Tuesday, September 14, 2010

gerðu góð kaup / mig langar í...

Kæru aðdáendur,

Ég veit þið hafið gaman af því að versla. Og ég vildi benda ykkur kurteislega á að það er oft hægt að gera mjög góð kaup á sumarvörum á haustin. Ég mæli því eindregið með því að þið dragið fram visakortin og kaupið ykkur sandala, sólarvörn og grilltangir núna og verðið við öllu viðbúin næsta vor.

Ég er búin að ætla að kaupa sundföt á kettina lengi, en er eiginlega fegin að ég hafi hummað það fram af mér í sumar, því það þýðir að ég get gert miklu betri kaup núna, og jafnvel keypt nokkur svo þeir hafi til skiptanna.

Það eru reyndar ekki til nein sundföt á ketti, sem mér þykir alveg með ólíkindum, en aftur á móti er þokkalegt úrval af sundfötum ætluðum smáhundum. Ég held ég komist alveg upp með að klæða þá í þau, því það er ekki svo mikill stærðarmunur. Og ég er tískulöggan í mínu umdæmi, auk þess að leggja línurnar í því hvað er inn í klæðaburði hverju sinni, þannig að það fer held ég enginn að fetta fingur útí þessa djörfu tískuákvörðun.
Og svo er að sjálfsögðu miklu betra að þeir séu a.m.k. í einhverjum sundfötum, frekar en að þeir séu berrassaðir.

Er búin að skoða þetta nokkuð grundigt og ég er hrifnust af þessum stílum:

Haldiði ekki að þeir muni taka sig vel út?

Skal setja inn myndir þegar herlegheitin berast í hús.

Er líka búin að vera að skoða sundföt fyrir sjálfa mig og er að hugsa um að splæsa í þetta gordjösslega retró beikon & eggja bikíni.


Er það fab eða er það fab?

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment