Ert þú orðin þreytt á því að vera þreytt í fótunum? Ert þú orðin þreytt á því að geta ekki gengið í svona fabjúlös skóm sökum sársauka?
Ég líka.
Sem betur fer hefur fundist lausn á þessu leiðindamáli. Lýtalæknar hafa loksins tekið við sér og eru farnir að bjóða konum þá sjálfsögðu þjónustu að skera af þeim tær og önnur óþarfa smábein, gegn vægu og sanngjörnu gjaldi. Það er meira að segja hægt að fara í fitusog og láta svo sprauta henni í annaðhvort hæl eða táberg. Jeij endurvinnsla!
Nokkur dæmi um fótsnyrtingarmöguleika.
Eiginlega skil ég ekki hversvegna engum hefur dottið þetta í hug fyrr. Því fyrst að fæturnir passa ekki í skóna, þá þarf greinilega að gera eitthvað í málunum. Og það er ekki einsog þetta sé ný hugmynd. Systur hennar Öskubusku fengu svipaða hugdettu og svo eru Kínverjar náttúrulega búnir að stunda fótsnyrtingar frá örófi alda.
Annars skil ég ekki afhverju kínverskar konur eru hættar að reyra á sér fæturna. Skórnir voru svo gjöööðveikir:
Tískan fer í hringi. Beauty is pain - Deal with it.
xoxo
-h
omg hvað þessir kínversku skór eru samt geðveikir!!! vildi samt að þeir væru með hælum...
ReplyDelete