Tuesday, November 29, 2011

vandræði kvenna

Hola lovers,

Ég hef áður fjallað um samskiptavandræði kvenna hér á blogginu. Og enn halda rætnar konur áfram að vandræðast, einsog Vísir.is bendir á í umfjöllun sinni „Herman Caine aftur í kvennavandræðum“. En hann lenti nýverið í því að vandræðakona sakaði hann um að hafa haldið við sig í mörg ár, en fyrri kvennavandræðin sem fréttin vísar til er þegar hann lenti í því að „fjórar konur sökuðu hann um kynferðislega áreitni“.

Einsog fréttin gefur til kynna liggja vandræðin bersýnilega kvennanna megin, og þær ættu að líta í eigin barm. Ég meina, hvað vakir eiginlega fyrir þeim? Vita þær ekki að hann þarf að huga að frama sínum sem mögulegur forseti Bandaríkjanna?

xoxo
-h

1 comment:

  1. Gaaaad...stundum bara skammast maður sín fyrir að vera kona!

    ReplyDelete