Monday, June 13, 2011

átfitt dagsins + aðsent átfitt frá aðdáanda Tískubloggsins

Hola lovers,

Hér kemur átfitt dagsins og það er mér einnig sönn ánægja að birta um leið aðsendar átfittmyndir frá eldheitum aðdáanda Tískubloggsins.

En byrjum á mér.


Bolur: Af kærasta.

Leggings: Kúkabrúnar.

Sokkar: Samstæðir.

Hár: Óþvegið.

Og vindum okkur þvínæst í átfittmyndirnar frá aðdáanda Tískubloggsins.
Úlpa: Erfðagripur sem hefur verið innan fjölskyldunnar í árafjöld.

Flugnanet: Útilíf.

Sixpensari: Gefins.

Leggings: Keyptar á útsölu.

Skór: Af kærasta.


Ég hvet aðra lesendur eindregið til að fylgja fordæminu og senda inn eigin átfittmyndir. Því þetta er ekki bara bloggsíða, heldur tískusamfélag meðvitaðra einstaklinga.

xoxo
-h

2 comments:

  1. Þetta er svo sannarlega inspirerandi. Ætli flugnanetið sé það sem koma skal?? Ég er allaveg farin í Útilíf!

    ReplyDelete
  2. ég held að úlpan sé voða hlý.

    kv,
    Sigrún

    ReplyDelete