Thursday, June 2, 2011

skref í rétta átt / uppstillingadagur

Hola lovers,

Einsog þið munið kannski þá krafðist ég þess í síðustu færslu að framleiðendur sæju sóma sinn í því að bjóða mér að vera með minn eigin sjónvarpsþátt. Og hvað haldiði að mér hafi borist í póstinum í gær?

Smellið til að stækka.
Slóðin í póstinum leiðir mann á þessa síðu hérna og síðan þessa hérna.

Því miður virðist þetta vera eitthvað dularfullt indí-batterí og alls ekki það sem ég var að leita að (sem voru frjálsar hendur, ótakmarkað fjármagn og besti sýningartíminn á sjónvarpsstöð) en ég kýs að túlka þetta sem merki um að bransafólk sé ef til vill að taka við sér og tækifæri mitt leynist handan við hornið.

Annars er uppstillingadagur í dag, og í tilefni af því datt mér í hug að deila með ykkur myndum af nokkrum vel völdum uppstillingum.

Njótið.








xoxo
-h

No comments:

Post a Comment