Monday, December 20, 2010

Tískubloggið kíkir í skápinn hjá xxxxxxxxx xxxxxxxxxxx

Hola lovers,

Þið munið eflaust öll eftir því þegar ég fékk að kíkja í skápinn hjá kynlífsbloggaranum og stórstjörnunni Fanneyju Mango. Það tókst með endemum vel og því ákvað ég að endurtaka leikinn og fékk að kíkja í skápinn hjá landsþekktum manni, honum  xxxxxxxxx xxxxxxxxxxx (en hann kaus að halda nafni sínu leyndu, í ljósi atburða þeirra sem hér á eftir fara).

Svona lítur týpískur hommi út skv. google.
Ég fór heim til hans vopnuð myndavél, tilbúin til að taka myndir af fallegum flíkum, bindum, sokkum, ermahnöppum og öðru skarti. En sú varð nú aldeilis ekki raunin, því hvað haldiði að hafi leynst í skápnum lovers?

Hommi!

Mér brá að sjálfsögðu töluvert, og honum  xxxxxxxxx xxxxxxxxxxx líka, enda hefur hann löngum verið talinn álitlegur piparsveinn og verið bendlaður við ýmsar íðilfagrar konur í gegnum tíðina. Skápahomminn harðneitaði að koma útúr skápnum, og hann vildi eðli málsins samkvæmt heldur ekki sitja fyrir á mynd.

Ég myndagúgglaði því homma á útlensku og læt fyrstu myndina sem birtist fylgja hér með.

Svona getur lífið komið manni á óvart lovers.

Og þegar maður opnar skáp þá veit maður aldrei hvað inní honum kann að leynast.

xoxo
-h

2 comments:

  1. word up!
    hommar eru happy, brúnir og rakir - eiginlega eins og konur, nema þeir þurfa ekki að halda heimili og hafa því meiri tíma til að hugsa um sjálfa sig og samfarir!
    homma í alla skápa!

    ReplyDelete