Monday, July 26, 2010

uppáhalds

Einn uppáhalds tískubloggarinn minn heitir Daisy. Hún er með mjög kvenlegan fatasmekk, en er engu að síður óhrædd við að prófa nýja hluti og ögra viðteknum tískuvenjum.

Hún er hrifnust af kjólum í klassísku sniði og bleikur er uppáhaldsliturinn hennar. Hún elskar tjull, slaufur, hatta og sterka liti, og hún er líka mikið fyrir þægilega boli og peysur með hettum (kannski til að fela eyrun, þarsem þau eru svolítið stór...?).

Ég læt nokkrar myndir fylgja með. Þær segja meira en þúsund orð.

Fabjúlus tennisátfitt.

Ég hefði sko ekkert á móti því að eiga þennan kjól! Ónei!

Retró og töff. Er að elska þennan hatt ;)

Töffari.

Gordjössness!

Lítil mjaltamey.

Fierce!

Mæli með blogginu hennar!

kosskoss
-h

1 comment:

  1. aaaaahohohohoahahahaha þú ert svo fyndin Hildur!

    ReplyDelete