Sunday, December 26, 2010

átfitt dagsins, flutningar og kennitöluflakk

Hola lovers,

Hér kemur átfitt dagsins. Þetta verður síðasta átfittið úr núverandi húsnæði Tískubloggsins, því ritstjórnin hefur ákveðið að flytja sig um set. Frá og með næstu viku verða höfuðstöðvar Tískubloggsins því fluttar, og það gæti orðið einhver bið á átfittpóstum þartil ritstjórn hefur komið sér fyrir, og einnig er alls óvíst hvernig aðstæður til átfittmynda verða á nýjum og betri stað.

Það er ef til vill réttast að árétta að einhverjir hnökrar kunna að verða á flutningi tengingar við alnetið, og því skuluð þið ekki láta ykkur bregða mikið ef að það verður lítið um að vera á síðunni það sem lifir af þessu ári og fyrstu dagana á því nýja.

En ekki örvænta, aðdáendur góðir. Flestar breytingar eru til góðs, og það er gott að hrista uppí hlutunum af og til. Því hefur Tískubloggið ákveðið að nýta tækifærið og skipta um kennitölu um leið og húsnæði, enda er kennitöluflakk mjög í tísku þessa dagana.

En hér koma síðustu átfittmyndirnar í bili. Þið skuluð reyna að hunsa kassana og draslið sem óhjákvæmilega fylgir öllum flutningum.Bolur: Keyptur í Bangkok.

Buxur: Keyptar á útsölu.

Sokkar: Jólagjöf frá tengdamóður.

Köttur: Á iði.

xoxo
-h

2 comments:

  1. Hér kemur jólaglaðningur:
    http://25.media.tumblr.com/tumblr_le1qot1XvW1qzpwi0o1_500.jpg
    INFINITE BACON.

    ReplyDelete
  2. TAKK! og gleðileg jól til þín, sömuleiðis!

    ReplyDelete