Friday, February 11, 2011

þegar Tískublogginu gafst næstum því tækifæri á að sauma sín eigin merki í föt með aðstoð IceFashion Netverslunar

Hola lovers,

Ég held ég hafi áður rætt um það hér hvernig lífið getur komið manni á óvart. Og þegar manni bjóðast óvænt tækifæri þá finnst mér að maður eigi undantekningarlaust að slá til.

Þið getið því ímyndað ykkur gleði mína þegar Tískublogginu bárust eftirfarandi skilaboð á Facebook.

Titill: Hæhæ
Frá: IceFashion Netverslun, 2. febrúar 16:07
Samuel heiti ég frá ice Fashion .
viltu sauma þitt eigin merki föt ? ég get hjálpa þér
við eigum saumastofa sem gerir alt frá A til Z með logo alt .
ef þú att ahuga hafðu samband
eg er i frakklandi ,
bk
samuel

Ég svaraði samstundis.

Titill: Hæhæ
Frá: Tískublogg, 2. febrúar 16:22
Sæll Samúel og þakka þér kærlega fyrir bréfið!
Ég hef raunar afar mikinn áhuga á því að sauma mín eigin merki í föt.
Ég sé fyrir mér eitthvað sem líkist beikoni við fyrstu sýn, en reynist við nánari skoðun vera eitthvað annað og meira, a.m.k. í augum þeirra sem búa yfir næmi og siðfágun.
Hvað myndi slíkt lógó kosta?
Ég er á Íslandi.
xoxo
-h

Titill: Hæhæ
Frá: IceFashion Netverslun, 2. febrúar 16:25
hæhæ
tak fyrir aðð svara . sko ég er fata skerari og honnuður .
og eigi eigin saumastofa i evropu .
og plus við getum gert alt
logo . sem setur bæði inni föt . kassa merki utan fot fyrir verð
bua til snið - plus Gradation -
og alt sem anar kemur með
eg er að koma til island á morgun kvold þá getur hafa samband við mig ef þu vilit
eg er að stopa i nokkra dagar eingongu .
bk
samuel gsm. 8457869

Titill: Hæhæ
Frá: Tískublogg, 2. febrúar 19:37
Hæ,
Hvað kemur Anar með?
Og getur þú vinsamlegast sent mér lógótillögur svo ég geti borið þær undir kettina mína? Þeir eru listrænir stjórnendur Tískubloggsins og vilja hafa klærnar í öllum ákvörðunum.
xoxo
-h

Titill: Hæhæ
Frá: IceFashion Netverslun, 3. febrúar 11:27
hæ reyndar það get ég ekki gert logo ............. það er frekari auyglisniga stofu vinnu . okkar viðskiptamen gefur okkur tilbuin logo og við gerum
Merki ur polyester eða ployamide efni með eða silkiprent eða embrodery.
reyndar varðandi honunn . það lika er nog fyrir okkur að gefa mér mynd af td kjol sem þér likar og við gerum eins .
eg er að fljuga heim i kvold
á morgun getur ringt i mig ef þu vilt ,
bless
8457869
Sönnunargagn #1. Smellið til að stækka.

Sönnunargagn #2. Smellið til að stækka.


Ég hringdi ítrekað í hann daginn eftir en það svaraði aldrei.

Þar fór draumur minn um að sauma mín eigin merki í föt, en ég get þó allavega sagt með stolti að þegar kom að því að hrökkva eða stökkva hafi ég þó að minnsta kosti reynt að láta drauma mína rætast.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment