Tuesday, December 6, 2011

hversvegna ég fór í fýlu og hvernig ég tók gleði mína á ný

Hola lovers,

Sorrí að ég hafi ekkert póstað lengi, en ég er búin að vera í fýlu. Það eru tvær ástæður fyrir því:

1) Einhver helvítis femínisti skrifaði dóm um lífstílsbókina mína. Hann var ljótur og ógeðslegur. Ég átti auðvitað von á því að bókin félli í grýttan jarðveg hjá kvenrembum (því sannleikanum verður hver sárreiðastur), en ég átti satt að segja ekki von á því að viðbrögðin yrðu jafn öfgakennd og raun ber vitni. Þessi svokallaði ritdómari segir útgáfu bókarinnar vera „algjört hneyksli“ og bókin sé „stútfull af allskonar óþverra“. Annað í bókinni kallar hún „algjört kjaftæði“. Í kommentakerfið þyrpist síðan öfgafullur og pólitískt réttþenkjandi sértrúarsöfnuður íslenskra femínista sem tyggur vitleysuna upp eftir ritdómara og bætir sínu í sarpinn.

Ég ætla ekki að gera lesendum mínum þann grikk að hafa eftir allt sem þar er sagt um mig og bókina mína, en þar má finna ummæli á borð við þau að ég sé „óþolandi birtingarmynd andlegrar auðnar nútímaþjóðfélagsins“ og annað í svipuðum dúr.


2) Síðastliðinn fimmtudag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hola, lovers eða Lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur var EKKI tilnefnd í flokki fræðirita.

Ég trúði satt að segja ekki eigin augum þegar ég sá fréttirnar. Það að bókin mín hafi verið sniðgengin með þessum hætti sýnir náttúrulega hversu víðtækt samsæri femínista gegn mér er í raun og veru. Ég hef VG líka grunuð um að nýta hvert tækifæri til þess að leggja stein í götu mína (því það vita allir að VG þolir ekki fallegar, kynþokkafullar og vinsælar konur, þannig að ég held það sé engin tilviljun að bók mín, þrátt fyrir að eiga verðlaunin mest skilið allra bóka sem út komu á árinu, sé sniðgengin af dómnefnd á sama tíma og fulltrúi VG sitji í mennta- og menningarmálaráðuneytinu), en þó hef ég ekki fengið neinar óyggjandi staðfestingar á þessum rökstuddu grunsemdum mínum, svo ég þori ekkert að fullyrða um það að svo stöddu. Látum nægja að það komi fram að ég sé lítt trúuð á tilviljanir.

En þrátt fyrir þessi ofangreindu boðaföll hef ég nú tekið gleði mína á ný, því mér bárust nýverið fregnir af því að Hola, lovers eða Lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur vermir nú hvorki meira né minna en fyrsta sætið á metsölulista Bókabúðar Máls og menningar!

Og þar, lesendur góðir, á hún svo sannarlega heima.

Tískubloggið sigrar að lokum.


xoxo
-h

5 comments:

 1. Ég gat ekki beðið eftir því að fá þessa bók í jólagjöf svo ég keypti mér hana. Þvílíkt sjokk þegar ég las að konur yfir kjörþyngd fengju engin ráð þar sem enginn karl liti við þeim. Ég lét þetta mér að kenningu verða, í stað þess að móðgast, og er nú í stífri megrun. Takk fyrir að breyta (bjarga) lífi mínu.

  ReplyDelete
 2. Þessi bók er sko ein af því fáa sem er á mínum lista fyrir jólin! Það verða mikil vonbrigði ef hún verður ekki í einhverjum pakkanum!

  ReplyDelete
 3. Kæra TB

  Ég er búin að vera í stífri megrum síðan í ágúst og meira að segja æla einu sinna á Thanksgiving því þú vaktir mig úr væru sykur- og fitudái.
  Ég en nú næstum hálfnuð og á bara eftir að léttast um 30 kíló, fara í ytri-kynfæra fegrunaraðgerð og æfa mig að veita zuccini hin fullkomnu munnmök áður en ég næ mér í draumamanninn.
  Þú átt þakkir skyldar og nú meira jólin sko koma fyrir mér. Megrunin heldur áfram og ég er búin að sannfæra mömmu um baka ekkert fyrir jólin og hafa fisk í matinn á Aðfangadagskvöld því annars komi ég ekki.
  Takk fyrir að bjarga mér.

  ReplyDelete
 4. Já ég veit að það eru alltaf innsláttarvillur í því sem ég skrifa en skítt með það karlmenn vilja ekki gáfaðar konur er það nokkuð.

  ReplyDelete
 5. http://www.thinkgeek.com/homeoffice/gear/eb72/?cpg=181P&link
  eftilvill kætir þetta þig eftir þessar stressandi fréttir.

  ReplyDelete