Friday, April 29, 2011

inspirational kvót dagsins

Hola lovers,

Það eru svo mörg gullkorn í þessari grein að ég gat ekki valið bara eitt. Í staðinn valdi ég fjögur.

1.  „Við erum allar viðkvæmar og leitumst eftir karlmanni til þess að passa okkur“

2.  „Hvaða faðir sem er passar uppá dóttur sína eins og slípaðan demant, ekkert fær að rispa hann“

3. „Eitt er víst, að herramennska heillar konur og gefur karlmönnum auka sjarma sem hefur þau áhrif á okkur að það þarf að skúra gólfið á eftir okkur.“

4. „A gentleman is simply a patient wolf“

-Snædís Ragnarsdóttir, í greininni Hvað varð um herramennskuna.


Wednesday, April 27, 2011

mæður landsins

Hola lovers,

Var ég ekki löngu búin að segja ykkur að það sökkar að eignast börn? Ég þurfti a.m.k. ekki að hugsa mig um tvisvar þegar ég ákvað að fara í legnám.

Og nú kemur í ljós að mæður mega ekki einusinni drekka með formlegum hætti hérna á Íslandi.

Ég tek bara undir orð Þóru Sigurðardóttur, blaðakonu á Pressunni:

"Nú er bara að bíða eftir að vínið fáist í ÁTVR þannig að mæður geti formlega farið að fá sér í glas."

Því eitthvað verða þessir aumingjar að hafast við á milli þess sem þær skipta um kúkableyjur, setja í þvottavél og láta sig dreyma um fitusog á meðan maðurinn þeirra heldur framhjá þeim.

xoxo
-h

Það er ekkert helvítis mömmuvín á borðum á mínu heimili.

Monday, April 25, 2011

bjargvætturinn í gáttinni

Hola lovers,

Þið vitið ekki hvað það fyllir mig mikilli gleði, elsku konur, að fá að benda ykkur á eftirfarandi grein, og það á þessum degi, af öllum dögum!

Því sjá, ég boða ykkur mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því yður er í dag frelsari fæddur, sem heitir Ágúst Halldórsson og skrifar á Bleikt.is. Og að grein hans Flíspeysa = enginn karlmaður, skuli birtast nú á páskum, þegar Jesúm sjálfur fórnaði sér svo við syndararnir gætum óhikað gengið inní guðsríki, er sko alls engin tilviljun.

Flísefni: 100% pólýester - 100% óhamingja
Þið getið rétt ímyndað ykkur gleði mína, þegar ég rakst á greinina á Blogggáttinni, ýtti á linkinn, las og upp rann fyrir mér ljós: Hér er bjargvættur allra kvenna ljóslifandi kominn!

Líktog Jesúm hikaði ekki við að umgangast hórkvendi, holdsveikisjúklinga og farísea, teygir Ágúst fram ástúðlega arma sína til þeirrar allra fyrirlitlegustu í okkar þjóðfélagi; flíspeysuklæddu konunnar. Og í stað þess að dæma hana sýnir Ágúst ást og skilning þegar hann umvandar hana af ákveðni og festu og bendir henni föðurlega á villu síns vegar. Líktog Jesúm vissi forðum, þá veit hann að flíspeysuklædda konan vill í hjarta sínu vel, en sökum hirðuleysis, leti og sjálfsbirgingsháttar þá hefur hún syndgað gegn karlkyninu.
Og syndir flíspeysuklæddu konunnar eru margar:

  • Hún málar sig á föstudögum og laugardögum.
  • Hún vaknar á sunnudögum.
  • Hún skellir sér í íþróttabuxur og flíspeysu.
  • Hún lyftir upp hárinu í flýti og setur í teygju.
  • Hún klæðir sig jafnvel svona í vinnunni, komist hún upp með það.
  • Hún gerir sér ekki grein fyrir því að fegurðin er það fyrsta sem hún fær frá náttúrunni, en fegurðin er einnig það fyrsta náttúran tekur frá henni.
  • Hún giftist.
  • Hún bætir á sig.
  • Hún klæðir sig í íþróttagalla.
  • Hún hættir að sjá um sig líkamlega.
  • Hún klæðist Cintamani-peysu.
  • Hún klæðist bleikum náttbuxum.
  • Hún er með töff klippingu.
  • Hún undrast að maður hennar taki að sækja á önnur mið.

En afhverju telur Ágúst þessar syndir upp? Afhverju skrifar hann pistilinn? Afhverju leyfir hann syndurunum ekki að hírast flíspeysuklæddum og kokkáluðum í forarvilpru syndar sinnar?

Því Ágústi stendur ekki á sama. Hann vill "koma því á framfæri að það er ekkert samasem merki fyrir konu að þegar hún er annað hvort gift eða trúlofuð að þær megi bæta á sig, klæða sig í íþróttagalla og hætta að sjá um sig."

ÁSJÓNA SYNDARINNAR

Og Ágúst er maður orðsins. Hann hefur unun af því að hlýða á rökfimi og orðaskak jafningja, en hin flíspeysuklædda kona mun alltaf verða undir í rökræðum, og þarmeð svipta hann ánægjunni af því að hlýða á óratoríska snilld, því "kona sem hefur haft sig til hefur mikla yfirburði í samræðum við aðrar konur sem eru ekki eins glæsilegar til fara".

Og afhverju er hin flíspeysuklædda kona fyrirfram dæmd til þess að bera skarðan hlut frá borði í samræðum við kynsystur sínar? Því "ekkert [er] konum eðlislægra en að finna kvenlega veikleika annarra kynsystra sinna og níðast á þeim". Og Ágúst er ennfremur "þeirrar trúar að það sé ekki til grimmara dýr í heiminum en kona þegar hún ætlar að ná sínu fram, hvort svo sem það sé af hefndarhug, deilum eða einbeittum brotavilja".

Pistlinum lýkur Ágúst svo á örlítilli hugvekju, sem mér finnst réttast að deila með ykkur án nokkurra málalenginga af minni hálfu, til að tryggja að orð mín saurgi ekki þann kristaltæra sannleik sem niðurlag hans geymir.
Þessi flíspeysa getur verið þröskuldur þess hvort þú lifir hamingjusömu lífi með fjögurra manna fjölskyldu í Garðabænum eða leigir kjallaraíbúð í Breiðholtinu þar sem þú lifir þínu innihaldslausa lífi nema um helgar þegar þú dustar rykið af kynþokkanum og ferð á veiðar innan um sauðdrukkna einstaklinga.

Látið ekki flíspeysuna skemma líf ykkar.
Svo mörg voru þau orð.

Ég get ekki annað en sagt takk, Ágúst, bjargvættur minn. AMEN.

xoxo
-h

inspirational kvót dagsins

"Allir foreldrar ættu að eiga iPad"

-Margrét, úr greininni TÆKNI: Podkast í iPaddinn á Pjattrófusíðunni.

Sunday, April 24, 2011

inspirational kvót dagsins

"Þegar [bróðir minn] drekkur allt of mikið þá á hann það til að reyna að selja mig."

-Áslaug Sóllilja, úr greininni Að lenda í "cock blocki" af meðleigjanda sínum á Menn.is.

Saturday, April 23, 2011

átfitt dagsins



Bolur: Á röngunni. Keyptur í Kambódíu árið 2007.

Peysa: Keypt á útsölu á Bretlandseyjum.

Buxur: Af kærasta, girtar ofaní sokka.

Sokkar: Næstum því samstæðir.

xoxo
-h

Thursday, April 21, 2011

Biflía Tískubloggsins, eða hin nýuppgötvaða gullna regla ástarsambands á milli manns og konu

Hola lovers,

Ég er um þessar mundir að skrifa sambandskaflann* í lífstílsbók minni. (Og mér finnst notabene réttast að upplýsa ykkur um nýjan vinnutitil. Hann er ekki lengur Lífstíllinn: Megranir, tíska, Bob & beikon, heldur ákvað ég í samráði við útgefendur mína að vera ögn óræðari og mínímalískari (því það er í tísku) og núverandi vinnutitill er því einfaldlega Hola, lovers.)

Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að sambandskaflinn hafi beinlínis vafist fyrir mér, en flestir vita að sambönd eru flókin. En þau eru jafnframt lífsnauðsynleg öllum sem ætla að koma sér á framfæri og öðlast góða stöðu í lífinu.

Um þau gilda margar, flóknar og óskrifaðar reglur. Mér vitanlega hefur enginn reynt að festa þær niður á blað áður og því er ég sannarlega að vinna frumkvöðlaverk fyrir mannkynið einsog það leggur sig (að ógleymdum mannfræðingum framtíðarinnar (sem munu vafalaust þakka mér óeigingjarnt starf mitt og hafa nafn mitt í hávegum löngu eftir að daga mínir eru taldir (og ef ég verð heppin munu þeir jafnvel nefna gallabuxnategund í höfuðið á mér (einsog þeir gerðu fyrir annan (og síðri) mannfræðing)))) og raunar er það hin mesta hneisa að mér hafi ekki að fyrrabragði verið boðin ritlaun í síðustu úthlutun Launasjóðs íslenskra blogglistamanna.

En í sambandskaflanum fjalla ég einnig töluvert um ástarsambandið á milli manns og konu. Það er víðfemt efni og sannarlega af mörgu að taka. En þarsem ég er ekki að frumsemja efnið, heldur er ég, einsog ég nefndi hér að ofan, að rita niður áður óskrifaðar samfélagsreglur, þá vil ég síður líta á mig sem höfund þessa kafla. Hlutverk mitt er frekar í átt við loftnet sem fangar ósýnilegar bylgjur andrúmsloftsins (sem eru þrátt fyrir allt til staðar, þó þið auðnuleysingjarnir komið ekki auga á þær) og þýðir þær yfir í ómþýða tóna í útvarpstæki; yfir í eitthvað sem jafnvel almúgamaður eða -kona fær skilið.

Eiginlega mætti líta á kaflann sem Biflíuna sjálfa, og mig sem Móses (þó ég hefði aldrei klæðst svona ógeðslegum kufli ótilneydd), en hann fann einmitt steintöflurnar með guðs orði og færði þær niður af fjallinu, og til fólksins. Eða, svo ég noti aðra myndlíkingu (sem þið skiljið kannski betur); Ég er líktog hinn nafnlausi ritari sem festi guðs orð niður á bókfell, svo fólk gæti notið þess um aldir alda.

Það ætti því ekki að koma ykkur á óvart, lesendur kærir, að ég hafi komist að því að sambandskafli minn, líkt og Biflían sjálf, hverfist um eina setningu sem bæði súmmerar upp efni verksins í heild sinni en vísar jafnframt útfyrir sig um leið. Því Biflían, og jafnvel hið kristna siðferði einsog það leggur sig, kristallast í einni setningu; Gullnu reglunni, sjá nánar hér.

Í skrifum mínum hef ég nefnilega komist að því að sambandskafli lífstílsbókar minnar, og hið sambandslega ástarsiðferði á milli karls og konu, kristallast einnig í einni setningu**. Hún er:

Vertu undirgefin, annars verður þú yfirgefin.

xoxo
-h

*Sambandskaflinn er ætlaður konum til aflestrar. Karlmenn þurfa, eðli málsins samkvæmt, aldrei að sýna undirgefni.

**Konur, ekki halda að þessi setning nægi ykkur til að þóknast karlmanninum í lífi ykkar.
Til þess að tryggja farsælt ástarsamband við karlmann þurfið þið að kaupa bókina mína.

átfitt dagsins



Peysa: Keypt í Suðaustur-Asíu árið 2006.

Bolur: Af kærasta (sést ekki á mynd).

Leggó: Keyptar í lágvöruverslun á meginlandi Evrópu.

Nærsokkar: Nánast samstæðir (sjást ekki á mynd).

Utanyfirsokkar: Ósamstæðir. Báða fékk ég gefins. Annar er fjöldaframleiddur, hinn er handgerður. Annar er úr bómull og hinn er úr ull. Mér þykir jafnvænt um þá báða.

Hártoppur: Í hárspennu keyptri í Hagkaupum.

xoxo
-h

inspirational kvót dagsins

"[Konur] eru svo gleymnar á lykla og svoleiðis hluti þegar þær eru að mála sig fyrir djammið."

-Höfundur óþekktur, úr greininni Konur, konur, konur! á Menn.is.

Wednesday, April 20, 2011

Tuesday, April 19, 2011

ÞAÐ ER EKKI BANAL AÐ BIÐJA UM ANAL, eða: Hvernig ég lærði að slaka á og skilja að gat er gat er gat. - gestapóstur

Hola lovers,

Þarsem síðasti gestapóstur hans Pylz vakti svona mikla lukku þá hefur hann, eftir fjölmargar áskoranir lesenda, sent inn nýjan. Að þessu sinni tekur hann að sér að veita kvenkyns lesendum síðunnar sambandsráðleggingar um það hvernig á að þóknast karlmönnum.

Þannig að ef þið viljið ekki að mennirnir ykkar fari frá ykkur eða haldi framhjá, þá held ég að ykkur sé hollast að fylgja þeim. Því hér að neðan skrifar alvöru karlmaður og einsog þið vitið þá hafa alvöru karlmenn alltaf rétt fyrir sér.

xoxo
-h

***

Ef það er eitthvað sem stelpur telja heilagra en vinkonuna á sér þá er það afturendinn á þeim. No offence, en stundum held ég að konur hafi tekið þessa “my body is a temple” pælingu aðeins of langt.

Við karlmenn erum nú einu sinni þannig gerðir að við erum með meiri kynhvöt en konur. Okkur nægir ekki eitt gat á einni konu. Munnmök eru blessunarlega orðið frekar beisikk dæmi í dag, en því miður er ekki hægt að segja hið sama um endaþarmsmök. Og við karlmenn erum líka frábrugðnir konum að öðru leyti: Við erum landnemar. Við viljum sigra ný lönd, kanna þau til þaula og drottna yfir þeim. Þessa áhrifa má gæta víða: Karlmenn fundu Ameríku - Kristófer Kólumbus og Leifur heppni. Karlmenn urðu fyrstir á tunglið – Neil Armstrong og hinn gaurinn sem enginn man hvað heitir. Karlmaður sigraði heiminn – Rocky Balboa. Karlmaður uppgötvaði geislavirknina - John Radium. Hvort sem við erum að leita nýrra landa, finna upp frábæra hluti, byggja upp stórveldi eða banga chicks, þá erum við alltaf að sigra nýtt land og eigna okkur það.

Karlmaður fann Ameríku.

Karlmaður steig á tunglið.

Karlmaður sigraði heiminn.

Karlmaður uppgötvaði geislavirkni.
Hvers á karlmaðurinn að gjalda hér?

Það er því sorglegt að vita til þess að þarna úti séu konur sem neiti manni sínum um endaþarmsmök og þar af leiðandi rétti sínum sem karlmanni. Það er ekkert jafn grimmilegt og að neita sönnum karlmanni um að fullkanna yfirráðasvæði sitt! Viljið þið ekki alveg eins skera undan okkur og geyma gripinn í krukku á stofuborðinu?!? Innlitútlit sagði það nefnilega svo lækkert við hliðina á kristalsblómavasanum!!!!!
Þess vegna neyðast margir okkar út í framhjáhald eða til að slíta sambandinu, þó það sé kannski fínt að öðru leyti. Málið er að ef Guð er til þá er hann ekki galinn gæji, því hann hugsaði fyrir ofhlaðinni kynhvöt karla (og ef hann er plat þá er þetta ágætis frammistaða af hendi náttúruvalsins). Konur eru nefnilega með alveg þrjú göt og algjör synd að sóa einu þeirra. Í raun mætti kalla það crime against nature, eins og að neita höfrungi að synda um hafið eða ungum fola að hlaupa frjáls um.

Það sem þú, sem kona, verður að spyrja þig að er hversu mikið þú ert tilbúin að leggja á þig til að viðhalda sambandinu og forðast það að verða einmana piparjúnka sem enginn vill horfa á, hvað þá snerta. Hvað er svona hræðilegt við snöggan bakgarðssprett? Er það heimsendir?

Málið er að konur leggja á sig allskonar þjáningu „ástarinnar“ vegna, og ber þar næst að nefna barnsfæðingar. Ég meina, pælið í þessu í smástund: Konu finnst ekkert mál að rústa á sér stinnum maganum, fitna svo um munar, safna ógeðslegri appelsínuhúð (sem fer ekki sama hvað!) bara til þess að geta ungað út einu barni í veröld sem þarf að kljást við offjölgunarvanda á heimsvísu. Miðað við það, er þá of mikils mælst að þola nokkurra mínútna óþægindi (herramenn eru snöggir af ef konan kýs!) til að veita elskhuga þínum ánægju og bjarga sambandinu? Setjið þetta í samhengi gott fólk! Kræst!

Þess vegna skulið þið sýna manni ykkar skilning þegar hann biður þig um að kanna nýtt land í svefnherberginu. Víkkaðu sjóndeildarhringinn. Sjáðu hlutina í röklegu samhengi. Ég veit að það er erfitt fyrir þig, en þetta er engin ástæða til þess að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Og minnum okkur á að það er einmitt út af óþarfa tilfinningasemi sem konur voru ekki fyrstar á tunglið eða fyrstar til þess að uppgötva geislavirknina.

inspirational kvót dagsins

"VIL BARA BENDA YKKUR Á ÞAÐ AÐ ÉG ER EKKI ÞESSI RAUÐSOKKA SEM AÐ FINNST KARLMENN VERA EINTÓMIR AUMINGJAR!"

-Jóna Særún, í greininni Alvöru karlmenn á Bleikt.is.


xoxo
-h



Thursday, April 14, 2011

hvernig á að fá dömuna til að kyngja - gestapóstur

Ji, lovers, haldiði að Tískublogginu hafi ekki bara verið að berast þessi dásamlegi gestapóstur rétt í þessu.

Það er svo langt síðan hér hefur birst efni sem höfðar til karlkyns lesenda síðunnar þannig að ég ákvað bara að skella honum inn með det samme.

xoxo
-h

***

Sælir!

Pylzenegger heiti ég AKA Los Pylz de la Grande AKA Prullarinn AKA Stykki, Alpha-male og lífskúnster extraordinaire. Eftirfarandi grein var pöntuð af hinni afbragðsgóðu vefsíðu menn.is og birtist þar innan skamms, en ég vildi hafa frumbirtingu á bestu lífstílssíðu landsins; Tískublogginu.

HVERNIG Á AÐ FÁ DÖMUNA TIL AÐ KYNGJA

Allar konur elska sæði. Sumar þeirra vita það bara ekki enn. Kannski er það því þær eru hræddar við að smakka eða hafa einhverja óútskýranlega klígju þegar kemur að ástarvessum. Þetta er synd því ekkert er jafn óaðlaðandi og ÓÞOLANDI eins og þegar stelpan vill ekki fáða uppí sig eða framan í sig í hita leiksins. Það er næstum því jafn pirrandi og að þurfa að nota smokk. Sæði er ekki eitrað. Sæði er ekki hættulegt. Til hvers að standa í þessu ef það á ekki að gera þetta almennilega?! En ekki örvænta, því það er hægt að sannfæra hvaða konu sem er að þitt sæði sé æði með aðeins örfáum skrefum:


1. Segðu henni að sæði sé nærandi fyrir húðina
Allar stelpur eru útlitsdýrkendur og þar af leiðandi ógeðslegir sökkerar fyrir fegurðartrixum. Þetta ber að notfæra við hvaða tækifæri sem er, og þrá þín eftir almennilegu feisjali er einmitt vettvangurinn til þess.
Gott er að byrja á því að minnast kæruleysislega á að [aðlaðandi módel] eða [Hollywood celeb] hafi sagt í viðtali við Vogue eða á E-channel að hún nýtti hverja sæðisgusu sem andlitsáburð – og að það sé leyndardómurinn á bak við óaðfinnanlega húð hennar. Þegar hún spyr þig hvernig þú vitir það skaltu segja að þú hafir séð einhverja gellu læka bleikt.is grein á feisbúkk. BI-WINNING!

2. Laumaðu sæði í matinn hennar
Þetta gæti verið svoldið vesen því konan eldar undantekningarlaust. En von kemur í búningi óvinar alls sem gott er: Femínasistanum. Áhrif femínasisma gætir víða, og like it or not þá eru flestar konur sökkerar fyrir því þú reynir að hjálpa til í eldhúsinu. Þú verður að passa þig vel að hún fari ekki að treysta á að þú hjálpir reglulega til. Til að berjast á móti þeirri þróun er kjörið að brenna matinn við og við, viljandi eða óviljandi.
Það gengur ekki að rúnka sér beint í matinn nema þú sért leiftursnöggur að fáða, þar sem konan fer aldrei lengi frá eldavélinni. Þú verður líka að passa þig á að sprulla ekki í eitthvað sem þú gætir étið – því það væri fokking ógeðslega hommalegt. Mér hefur gefist vel að gjósa í salatdressinguna – því salat er fyrir konur og homma, eða safna í litla krukku eða brúsa og dreifa yfir diskinn hennar þegar hún sér ekki til. Ef þessi leið er farin er best að lauma þessu út í bústið hennar á morgnanna. Ef hún étur eitthvað annað en búst á morgnanna þá skaltu dömpa henni strax áður en hún fær appelsínuhúð og verður viðbjóðsleg. Þetta krefst ninjahæfileika en á móti kemur að árangurinn skilar sér næstum samstundis. Hún venst bragðinu og tengir það við ljúffengan mat.


3. Fáðu það „óvart“ uppí hana
Mjög beisikk en getur verið áhrifaríkt. Æfðu pókerfeisið (kemur sér vel á pókerkvöldum – BI-WINNING aftur!) og láttu ekki á sjá þó þú sért nálægt því að fá það. Lykilatriði er að gæta að öndun og andlitssvip. Þú mátt alls ekki virðast sem þér leiðist þetta eða þetta sé ekki gott (nema það sé raunin, en það er efni í allt aðra þjálfunargrein), því það virkar letjandi fyrir hana. Síðan, á einmitt réttu augnabliki þá BÚMM! læturðu gossa. Reynsla mín hefur sýnt að flestar konur láta sig bara hafaða og kyngja og komast þannig að því að þetta er ekkert hræðilegt. Aðrar taka upp einhverja klígjustæla en eftir annað eða þriðja skiptið sem þú „óvart“ sprullar upp í hana verður hún orðin vön því.

söfnunarátak Tískubloggsins

Hola lovers,

Einsog þið vitið öll (eða ættuð að vita (og skammist ykkar ef þið vissuð það ekki)) þá er ég með aðdáendasíðu á Facebook. Í þessum rituðu orðum þá á Tískubloggið nákvæmlega 840 aðdáendur, sem er fyrir neðan allar hellur.


Ég hef velt þessum skorti á aðdáendum mikið fyrir mér og mér er fyrirmunað að skilja hversvegna ég á ekki að minnsta kosti 1.000. Þessvegna ákvað ég, í samstarfi við styrktaraðila síðunnar, að hrinda af stað söfnunarátaki þarsem þið, aðdáendur mínir, safnið fyrir mig fleiri aðdáendum. Og hvað fáið þið í staðinn? Jú, einn hepinn aðdáandi fær að launum heimsendan beikonglaðning og pakka af gæludýrafóðri (ath. að sendingargjald er ekki innifalið og það mun aðdáandinn þurfa að greiða úr eigin vasa).

Það eina sem þið þurfið að gera er að gerast aðdáendur síðunnar (ef þið eruð það ekki þegar), skrifa eitthvað fallegt um Tískubloggið á vegginn og deila síðunni með öllum óvinum ykkar. Einn heppinn aðdáandi verður svo dreginn út og hlýtur ofangreind verðlaun!

Þannig að, allir að klikka hér! Einn tveir og þrjú!

En það fylgja margvíslegir kostir því að vera aðdáendur Tískubloggsins á Facebook. Þið fáið ekki einungis öll heilræðin sem hér eru rituð beint í Facebook-feedið ykkar, heldur má þar oft finna skemmtilegheit og ýmiskonar fróðleik sem ekki ratar hér inn á síðuna. Og ekki síst þá gefst ykkur einstakt tækifæri til að vera þátttakendur í spennandi samfélagi fallegra frumkvöðla sem láta sig málin varða.

Ég tek mér það bessaleyfi að birta hér brot úr óútkominni lífstílsbók minni að forleggjurunum forspurðum, en það er brot úr kaflanum Hegðun, hugsun og framkoma, þarsem sérstakleg er fjallað um Facebook-aðdáendasíður:

Facebook

Það eru bara amatörar sem stofna sér prófílsíðu á Facebook. Rétta leiðin er að stofna sér aðdáendasíðu. Aðdáendasíðan slítur kommúnistafjötrana sem Facebook reynir í sífellu að hneppa notendur í með því að láta fólk vera „vini“. Þetta falska vinahugtak býr þannig til tálsýnina um að öll samskipti þar séu á jafningjagrundvelli, á meðan aðdáaendasíða endurspeglar hinn raunverulega valdastrúktúr. Þar er ég einráð og ræði við aðdáendur mína um helsta áhugamál okkar allra; Mig sjálfa.

xoxo
-h

láttu strákinn sem þú ert að sofa hjá taka eftir þér

Hola lovers,

Eigið þið stundum erfitt með að fanga athygli þeirra sem þið eruð að stunda kynlíf með þá stundina?

Hér eru nokkur þjóðráð:


How To Get A Guy To Notice You While You're Having Sex With Him

xoxo
-h

Saturday, April 9, 2011

átfitt dagsins






Kjóll: Í viktoríönskum stíl.

Nærbuxur: Kloflausar (sjást ekki á mynd).

Sokkar: Engir.

Hár: Slegið.

Kettir: Margir.

xoxo
-h