Wednesday, February 16, 2011

32 atriði til að mér líki við þig - gestapóstur

Hola lovers,

Enn er á huldu hvaða kosti kettlingar þurfa að
hafa svo Poetrix líki við þá.
Það er aldeilis hvað honum Poetrix hefur tekist að blása mörgum andann í brjóst með pistli sínum „23 atriði til að mér líki við þig“, sjá hér.

Greiningardeild Tískubloggsins og lesandi sem stendur ekki á sama skylmdust eftirminnilega hér á Tískublogginu um greinina og voru ekki á eitt sáttir um hvernig ætti að túlka þennan margræða pistil.

Ekki hefur enn fengist niðurstaða í það mál, og nú hefur Tískublogginu borist önnur hugvekja frá athugulum lesanda, sprottin af lestri hans á umræddri grein, og lesandi telur (og ég er sammála honum í því) að hugvekjan eigi mikið erindi við kvenkyns lesendur Tískubloggsins. Því þegar gæta á þess að hafa möguleikana á því að þóknast karlmanni ætíð í hámarki er gott að fá stöku sinnum karllegt innsæi.

Ég býð Leiðinlega Gaurinn því hjartanlega velkominn á Tískubloggið, og hvet þá lesendur sem vilja kynnast honum betur að líta við á Facebook-síðu hans hér (þó hún sé ekki jafn flott og mín).

xoxo
-h

***

32 atriði til að mér líki við þig

Eftir að hafa lesið marga pistla um samskipti kynjanna (meðal annars þessa snilld) hef ég ákveðið að gera lista yfir atriði sem eru nauðsynleg til þess að mér eða karlmönnum með standarda yfirleitt líki við þig.

1. Þú mátt ekki vera tannlaus (verður helst að vera með alveg slatta af tönnum).

2. Feitar stelpur eru no-no. Sérstaklega stelpur sem eru feitar en halda að þær séu grannar.

3. Enga anorexíusjúklinga takk fyrir.

4. Mátt ekki vera holgóma.

5. Ekki klæða þig illa þegar það er kalt úti, merki um lauslæti og heimsku.

6. Enga pýromaniacs. Hata þegar stelpur kveikja í húsinu mínu þegar ég er sofandi.

7. Mátt ekki vera með yfir 7 í meðaleinkunn á samræmduprófunum (eða sambærilegum prófum).

8. Þú verður að hafa klárað grunnskóla (tjaaa eða vera á góðri leið með það).

9. Engar stelpur sem muna eftir því þegar Selma náði 2. sæti í Eurovision.

10. Verður að kunna að elda. Það er ekkert vandræðalegra en kona sem kann ekki að sjóða bjúgu.

11. Mátt ekki halda með fótboltaliði, svo við förum ekki að rífast þegar ég rústa þér í Fifa.

12. Mátt ekki geta unnið mig í Fifa.

13. Engar rauðhærðar stelpur, genagallar eru fráhrindandi.

14. Enga kripplinga heldur.

15. Mátt ekki vera andfúl.

16. Líkamstjáning skiptir öllu máli, ég vil stelpu sem segir með líkamstjáningu að hún geti keyrt vörubíl.

17. Mátt samt alls ekki vera vörubílstjóri.

18. Engar pólitískar skoðanir takk.

19. Helst engar skoðanir.

20. Ef hún er með of margar tær er það kostur, svo lengi sem þær eru ekki fleiri en fjórtán.

21. Sundfit milli tána er samt algjört turn off.

22. Skúffukjaftur er vel þeginn, en eðlileg haka sleppur líka.

23. Mátt ekki eiga fleiri vini en ég á facebook.

24. Ef hún er alkahólisti er það kostur, svo lengi sem það bitnar ekki á mér.

25. Mátt ekki eiga krakka. Einn sleppur ef hann er stilltur og ófatlaður.

26. Enga pýrómaníska fyrrverandi, hata þegar fyrrverandi kærastar kveikja í húsinu mínu.

27. Helst enga lifandi foreldra, þá eru færri matarboð.

28. Mátt ekki hafa neina drauma né þrár. Engar undantekningar.

29. Mátt ekki vera með krókódílaskinn, það er svo ógeðslegt viðkomu.

30. Ef þú ert bóndi eða átt fleiri en tvö húsdýr þá vil ég ekki sjá þig.

31. Engar mellur, það er að segja stelpur sem hafa þegið peninga fyrir kynlíf.

32. Enga femínista, ég hef ekki tímann til að temja þá.

Og svo framvegis. Þessi listi er augljóslega ekki tæmandi heldur einungis það sem ég man eftir í fljótu bragði. Sumt er svo auðvitað bara almenn skynsemi t.d. rottuþvottur.

- Leiðinlegi Gaurinn

3 comments:

  1. bestu munnmök sem ég hef fengið var með holgóma gellu

    ReplyDelete
  2. Já. Og með anorexíu.

    ReplyDelete