Monday, May 9, 2011

kynslóðabil, konur og gullhamrar

Hola lovers,

Ég vil taka hjartanlega undir með Snorra Bjarnvini, en í nýlegri grein þá syrgir hann ákaft þá tíma þegar það þótti sjálfsagt og eðlilegt að karlmenn slægju konum líkamlega gullhamra með því að þukla á þeim líkamsparti þeirra sem vakti sérlega aðdáun þeirra þá stundina.

Þetta var, einsog Snorri segir, áður en konur breyttu mönnum í konur og menn fengu enn að vera menn.

Það er í raun með ólíkindum að það hafi ekki fleiri en Snorri veitt þessari þróun einhverja andspyrnu. Það er einnig ótrúlegt hvernig samfélag okkar hefur flotið sofandi að feigðarósi. En ég tel að það sé orðið of seint að snúa þessari þróun við úr þessu og því stöndum við nú skyndilega frammi fyrir þeirri staðreynd að menn eru flestir orðnir að konum og munum brátt tilheyra heilum kynstofni kvenna.

Faðir Snorra er af þeirri kynslóð þegar menn voru ennþá menn. Snorri er af kynslóð karla sem kvenfólk hefur breytt í konur.

Og ef hann er samkvæmur sjálfum sér þá treysti ég því að honum muni því líka þeir gullhamrar sem honum verða slegnir á afturendann í framtíðinni af kynslóð föður síns.

xoxo
-h

Þessir hamrar eru ekki gylltir.

No comments:

Post a Comment