að skemmta mér og lenda í því að einhver "almenningur" hangi utan í mér allt kvöldið.

Aftur á móti veit ég engin deili á ykkur, en ef þið biðjið mig fallega skal ég kannski kynna ykkur fyrir einhverjum af merkari aðdáendum mínum.

Facebook-síðu mína finnið þið hér. Ég býst við pósti frá ykkur eigi síðar en fyrir miðnætti í kvöld.
 
xoxo
-h

9 comments:

 1. Allar helstu femínista tussur bæjarins verða þarna til að láta ríða sér.

  ReplyDelete
 2. Æ, heldurðu að þeim verði hleypt inn?
  Ég læt ekki sjá mig í svoleiðs félagsskap.

  ReplyDelete
 3. Nei, þær teljast til almennings, svo þær fá ekki að vera með.

  ReplyDelete
 4. Ókei, eins gott.

  Ég umgengst nefnilega ekki loðnar kvenrembur.

  ReplyDelete
 5. Ha? Nú er ég desd and konfjúsd. Vilja feministar ríða?

  ReplyDelete
 6. Já, en það vill enginn sofa hjá þeim afþví þær eru ljótar og loðnar.
  Þessvegna eru þær svona reiðar útí karla og gerðust kvenrembur (femínistar).

  ReplyDelete
 7. Auðvitað vilja femínistar ríða! Hver vill ekki láta ríða sér almennilega svo hann/hún hugsi skírt?

  ReplyDelete
 8. Humm krakkar endilega flettið upp femínista í orðabók.
  Femínistar eru jafnréttindissinnar, svo eru til auðvitað öfgamanneskjur sem sverta þennan hóp en samt leiðinlegt fyrir ykkur að koma með komment sem eru ekki rétt, alhæfingar og steriotýpur sem gerir ykkur ekkert skárri en þessar stelpur sem eru að bjóða í VIP partí.

  ReplyDelete
 9. Ha? Er orðið femínisti í orðabókinni? OJ! Ekki ætla ég að kaupa þá bók ... Í guðanna bænum biðjið um að það verði tekið út!

  ReplyDelete