Wednesday, September 28, 2011

Tískubloggið kíkir í snyrtitösku

Hola lovers,

Um daginn fékk Tískubloggið að kíkja í fataskáp. Það vakti mikla lukku (þrátt fyrir að næstum enginn hafi nennt að kommenta á færsluna, hvað er eiginlega að ykkur asshóls? hafið þið enga sál?) og því ákvað ég að endurtaka leikinn og kíkja nú í snyrtiveski.

Sigga.
Sigga er ákaflega merkileg kona. Hún stofnaði og rekur sitt eigið fyrirtæki og hefur náð afar skjótum frama á mjög stuttum tíma, en sem fyrr þá læt ég mér nægja að nefna það í framhjáhlaupi áður en ég sný mér að því sem mestu máli skiptir: Hvernig snyrtivörur hún notar.

***

Tískubloggið: Hvernig snyrtitösku áttu?

Sigga: Ég held það sé ekkert merki, sko. Ég keypti hana í útlöndum og ég er búin að eiga hana mjög lengi.

Tískubloggið: Ekkert merki?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Ekki einusinni Body Shop?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Ekki einusinni L´oréal?

Sigga: Nei...

Tískubloggið: Kannski Kanebo?

Sigga: Nei. Ég veit sko ekki hvernig merk....

Tískubloggið: Lancôme?

Sigga: Ég hélt við ætluðum að tala um hvað er í snyrtitöskunni.

Tískubloggið: Hvað er í snyrtitöskunni þinni?

Sigga: Sko, ég er alltaf með hyljarann minn, fljótandi meik, púður og augnblýant. Og svo auðvitað maskara, og ef það koma upp neyðartilvik þá er ég líka alltaf með augn...

Tískubloggið: Engir smokkar?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Sæðisdrepandi krem?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Hettan? Pillan?

Sigga: Ég kann ekki við að vera að ræða um getnaðarvarnir hérna, sko.

Tískubloggið: Hvað hefurðu sofið hjá mörgum strákum?

Sigga: Hvað kemur það málinu við?

Tískubloggið: 10?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: 20?

Sigga: ...

Tískubloggið: 30?

Sigga: Veistu mér finnst það bara ekkert koma þér við hvað ég hef...

Tískubloggið: Ertu ólétt?

Sigga: Nei!

Tískubloggið: Eru einhverjar öðruvísi pillur í snyrtiveskinu þínu?

Sigga: Öðruvísi pillur?


Tískubloggið: Einsog geðlyf?

Sigga: Nei...

Tískubloggið: Róandi lyf?

Sigga: Nei...

Tískubloggið: Hefur þú einhvern tímann geymt geðlyf í snyrtiveskinu þínu?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Róandi lyf?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: En lítinn hníf?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: En beitta naglaklippu? Beitta naglaþjöl?

Sigga: Afhverju ertu að spyrja að því?

Tískubloggið: Hefur einhverntímann ilmvatnsflaska brotnað í snyrtiveskinu þínu?

Sigga: Já, reyndar! Þegar ég fór til útlanda í sumar þá brotnaði einmitt flaska af....

Tískubloggið: Þú veist að alkóhólið í ilmvatninu skemmir smokkana.

Sigga: Ég sagði þér að ég er ekki með neina smokka. Og ég vil helst ekki vera að ræða getnaðarva...

Tískubloggið: Það er alls ekki óhætt að nota þá eftir svoleiðis slys.

Sigga: Ég var ekki með neina smo...

Tískubloggið: Hvern varstu að fara að hitta í útlöndum?

Sigga: Ha?

Tískubloggið: Hvenær varstu síðast á blæðingum?

Sigga: Blæðingum?

Tískubloggið: Eru túrtappar í snyrtiveskinu þínu?

Sigga: Kannski, ég, ég.... man það bara ekki.

Tískubloggið: Þannig að þér finnst bara allt í lagi að mæta óundirbúin í viðtal?

Sigga: Ha?

Tískubloggið: Og finnst þér ekkert ókurteisi að þú hafir ekkert spurt mig um mitt snyrtiveski?

Sigga: Ég hafði ekki hugsað út í að...

Tískubloggið: HA?

Sigga: Hvað er í þínu snyrtiveski?

Tískubloggið: Linsubox.

Sigga: Já, notarðu linsur?

Tískubloggið: Nei.

Sigga: ...

Tískubloggið: Viltu sjá linsuboxið?

Sigga: U, jájá.

Tískubloggið:
Sigga: Vá, það er mjög...

Tískubloggið: Veistu hvað er í því?

Sigga: Nei.

Tískubloggið: Líkamsleifar.

Sigga: Ha?

Tískubloggið: Þetta er aska.

Sigga: [ræskir sig]

Tískubloggið: Askan af hundinum mínum. Hann dó í eldsvoða. Ég skrapaði hana upp af gólfinu með visa-kortinu mínu eftir að slökkviliðið slökkti eldinn. Hún er ennþá blaut. Viltu finna lyktina af henni?

Sigga: Nei, takk.

Tískubloggið: Hver er uppáhaldslyktin þín?

Sigga: Ég, ég veit það ekki.

Tískubloggið: Hvað er uppáhalds ilmvatnið þitt?

Sigga: Ég man ekki...

Tískubloggið: L´oréal? Kanebo? Lancôme?

Sigga: Hver var aftur spurningin?

Tískubloggið: Eitthvað að lokum?

Sigga: Má ég fara heim núna?

***

Tískubloggið þakkar Siggu kærlega fyrir spjallið og birtir jafnframt mynd af snyrtiveski hennar:



xoxo
-h

11 comments:

  1. Haha, ég hló upphátt! Besta snyrtitöskuinnlit ever.

    ReplyDelete
  2. Frábærlega skemmtilegt, allir að deila þessu á feisbúkk. :)

    ReplyDelete
  3. hahahahahaha, ættir að taka viðtal við einhverja pólitíkusa......þetta var hryllilega fyndið vital hjá þér!!!!!

    ReplyDelete
  4. Á þetta að vera eitthvað djók? Ef svo er þá er þetta ekki fyndið. Það er fullt af fólki sem er með dána ættingja í vasanum.

    ReplyDelete
  5. Þetta er prima snyrtibudda, eina sem vanntar í hana er extra whitening tyggjó og tígóteyja. komið!

    Less is yess

    ReplyDelete
  6. Þetta er besta snyrtibuddu súbb sem ég hef séð og lesið. vei.
    Kveðja úr Vesturbænum..

    ReplyDelete
  7. Grenjaði úr hlátri, bókstaflega. Besta snyrtibudduviðtal ever!

    ReplyDelete
  8. fékkst mig til að hlægja allavega

    ReplyDelete
  9. .já. Ég hló líka upphátt! Ógó fyndið!

    ReplyDelete