Sunday, November 20, 2011

THE POWER OF MAKE UP! Fyrir og eftir myndir!

Hola lovers,

Orðið "útlitsdýrkun" er mikið notað í íslenskri tungu. Allir vita að það er smart að spá í útlitinu, enda geri ég það óspart. Ég hef gaman af því að líta vel út. Ég víla ekki fyrir mér að nota snyrtivörur og ég beiti öllum ráðum.

(Ég meina, það fæðist enginn með viðlíka fegurð og ég bý yfir. Þetta er svona 27% vinna, lovers. Haldiði að það sé einhver tilviljun að íslenskar konur séu þær fegurstu í heimi og að á Íslandi sé jafnframt að finna hæsta hlutfall öryrkja miðað við höfðatölu á öllum Norðurlöndum?)

Ég hef mikið fyrir því að líta út einsog ég geri. Ég veit samt að það hafa ekki allir genin í það, þannig að hingað til hef ég, af tillitssemi við ykkur, lesendur mína, einungis birt myndir af mér ómálaðri hérna á blogginu. En samkeppnin í bloggheimum hefur aukist, lífstílsbókin mín kemur í búðir í vikunni, og þessvegna sé ég mér ekki annað fært en að birta loksins myndir af sjálfri mér með andlitsmálningu.

Ykkur til glöggvunar birti ég samt bæði FYRIR og EFTIR myndir, svo þið sjáið með eigin augum hversu miklu munar í stimamýkt, líkamsfegurð, útgeislun og kynþokka*.

FYRIR MAKE UP


EFTIR MAKE UP


Aaahhh aðeins betra!


*Ráðleggingar um það hvernig má hámarka útlitsgæði má finna í lífstílsbók Tískubloggsins sem kemur í búðir í vikunni. Ekki örvænta, lovers. H er hér.

xoxo
-h

2 comments: