Thursday, April 14, 2011

söfnunarátak Tískubloggsins

Hola lovers,

Einsog þið vitið öll (eða ættuð að vita (og skammist ykkar ef þið vissuð það ekki)) þá er ég með aðdáendasíðu á Facebook. Í þessum rituðu orðum þá á Tískubloggið nákvæmlega 840 aðdáendur, sem er fyrir neðan allar hellur.


Ég hef velt þessum skorti á aðdáendum mikið fyrir mér og mér er fyrirmunað að skilja hversvegna ég á ekki að minnsta kosti 1.000. Þessvegna ákvað ég, í samstarfi við styrktaraðila síðunnar, að hrinda af stað söfnunarátaki þarsem þið, aðdáendur mínir, safnið fyrir mig fleiri aðdáendum. Og hvað fáið þið í staðinn? Jú, einn hepinn aðdáandi fær að launum heimsendan beikonglaðning og pakka af gæludýrafóðri (ath. að sendingargjald er ekki innifalið og það mun aðdáandinn þurfa að greiða úr eigin vasa).

Það eina sem þið þurfið að gera er að gerast aðdáendur síðunnar (ef þið eruð það ekki þegar), skrifa eitthvað fallegt um Tískubloggið á vegginn og deila síðunni með öllum óvinum ykkar. Einn heppinn aðdáandi verður svo dreginn út og hlýtur ofangreind verðlaun!

Þannig að, allir að klikka hér! Einn tveir og þrjú!

En það fylgja margvíslegir kostir því að vera aðdáendur Tískubloggsins á Facebook. Þið fáið ekki einungis öll heilræðin sem hér eru rituð beint í Facebook-feedið ykkar, heldur má þar oft finna skemmtilegheit og ýmiskonar fróðleik sem ekki ratar hér inn á síðuna. Og ekki síst þá gefst ykkur einstakt tækifæri til að vera þátttakendur í spennandi samfélagi fallegra frumkvöðla sem láta sig málin varða.

Ég tek mér það bessaleyfi að birta hér brot úr óútkominni lífstílsbók minni að forleggjurunum forspurðum, en það er brot úr kaflanum Hegðun, hugsun og framkoma, þarsem sérstakleg er fjallað um Facebook-aðdáendasíður:

Facebook

Það eru bara amatörar sem stofna sér prófílsíðu á Facebook. Rétta leiðin er að stofna sér aðdáendasíðu. Aðdáendasíðan slítur kommúnistafjötrana sem Facebook reynir í sífellu að hneppa notendur í með því að láta fólk vera „vini“. Þetta falska vinahugtak býr þannig til tálsýnina um að öll samskipti þar séu á jafningjagrundvelli, á meðan aðdáaendasíða endurspeglar hinn raunverulega valdastrúktúr. Þar er ég einráð og ræði við aðdáendur mína um helsta áhugamál okkar allra; Mig sjálfa.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment