Friday, September 10, 2010

gestapóstur - kökublogg

Sæl h! Mig langaði að deila með þér (og veraldarvefnum) kökuskreytingunum mínum. Ég hef verið að skreyta kökur frá því að ég var aðeins pínu lítil og hef því lært margt í gegn um árin.




Þessa hérna gerði ég fyrir 22 ára afmæli vinkonu minnar sem elskaði beikon! Ég vissi reyndar ekki þá að það var aðeins hugmyndin um beikon sem heillaði hana en bragðið sjálft. Hún var grænmetisæta og gat því ekki borðað kökuna. Gestirnir voru þó afskaplega hrifnir. Þessi kaka er ekki eftirréttur þótt mikill sykur sé í deiginu sjálfu. Kremið er búið til úr mayonesi, jurtafeiti og svínafeiti (þó má nota annars konar dýrafeiti). Svo skreytti ég kökuna með beikoni, ferskum aspas og auðvitað afmæliskertum.


Þessa gerði ég svo í 24 ára afmæli sömu stelpu! Þetta er sama uppskrift en eins og þið sjáið hefur mér farið mjög fram í skreytingalistinni!




Þessa hérna gerði ég fyrir vin minn sem bað mig um að vera hjá sér þegar hann ætlaði loksins að segja foreldrum sínum að hann væri gay. Hann hætti reyndar við á síðustu stundu en kakan fór ekki til spillis! Ég hef mjög gaman af Barbie-og prinsessukökum.


Hér er önnur svoleiðis:




Hana gerði ég bara fyrir sjálfa mig og var að leika mér að fondanti. Hver elskar ekki þessa konu!




Hér er iPod baka sem ég gerði fyrir vin minn þegar hann fékk vinnu í Applebúðinni. Þarna nota ég táknfræði mikið, en glöggir geta séð hvernig sósan minnir á eyra sem drekkur í sig iPodinn. Í kring um eyrað er heili. Eyrað er sem sagt tákngervingur fyrir hann vin minn sem myndi brátt drekka í sig iPodvitneskju (heilinn stendur fyrir vitneskjuna). Já, það er ekki bara fagurfræðin sem skiptir máli í kökuskreytingum!




Þetta er önnur fondantkaka sem ég gerði þegar frönsk vinkona mín tilkynnti mér að hún ætti von á barni fyrr á þessu ári. Svo fór hún í fóstureyðingu vikuna eftir, ég var ekkert smá svekkt! Svo að lokum er hér kaka sem ég gerði núna í síðustu viku fyrir bandarískan skiptinema sem mig langaði að heilla. Ég vissi ekkert um hann nema að hann bjó í Texes og spilaði amerískan fótbolta.
Hann fékk númerið mitt en hefur ekki hringt þótt liðin sé vika!




Þarna sjáið þið mín uppáhalds verk og ég vona að ykkur hafi líkað þau vel. Takk og bless! -St3rz

No comments:

Post a Comment