Thursday, February 3, 2011

bleikt.is - vefur fyrir drottningar með réttindi og typpi

Hola lovers,

Einsog þið vitið þá er Bleikt.is vefur fyrir drottningar, og þó að ég geti rakið ættir langalangalangalangalangalangalangalangalangalangaömmu minnar til Danmerkur og hafi sterklega á tilfinningunni að ég sé af konungsfólki komin, þá les ég vefinn nú samt þrátt fyrir að ég hafi bláa blóðið ekki skjalfest. (Ég bað Íslenska erfðagreiningu raunar að skjalfesta konunglegan uppruna minn, en þeir hafa hvorki svarað tölvupóstum mínum né ítrekunum þess efnis)

Því þó ég uppfylli tæknilega séð ekki alveg þessa lesendakríteríu þeirra, þá sagði Hlín Einars líka í eftirminnilegu viðtali við Fréttablaðið að vefurinn væri ekki fyrir konur sem þyrftu að berjast fyrir réttindum sínum, heldur fyrir konur með réttindi.

Og ég er einmitt með þrjú réttindi, nefnilega kosningarétt, erfðarétt ef foreldrar mínir skyldu taka uppá því að andast og svo sömdum við kærastinn nýlega um það að ég hefði forkaupsrétt á tölvunni hans ef hann ákveður að fá sér nýja, en það er hugmynd sem hann hefur gælt við í þónokkurn tíma.


Ég hélt því áhyggjulaus áfram mínu daglegu vafri um bleika landið, þar til ég rakst um daginn á greinarstúf sem vakti mér talsverða undrun, en það er greinin Hafið hann hreinan, drengir, sjá hér.

Því greinin fjallar um það hvernig halda á karlkynskynfærum hreinum og síðan ég las hana hef ég verið að brjóta heilann um það hvaða erindi slíkur pistill á á kvennasíðu.

Og eftir miklar vangaveltur hef ég komist að því að hinn æskilegi lesendahópur, eða hinn eiginlegi markhópur sem pennarnir á Bleikt.is skrifa fyrir, hljóti í raun að vera drottningar með réttindi og typpi.

[Innskot: Burtséð frá markhópi síðunnar og því hvort mér hafi yfirhöfuð verið leyfilegt að lesa þennan pistil, þá verð ég bara að fá að hrósa höfundi hans fyrir skrúðmælgi. Greinin er 338 orð að lengd, og hvorki meira né minna en 13 þessara orða eru mismunandi nöfn yfir typpi.

Ég sparaði ykkur ómakið við talninguna og tók þau saman hér að neðan.

1) Hið allra heilagasta
2) Jónssonurinn
3) Hann
4) Biskupinn
5) Simpansinn
6) Neðri hæðin
7) Hershöfðinginn
8) Njólinn
9) Gleðipinninn
10) Millilærahamarinn
11) Gírstöngin
12) Lókurinn
13) Apinn

Verði ykkur að góðu.]

Og í ljósi þessarar uppgötvunar minnar um æskilega lesendur síðunnar veit ég hreinlega ekki hvort mér sé óhætt að halda áfram að lesa vefinn.

Þannig að Hlín, ef þú lest þetta, viltu vera svo væn að svara því hérna í kommentakerfinu?
Takk.

En ef athuganir mínar eiga við rök að styðjast og þetta reynist vera raunin, þá legg ég til að þú breytir nafni síðunnar hið snarasta í:

Bleikt.is - Vefur fyrir drottningar með réttindi og typpi.

Það er þægilegt og þjált, og kemur eflaust í veg fyrir mikinn misskilning í framtíðinni.

xoxo
-h

4 comments:

  1. Át rottan anakonduna?

    ReplyDelete
  2. Mér finnst aðal orðin vera að gleymast í þessum pistli, það vantar t.d.: Limur
    Eineygði snákurinn
    Tryllta górillan
    Millifóta djásnið
    Drjóli og svo auðvitað ralli !!! Þetta er bara fáranlegt að gleyma þessum basic orðum!!!!
    Kveðja, Húsmóðir Helvítis

    ReplyDelete
  3. Það vantar líka:

    Eineygða skrímslið,
    Jarlinn,
    Fermingarbróðir,
    Sigurður,
    Guðmundur,
    Masterinn,
    The King,
    Prinsinn,
    Monsterið,
    Tryllitækið,
    Skinnsokkur,
    Túrtappi

    Allt nöfn sem bleikt.is hefur gefið sprelligosanum!

    http://bleikt.is/Samskiptikynjanna/lesagrein/karlmenngefatyppinusinunafn/

    LOVE FOR EVER! ALWAYS! ULTRA ...

    ReplyDelete
  4. Rækjan
    Völsungur
    Drullusokkurinn
    Tussutryllirinn
    Lille ven

    ReplyDelete