Thursday, September 2, 2010

afsakið, möguleg sambandsslit og hornhimnuflúr

Hola lovers,

Afsakið hvað ég hef verið löt að skrifa. Það er bara búið að vera mikið að gera í vinnunni, og svo hef ég verið að velta fyrir mér að hætta með kærastanum mínum. Og það tekur svolítinn tíma.

Ekki það að við séum ekki skotin, heldur hafa örlögin einfaldlega tekið í taumana. Þannig er mál með vexti að ég var að lesa grein um það hvernig maður á að borða eftir blóðflokki. Það eru mjög strangar reglur um hvað má og hvað má ekki, og það sem einn blóðflokkur á að borða mikið af má annar ekki snerta, o.s.fr.v. Og vandamálið er að við kærastinn erum ekki í sama blóðflokki. Og það er mjög erfitt (og eiginlega alveg ómögulegt) að búa með einhverjum sem má ekki borða það sama og þú, og ég sé hreinlega ekkert annað í stöðunni en að slútta þessu bara.

Sem betur fer er ég með góðar leiðbeiningar um við hverju ég á að búast eftir sambandsslitin, og hvernig ég á að haga mér. Ég er eiginlega bara farin að hlakka til að fá mér tattú og er jafnframt búin að ákveða að fara ekki hefðbunda leið í þeim efnum.

Er búin að vera að rannsaka þetta á netinu og hef ákveðið að fá mér hornhimnutattú. Það er heitasta heitt í dag:


Ég get samt ekki alveg ákveðið mig hvort ég á að fá mér ljósblátt, dökkblátt eða rautt. Hvað finnst ykkur?


Svo er líka hægt að fá sér bling í augað. Þó hjarta sé ekki alveg það sem ég hef í huga, sérstaklega ekki eftir fyrirhuguð sambandsslit.


xoxo
-h

2 comments:

  1. Ég hef einu sinni verið með rautt auga, ekki tattoo heldur var það rautt og blóðugt eftir skurðaðgerð og vakti það mjög mikla athygli. Þannig ef þú vilt láta taka eftir þér þá er þetta góður valkostur.

    ReplyDelete
  2. Já erþað? Var einmitt farin að hallast svolítið að þessum rauða lit.
    Kannski ég láti bara vaða á hann!

    ReplyDelete