Friday, August 13, 2010

post-op átfitt

Aðgerðin gekk vel.

Ég vigtaði mig að henni afstaðinni og ég var strax búin að léttast um heilt kíló, en hluti af því er samt ábyggilega blóðmissir, því læknirinn sagði að það hefði blætt töluvert á meðan á henni stóð. Ekki nóg til að fá blóðgjöf samt, þannig að þetta hlýtur allt að vera í lagi. Er samt búin að vera svolítið máttlaus og með svima síðan ég vaknaði, en það getur stafað af því að ég þurfti að fasta í gær fyrir svæfinguna og er búin að æla tvisvar í dag. Þannig að allt gengur samkvæmt áætlun og ég er mjög ánægð með útkomuna.

Er bara búin að taka því rólega í dag í þessum fötum:

Bolur: Keyptur.

Buxur: Of síðar flónelsnáttbuxur sem tengdó gaf mér. Það rífur í saumana að beygja sig niður svo ég hef ekki getað girt þær ofaní sokkana.

Grisja: Frá lækninum.

Sokkar: H&M.

xoxo
-h

7 comments:

 1. OH MY GOD fórstu í alvörunni í legnám hvað er eigilega að þér?????

  ReplyDelete
 2. Já. Og það er ekkert að mér, bara svolítið eftir mig eftir uppskurðinn, takk fyrir að spyrja :)

  ReplyDelete
 3. þú ert mikið að grínnast á þessari síðu og ég ætla rétt að vona að þetta sé grín annars ertu ógeðslega hræðinleg manneskja!!!!!! kannski bara gott að þú eigist ekki börn ef þú gerir svona í alvöru!!!!!!!

  ReplyDelete
 4. Afhverju er ég hræðileg manneskja? Mig langaði bara að minnka mittismálið og léttast um nokkur kíló. Hefur þú aldrei farið í megrun?

  Og ég ætla að eignast börn einhverntímann í framtíðinni. Ætla að ættleiða a.m.k. fimm frá einhverju mjög fátæku landi.

  Ég held að ég verði mjög góð móðir, og börnin verða bara hamingjusamari ef að mamma þeirra er ánægð með sjálfa sig, þannig að ég held ég hafi verið að gera þeim greiða sem þau muni njóta góðs af í framtíðinni.

  ReplyDelete
 5. Taktu Angelinu Jolie þér til fyrirmyndar og ættleiddu eitt í hverjum lit!

  ReplyDelete
 6. Þú ert ekki hræðileg heldur hræðiNleg! Og hana nú!

  ReplyDelete