Thursday, March 24, 2011

Tískubloggið kynnir nýja nýjung; FOLA VIKUNNAR

Hola lovers,

Einn einlægasti aðdáandi Tískubloggsins benti nýverið á að á Tískubloggið vantaði sárlega liðinn "Fola vikunnar". Í kjölfar ábendingarinnar hélt ritstjórn Tískubloggsins krísufund, og komst að lokum, eftir miklar vangaveltur, að þeirri niðurstöðu að ábendandi hefði rétt fyrir sér; Tískubloggið þyrfti svo sannarlega að brydda uppá þessari nýjung.

Það er því með miklu stolti sem ég kynni ykkur nýjan lið, FOLA VIKUNNAR.

Foli vikunnar að þessu sinni er heitari en heitt. Hann heitir Alexander Pan, og áhugamál hans eru m.a. sólarolía með kókosbragði, langar gönguferðir við strandlengjuna þarsem hann getur látið goluna gæla við hárið á sér og síðan gengið áhyggjulaus að flæðarmálinu, virt fyrir sér mánann og látið sjóinn sleikja á sér tærnar, spunaspil og H.P. Lovecraft.Og sorrí dömur, en hann er ekki á lausu.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment