Sunday, July 25, 2010

Gestapóstur #1 - Þunnudagsátfitt

Tískubloggið kynnir hérmeð nýjustu nýjungina til leiks, gestapóstinn. Gesturinn er að þessu sinni þunnur, og fær því jafnframt þann heiður að vera með fyrsta þynnkufatainnleggið.

Gesturinn er líka fyrsti lesandinn sem sendir síðunni aðdáendabréf, og er það hér meðfylgjandi að neðan, ásamt nánari lýsingu á þunnudagsátfittinu.









Hæ, hæ h!


Ég var rosalega ánægð með framlag þitt til tískumenningar landsins og bíð spennt eftir næsta bloggi. Ég vona innilega að þú verðir atvinnulaus í haust, þá er meira gaman að lesa fyrir okkur. Ég setti annars saman þunnudagsoutfit og ég vona að þér líki það vel!

Þunnudagsátfitt:


Bolur: Bleikur með kindum á, keyptur í Hagkaupum. Fjölmargir svartir sauðirnir minna mig á fólk gærkvöldsins. Ógyrtur bolurinn skal koma undan peysunni sem er í sama lit og buxurnar.


Peysa: Svört, merkt gamla menntaskólanum til að minna á einfaldari tíma.


Buxur: Svartar, keyptar í lélegu búðinni sem kom til Íslands í staðinn fyrir H&M. Ellos held ég að hún heiti.


Sokkar: Engir, nema að fara eigi út. Þá má klæðast gömlum bleikum sokkum sem hafa misst mest allan lit. Sokkarnir eiga að koma í veg fyrir táfýlu í skóm en þeir eru alls engin skylda.


Fylgihlutir: Óhrein sængurföt og fartölva EÐA iPod og sólgleraugu.

Einnig fylgihlutamöguleikar: Dökk sólgleraugu, verkjalyf, banani, morguninn-eftir pilla, coca cola og/eða afréttari.


Hár skal vera ógreitt og óþvegið, ekkert má setja í það nema hliðartagl, ef vill.


Andlit má ekki vera málað, en þó eru gerðar undantekningar ef farðinn er frá kvöldinu áður, og svipur skal alltaf segja til um líðan.

Ástarkveðjur frá St3rz :*



Fyrir aðra lesendur sem vilja senda inn aðdáendabréf eða taka þátt í gestapóstinum er bent að hafa samband á tiskublogg@gmail.com


xoxo
-h

No comments:

Post a Comment