Ég las sjokkerandi frétt á tískubloggi um daginn. Hún staðhæfði að konur væru nú í auknum mæli farnar að velja þægilegar nærbuxur fram yfir óþægilega g-strengi.
Ég skil hreinlega ekki hvað þessum konum gengur til, því hver velur þægilegar nærbuxur þegar hægt að kaupa sér viðlíka flottheit:
Það er líka leiðinlegt að þetta gerist þegar nærfataframleiðendur eru nýbúnir að þróa nýja kynslóð af þessum elskum. Hlýralaus g-strengur (eða c-strengur einsog hann er einnig kallaður) finnst mér frábær viðbót við flóruna.
Það er líkara sárara en tárum taki að stíllinn sé á undanhaldi nú rétt eftir að hann var farin að höfða til tískumeðvitaðri karlmanna.
Þessi er samt uppáhaldið mitt, og mér er skítsama hvað öll tískublogg segja, ég ætla að halda áfram að nota hann.
xoxo
-h
ööö, hver segir að g-strengir séu óþæginlegir?? þeir eru það kanski sumir en alls ekki allir, það er bara eins og með venjulegar nærbuxur maður þarf bara að velja vel
ReplyDeleteEr þetta steikt eða hrátt beikon?
ReplyDeleteHrátt! Maður verður að passa að geyma það í ísskáp þegar maður er ekki að nota það!
ReplyDelete