Sunday, December 5, 2010

átfitt dagsins

Hola lovers,

Þessi rándýra hágæðamyndavél sem ég splæsti í fyrir bloggið er held ég eitthvað farin að klikka. Nema þetta sé skammdegið?
Eníveis, ég biðst afsökunar á lélegum myndgæðum, og mér þykir miður að mikilfengleiki átfittsins skili sér kannski ekki alveg nógu vel á veraldarvefinn. Þið verðið bara að leyfa ímyndunaraflinu að fylla í eyðurnar á meðan ég reyni að fá styrktaraðila síðunnar til að kaupa nýja handa mér.Peysa: Af kærasta. Mögulega merkjavara.

Buxur: Keyptar á útsölu.

Sokkar: Sömu og í gær.

Hár: Óþvegið. Það er ekki í tísku að nota sjampó.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment