Sunday, November 28, 2010

Tískubloggið kíkir í fataskápinn hjá kynlífsbloggaranum og stórstjörnunni Fanneyju Mango

Hola lovers,

Einsog sjóaðir lesendur tískublogga vita er í tísku að fá að kíkja í fataskápinn hjá hinni og þessari tískudrósinni. Tískubloggið vill að sjálfsögðu ekki vera eftirbátur annarra (og verri) tískublogga og því fékk Tískubloggið, eftir töluverðar fortölur þó, að kíkja í fataskápinn hjá kynlífsbloggaranum alræmda Fanneyju Mango. En hún heldur úti hispurslausri síðu: fanneymango.blogspot.com og hefur vakið athygli á heimsvísu fyrir skrif sín.

Við gefum Fanneyju orðið.

***

Hæ, dúfurnar mínar.

H vildi endilega að ég myndi sýna ykkur inn í fataskápinn minn, enda margt merkilegt þar að sjá, en ég hafði mínar efasemdir um það. Ástæðan er sú að ég vil alls ekki að mitt raunverulega nafn (eða andlit) verði birt á netinu. Það er vegna þess að ýmislegt sem ég skrifa um gæti sært blygðunarkenndir vina eða fjölskyldu minnar. (Ókosturinn er samt sá að fjölskyldumeðlimir gætu lesið bloggið mitt og heillast af mér. Það kom einmitt fyrir frænda minn sem sendi mér nokkuð ósiðsamlega mynd um daginn). En það liggur meira fyrir. Ég er nefnilega ekki aðeins þjóðþekktur einstaklingur heldur er ég þekkt á heimsvísu! En, eftir nokkura umhugsun ákvað ég að sverta fyrir andlit mitt og leyfa h að kíkja í skápinn minn. Hér kemur það:

Hér er árituð mynd af mér og samstarfsfélaga mínum. Hún er líka algjör skvísa. Undirfötin eru keypt í La Senza og butt-beadsin í Rómantík.is.

Þessi mynd er nokkuð kasjúal og fellur vel inn í Tískubloggið. Ég saumaði þetta sjálf, brækurnar úr bol og bolinn úr brókum (fékk einn stóran næturgest til mín eina nóttina sem gleymdi nærbuxunum sínum, win/win).

Ég á japanska vinkonu sem gerði þennan oregamibol. Ég nota hann mikið á djamminu.

Bolur úr ekta samkynhneigðum sebrahesti.

Langalangalangaafi minn átti þennan fína hirðskáldabúning. Ég fer stundum í hann þegar mér líður illa, hressist öll við!

Neglurnar málaði ég alveg sjálf! En sokkabuxurnar ófu blindar kaþólskar nunnur í Sádi-Arabíu.

Rokkfest 2009. Ég, megahörð á því. Jakkinn er úr leðri en stígvélin úr latexi. Ég var að reyna að koma brækur-utan-yfir tískunni í gang en það hefur enn ekki gengið hjá mér.

Þetta föndraði ég fyrir Hrekkjavökuna 2008. Ég var slutty-predator.

Þennan gerði japanska vinkona mín eftir að hún byrjaði að nota spítt. Ég mæli ekki með því, átti enga skó sem pössuðu við.

Nágranni minn var að útskrifast úr hönnun og gerði svona fín föt fyrir mig og litla voffann minn. Hann elskar að vera í þessu.

Ég mátaði þetta sérstaklega fyrir Tískubloggið. Þetta verða jólafötin í ár. Keypt í Blómavali.

Það eru engin jól án vajazzle. Fór kannski yfir strikið, en engu að síður mjög fallegt.

Vonandi hef ég náð að fela andlit mitt nógu vel, en ef ekki vil ég biðja ykkur kæru lesendur um að halda þessu litla leyndarmáli út af fyrir ykkur.

Gangi ykkur annars vel að snyrta ykkur og klæða fyrir jólin!

Ást og kynlíf,
Fanney Mango

3 comments:

  1. Hvað finnst Pjattrófunum um píkublíng? Er til svona typpablíng líka? Væri til í að prófa það!

    ReplyDelete
  2. Typpabling? Eflaust er það til. Held þú ættir þó frekar að spyrja Fanneyju Mango að því, þó Pjattrófurnar séu að sjálfsögðu sérfróðar um hverskonar pjatt.

    Og ég veit ekki til þess að þær hafi fjallað sérstaklega um píkubling.

    ReplyDelete
  3. Ég hef bara ekki heyrt um slíkt. En þetta er ágætis hugmynd og ég hvet þig til að hrinda henni í framkvæmd.

    ReplyDelete