Hola lovers,
Mér finnst réttast að láta ykkur vita af því að annað kvöld, á sjálfri Þorláksmessu, mun ég halda mína eigin messu á Trúnó, Laugavegi 22, 101 Reykjavík.
Þar mun ég lesa upp úr bók minni og messa yfir lýðnum.
Fleiri skemmtiatriði verða einnig í boði, en ekkert þeirra mun jafnast á við mig.
Mæting kl. 21:00.
Sjáumst þar.
xoxo
-h
Thursday, December 22, 2011
Wednesday, December 21, 2011
að gefnu tilefni II
Hola lovers,
Að gefnu tilefni vil ég minna ykkur á bókina mína Hola, lovers eða Lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur. Hún er gagngert skrifuð til þess að koma íslensku kvenþjóðinni til bjargar, en til að ná því markmiði þarf hún fyrst að komast inn í hvern jólapakka sem síðan fer inn á hvert heimili.
Oft var þörf en nú er nauðsyn. Með samstilltu kaupátaki getum við breytt heiminum.
Gefum bjarta framtíð í jólagjöf – Gefum lífstílsbók Tískubloggsins.
Þið hafið enga afsökun.
Kaupið hana.
Í dag.
Núna.
xoxo
-h
Að gefnu tilefni vil ég minna ykkur á bókina mína Hola, lovers eða Lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur. Hún er gagngert skrifuð til þess að koma íslensku kvenþjóðinni til bjargar, en til að ná því markmiði þarf hún fyrst að komast inn í hvern jólapakka sem síðan fer inn á hvert heimili.
Oft var þörf en nú er nauðsyn. Með samstilltu kaupátaki getum við breytt heiminum.
Gefum bjarta framtíð í jólagjöf – Gefum lífstílsbók Tískubloggsins.
Þið hafið enga afsökun.
Kaupið hana.
Í dag.
Núna.
xoxo
-h
Tuesday, December 20, 2011
það sem þið misstuð af á jóladagatali Norræna hússins og ljúffeng Berjasæla Tískubloggsins
Hola lovers,
Tískubloggið kom fram á jóladagatali Norræna hússins í gær. Það var hátíðleg friðarstund þar sem við minntumst Hermanns, en í gær voru einmitt þrjú ár, tveir mánuðir og átta og hálfur dagur síðan hann dó. Að minningarstundinni lokinni leiðbeindi ég gestum Norræna hússins um viðeigandi klæðaburð um hátíðirnar. Þið sem misstuð af því fáið því aldrei að vita hvernig klæðaburður í jólaglögg með vinnunni er líklegastur til þess að leiða til kynlífs með yfirmanni og mögulegrar stöðuhækkunnar í kjölfarið og þið munuð heldur aldrei vita hversu mikilvægt tjull er á sjálfan aðfangadaginn.
Missir ykkar er mikill, einsog þið sjáið af myndinni hér að neðan.
Ég ráðlagði þeim sem hlýddu einnig um mikilvægi þess að vera mjór öllum stundum og kom aðeins inn á hvað er æskilegt að borða um hátíðirnar og hvaða fæðutegundir beri að varast á hátíð ljóss og friðar.
Fyrir ykkur sem skrópuðu læt ég nægja að koma með einfalda, holla, megrandi og þægilega uppskrift að eftirrétti sem ég geri öll jól.
Berjasæla Tískubloggsins
Innihald:
16 ferhyrndir ísmolar
Tveir lítrar af vatni
Eitt sólber
2 dl rauður matarlitur
1,5 dl aspartam
40 g kalk
200 g maísmjöl
Aðferð:
Sjóðið ísmolana í tveimur lítrum af vatni í að minnsta kosti 4 klst. Látið löginn svo standa í 40 mín. við opinn glugga. Setjið þvínæst sólberið út í og látið það liggja í leginum í tvær mínútur. Hellið leginum síðan í gegnum grisju og skiljið berið frá. Hendið síðan berinu.
Setjið matarlit og aspartam út í löginn og hrærið varlega rangsælis, þar til hann hefur samlagast vel. Bætið kalki og maísmjöli við og þeytið þar til blandan verður létt og ljós. Setjið hana síðan í fallegt form og geymið í ísskáp yfir nótt. Þið megið svo skreyta Berjasæluna með berjum ef ykkur lystir, en þið megið ekki borða þau.
Verði ykkur að góðu.
xoxo
-h
Tískubloggið kom fram á jóladagatali Norræna hússins í gær. Það var hátíðleg friðarstund þar sem við minntumst Hermanns, en í gær voru einmitt þrjú ár, tveir mánuðir og átta og hálfur dagur síðan hann dó. Að minningarstundinni lokinni leiðbeindi ég gestum Norræna hússins um viðeigandi klæðaburð um hátíðirnar. Þið sem misstuð af því fáið því aldrei að vita hvernig klæðaburður í jólaglögg með vinnunni er líklegastur til þess að leiða til kynlífs með yfirmanni og mögulegrar stöðuhækkunnar í kjölfarið og þið munuð heldur aldrei vita hversu mikilvægt tjull er á sjálfan aðfangadaginn.
Missir ykkar er mikill, einsog þið sjáið af myndinni hér að neðan.
Ég og áhorfendur mínir höfðum mínútu þögn til að minnast Hermanns. Um hálsinn ber ég linsuboxið sem geymir jarðneskar leifar hans. |
Fyrir ykkur sem skrópuðu læt ég nægja að koma með einfalda, holla, megrandi og þægilega uppskrift að eftirrétti sem ég geri öll jól.
Berjasæla Tískubloggsins
Innihald:
16 ferhyrndir ísmolar
Tveir lítrar af vatni
Eitt sólber
2 dl rauður matarlitur
1,5 dl aspartam
40 g kalk
200 g maísmjöl
Aðferð:
Sjóðið ísmolana í tveimur lítrum af vatni í að minnsta kosti 4 klst. Látið löginn svo standa í 40 mín. við opinn glugga. Setjið þvínæst sólberið út í og látið það liggja í leginum í tvær mínútur. Hellið leginum síðan í gegnum grisju og skiljið berið frá. Hendið síðan berinu.
Setjið matarlit og aspartam út í löginn og hrærið varlega rangsælis, þar til hann hefur samlagast vel. Bætið kalki og maísmjöli við og þeytið þar til blandan verður létt og ljós. Setjið hana síðan í fallegt form og geymið í ísskáp yfir nótt. Þið megið svo skreyta Berjasæluna með berjum ef ykkur lystir, en þið megið ekki borða þau.
Verði ykkur að góðu.
xoxo
-h
Tuesday, December 6, 2011
hversvegna ég fór í fýlu og hvernig ég tók gleði mína á ný
Hola lovers,
Sorrí að ég hafi ekkert póstað lengi, en ég er búin að vera í fýlu. Það eru tvær ástæður fyrir því:
1) Einhver helvítis femínisti skrifaði dóm um lífstílsbókina mína. Hann var ljótur og ógeðslegur. Ég átti auðvitað von á því að bókin félli í grýttan jarðveg hjá kvenrembum (því sannleikanum verður hver sárreiðastur), en ég átti satt að segja ekki von á því að viðbrögðin yrðu jafn öfgakennd og raun ber vitni. Þessi svokallaði ritdómari segir útgáfu bókarinnar vera „algjört hneyksli“ og bókin sé „stútfull af allskonar óþverra“. Annað í bókinni kallar hún „algjört kjaftæði“. Í kommentakerfið þyrpist síðan öfgafullur og pólitískt réttþenkjandi sértrúarsöfnuður íslenskra femínista sem tyggur vitleysuna upp eftir ritdómara og bætir sínu í sarpinn.
Ég ætla ekki að gera lesendum mínum þann grikk að hafa eftir allt sem þar er sagt um mig og bókina mína, en þar má finna ummæli á borð við þau að ég sé „óþolandi birtingarmynd andlegrar auðnar nútímaþjóðfélagsins“ og annað í svipuðum dúr.
2) Síðastliðinn fimmtudag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hola, lovers eða Lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur var EKKI tilnefnd í flokki fræðirita.
Ég trúði satt að segja ekki eigin augum þegar ég sá fréttirnar. Það að bókin mín hafi verið sniðgengin með þessum hætti sýnir náttúrulega hversu víðtækt samsæri femínista gegn mér er í raun og veru. Ég hef VG líka grunuð um að nýta hvert tækifæri til þess að leggja stein í götu mína (því það vita allir að VG þolir ekki fallegar, kynþokkafullar og vinsælar konur, þannig að ég held það sé engin tilviljun að bók mín, þrátt fyrir að eiga verðlaunin mest skilið allra bóka sem út komu á árinu, sé sniðgengin af dómnefnd á sama tíma og fulltrúi VG sitji í mennta- og menningarmálaráðuneytinu), en þó hef ég ekki fengið neinar óyggjandi staðfestingar á þessum rökstuddu grunsemdum mínum, svo ég þori ekkert að fullyrða um það að svo stöddu. Látum nægja að það komi fram að ég sé lítt trúuð á tilviljanir.
En þrátt fyrir þessi ofangreindu boðaföll hef ég nú tekið gleði mína á ný, því mér bárust nýverið fregnir af því að Hola, lovers eða Lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur vermir nú hvorki meira né minna en fyrsta sætið á metsölulista Bókabúðar Máls og menningar!
Og þar, lesendur góðir, á hún svo sannarlega heima.
Tískubloggið sigrar að lokum.
xoxo
-h
Sorrí að ég hafi ekkert póstað lengi, en ég er búin að vera í fýlu. Það eru tvær ástæður fyrir því:
1) Einhver helvítis femínisti skrifaði dóm um lífstílsbókina mína. Hann var ljótur og ógeðslegur. Ég átti auðvitað von á því að bókin félli í grýttan jarðveg hjá kvenrembum (því sannleikanum verður hver sárreiðastur), en ég átti satt að segja ekki von á því að viðbrögðin yrðu jafn öfgakennd og raun ber vitni. Þessi svokallaði ritdómari segir útgáfu bókarinnar vera „algjört hneyksli“ og bókin sé „stútfull af allskonar óþverra“. Annað í bókinni kallar hún „algjört kjaftæði“. Í kommentakerfið þyrpist síðan öfgafullur og pólitískt réttþenkjandi sértrúarsöfnuður íslenskra femínista sem tyggur vitleysuna upp eftir ritdómara og bætir sínu í sarpinn.
Ég ætla ekki að gera lesendum mínum þann grikk að hafa eftir allt sem þar er sagt um mig og bókina mína, en þar má finna ummæli á borð við þau að ég sé „óþolandi birtingarmynd andlegrar auðnar nútímaþjóðfélagsins“ og annað í svipuðum dúr.
2) Síðastliðinn fimmtudag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hola, lovers eða Lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur var EKKI tilnefnd í flokki fræðirita.
Ég trúði satt að segja ekki eigin augum þegar ég sá fréttirnar. Það að bókin mín hafi verið sniðgengin með þessum hætti sýnir náttúrulega hversu víðtækt samsæri femínista gegn mér er í raun og veru. Ég hef VG líka grunuð um að nýta hvert tækifæri til þess að leggja stein í götu mína (því það vita allir að VG þolir ekki fallegar, kynþokkafullar og vinsælar konur, þannig að ég held það sé engin tilviljun að bók mín, þrátt fyrir að eiga verðlaunin mest skilið allra bóka sem út komu á árinu, sé sniðgengin af dómnefnd á sama tíma og fulltrúi VG sitji í mennta- og menningarmálaráðuneytinu), en þó hef ég ekki fengið neinar óyggjandi staðfestingar á þessum rökstuddu grunsemdum mínum, svo ég þori ekkert að fullyrða um það að svo stöddu. Látum nægja að það komi fram að ég sé lítt trúuð á tilviljanir.
En þrátt fyrir þessi ofangreindu boðaföll hef ég nú tekið gleði mína á ný, því mér bárust nýverið fregnir af því að Hola, lovers eða Lífstíls- og megrunarbók Tískubloggsins eða Hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur vermir nú hvorki meira né minna en fyrsta sætið á metsölulista Bókabúðar Máls og menningar!
Og þar, lesendur góðir, á hún svo sannarlega heima.
Tískubloggið sigrar að lokum.
xoxo
-h
Subscribe to:
Posts (Atom)