Sunday, June 26, 2011

daily bobsession! o.fl.

Hola lovers,

Einsog þið munið kannski þá var eitt af þeim hógværu markmiðum sem ég setti mér í upphafi að eignast a.m.k. 1.000 aðdáendur á Facebook á fyrsta ári Tískubloggsins. Og það er því sannarlega kominn tími til að tilkynna ykkur (og þó fyrr hefði verið) að Tískubloggið á nú loks hvorki meira né minna en 1.049 aðdáendur á Facebook.

Ég verð þó að játa að þið hafið valdið mér þónokkrum vonbrigðum, lovers, því Tískubloggið verður eins árs í næsta mánuði svo þið létuð mig næstum renna út á tíma með þetta.

En ég fyrirgef ykkur að sinni og treysti því að þið munið leggja meiri metnað í aðdáun ykkar á mér á öðru starfsári Tískubloggsins.

Og nú er komið að liðnum sem allir hafa beðið eftir með öndina í hálsinum; daily bobsession!

Sideshow Bob

P.s. framleiðendur ég er ekki búin að gleyma ykkur.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment