Friday, September 3, 2010

mig langar í...

Ég fyllist alltaf kaupgleði á föstudögum. Sérstaklega ef ég fékk útborgað fyrr í vikunni.
Í dag langar mig í:

Höfuðpoka. Mj. hentugur þegar maður fær ljótuna.
Þetta dress.
 (Fíla sérstaklega að það þurfi að gera upp við sig hvoru megin maður kýs að geyma góðgætið (eða ég myndi fíla það ef ég væri með góðgæti, þið vitið))
Karrígular leðurbuxur.
Litríkan rykburstakjól.
Þennan kjól. Skilst hann sé með innbyggðri nauðgunarvörn, sem er kúl.
Þessa sætu kisu.
Froskatösku.
Þessa skó.
Kærastapúða. Svona ef maður fer að sakna (verðandi fyrrverandi) kærastans.
Beikonveski.
xoxo
-h

No comments:

Post a Comment