Tuesday, May 31, 2011

litið um öxl/opið bréf til framleiðenda og sjónvarpsstöðvaeigenda*

Hola lovers,

Þið trúið því kannski ekki, en eftir tæpa tvo mánuði verður liðið ár síðan ég stofnaði Tískubloggið.

Ég setti mér nokkur hógvær markmið í upphafi, og ég get með stolti sagt að ég hafi náð flestum þeirra.

Þau voru:
  1. Verða besta tískublogg á Íslandi.
  2. Taka sæti á stjórnlagaþingi og koma koma tísku inn í íslenska stjórnarskrá.
  3. Verða besta megrunar- og lífstílssíða á vesturhveli jarðar.
  4. Verða ritstjóri eins af stærstu vefmiðlum á Íslandi.
  5. Fá ógeðslega mikið af auglýsingatekjum af síðunni og verða rík.
  6. Fá Pjattrófu til að viðurkenna yfirburði mína.
  7. Fá útgáfusamning.
  8. Fá boð á hundatískusýningar í New York.
  9. Fá senda kórónu frá SÍT (Sambandi íslenskra tískubloggara).
  10. Verða mér úti um styrktaraðila á síðunni og fá sent ókeypis gæludýrafóður.
  11. Eignast 1.000 aðdáendur á Facebook.
  12. Verða vinsælasta íslenska heimasíðan.
  13. Verða sameiningartákn allra íslenskra kvenna.
  14. Fá minn eigin sjónvarpsþátt.
  15. Eignast flott lógó.
  16. Skilgreina óendanleika á mannamáli, fyrst allra.
  17. Miðla af viskubrunni mínum.
  18. Koma kvenþjóðinni til bjargar.
Eins og þið sjáið hafa flest þeirra ræst.

Því miður er orðið um seinan að ná kjöri á stjórnlagaþing, en markmiðið að ná 1.000 aðdáendum á Facebook er innan seilingar og raunar mjög raunhæft að ég nái því fyrir júlí. Mig vantar bara 60 aðdáendur til að ná uppí þúsund og þið sem eruð ekki orðin aðdáendur skuluð skammast ykkar og ýta síðan hér og bæta snarlega úr því (og þá fyrirgef ég ykkur þetta kannski). Einnig er ég afar vongóð um að vera boðið á hundatískusýningu bráðlega og hef verið í sambandi við þónokkra áhrifamikla aðila í þeim geira undanfarna mánuði og nokkrir af þessum aðilum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa hjá mér auglýsingar fyrir afar háar fjárhæðir.

Eftir stendur einungis eitt markmið: Að fá minn eigin sjónvarpsþátt.

Það er hreint út sagt til skammar að framleiðendur og sjónvarpsstöðvar hafi ekki ennþá séð sóma sinn í því að hafa samband við mig og bjóða mér frjálsar hendur, ótakmarkað fjármagn og besta sýningartímann. Ég stend nær ráðþrota gagnvart þessu vandamáli og sé sannast sagna ekki annað í stöðunni en að skrifa þeim opið bréf og birta hér á síðunni.


OPIÐ BRÉF TÍSKUBLOGGSINS TIL FRAMLEIÐENDA OG SJÓNVARPSSTÖÐVAEIGENDA.

Kæru framleiðendur og sjónvarpsstöðvaeigendur,

Hvað haldið þið eiginlega að þið séuð? Vitið þið ekki hver ég er? Vitið þið ekki af hverju þið eruð að missa? Viljið þið ekki vera með hágæðasjónvarpsefni á besta tíma á sjónvarpsstöðvum ykkar? Viljið þið ekki velja íslenskt?

Nú hafið þið haft u.þ.b. tíu mánuði til að hafa samband við mig.

En hafið þið látið í ykkur heyra? Nei.

Hafið þið haft samband? Nei.
Hafið þið hringt í mig? Nei.

Hafið þið sent mér póst? Nei.

Hafið þið kommentað á bloggið? Nei.
Hafið þið pókað mig á Facebook? Nei.
Eruð þið aðdáendur mínir á Facebook? Nei.

Hafið þið viðskiptavit? Nei.
Gætuð þið ekki séð sóma ykkar í því að bjóða mér að minnsta kosti að vera með minn eigin þátt á mbl.is sjónvarpinu?

Netfangið mitt er tiskublogg@gmail.com.

Þið hafið þangað til kl. 16.40 þann 25. júlí 2011.
Fyrstur kemur, fyrstur fær, asshóls.
xoxo
-h
 
 *Þetta er fyrsta færslan á Tískublogginu sem inniheldur ekki neinar myndir. Það er með vilja gert, svo bara gáfað fólk lesi hana.

3 comments: