Loksins sendir hún Fanney Mangó, kynlífsbloggari með meiru, inn annan gestapóst.
Það var sko tími kominn til að einhver tæki á þessu brýna málefni.
xoxo
-h
***
Hvernig á að líta vel út í rúminu?
Þessi spurning var borin upp í athugasemdakerfi Tískubloggsins fyrir skömmu og ýmsar hugmyndir fóru undir eins að hringsnúast í kollinum á mér. Ég hef auðvitað ekki þurft að hugsa út í slíkt áður, enda kemur þetta náttúrulega hjá mér, en það er einmitt ástæða þess að ég ætti að setjast niður og greina mitt útlit í bólinu til að deila með öðrum konum sem ekki fæddust bólfagrar.
Ég komst að þessari niðurstöðu:
Þessi spurning var borin upp í athugasemdakerfi Tískubloggsins fyrir skömmu og ýmsar hugmyndir fóru undir eins að hringsnúast í kollinum á mér. Ég hef auðvitað ekki þurft að hugsa út í slíkt áður, enda kemur þetta náttúrulega hjá mér, en það er einmitt ástæða þess að ég ætti að setjast niður og greina mitt útlit í bólinu til að deila með öðrum konum sem ekki fæddust bólfagrar.
Ég komst að þessari niðurstöðu:
1. Klæðaburður: Fötin skipta mestu máli. Nema auðvitað að tæknin „the naked man“ sé notuð en hún er vinsælust meðal ómyndarlegra manna og virkar hún í þriðja hvert skiptið.
Konur geta einnig notað þessa tækni en þess má geta að hlutfallið hækkar því ófríðari sem viðfangsefnið er. Þess vegna er kjörið fyrir konur sem tæla ófríða menn að koma þeim að óvöru og fara úr öllum flíkum þegar litlar líkur eru á drætti. En fyrir ykkur sem viljið tæla fríðari menn þá þurfið þið fyrst og fremst að huga að klæðaburðinum. Þetta á líka við um konur í sambandi því þær eiga það til að hætta að klæða sig upp fyrir karlinn sinn og fara að sofa í kynþokkalausum fötum líkt og víðum bómullarstuttermabol og of stórum flannelbrókum eða jafnvel með tannréttingagræjur!
Þetta gengur auðvitað alls ekki. Ég fer ekki einu sinni að sofa án sokkabanda. Þó eru til mun þægilegri kostir en sokkabönd. Með skærum einum saman er til dæmis hægt að klippa göt fyrir brjóstin eða jafnvel klippa klofið af brókunum. Það er bæði sexí og pör geta prufað eitthvað nýtt í svefnherberginu.
2. Appelsínuhúðina burt: Enginn vill sofa hjá konu með appelsínuhúð. Til eru margar aðferðir til að losna við þetta leiðindafyrirbæri og hefur Tískubloggið áður og jafnvel óafvitandi gefið upp þær aðferðir sem mínar vinkonur telja að virki best.
- Hreyfing. Tískubloggið talar um hreyfingu, sjá hér. Ég tala um hreyfingu, sjá hér.
- Hrukkueyðir, sjá hér. Kreminu smyr maður á lærin og loka svo fyrir oxun þess með því að vefja álpappír utan um lærin og plastfilmu utan um álpappírinn.
- Náttúrulegt ávaxtafreyðibað, sjá hér.
En ef þið hafið ekki tíma fyrir þetta, eigið jafnvel von á næturgesti í kvöld, þá mæli ég með því að leggja lærin ofan í heitt kaffi.
3. Brjóst. Já. Need I say more?
4. Stellingar. Hér hef ég flokkað nokkrar vinsælar stellingar eftir hversu vel líkami kvenmannsins birtist manninum:
Líkamspartar í jákvæðum hlutföllum:
- Fasti trúboðinn (brjóstin eru nálægt honum og virka því stærri)
- Hot Seat (ef hún er ljót)
- Dirty dangle (fyrir ljóta líkama en falleg andlit)
- Skemmtun í vinnunni (ef hún er ljót)
- Ílegg (hún virkar mjó)
Líkamspartar í neikvæðum hlutföllum:
- Hún ofan á (ef brjóstin eru skökk)
- Hundabað (rass nálægt honum og virkar því of stór)
- Kóngulóarvefurinn (brjóst síga í aðra áttina og lærin eru í röngum hlutföllum)
- V (algjört bann fyrir konur með feita ökla)
- Álegg (höfuð hennar er of langt í burtu og því eru rasskinnarnar of stórar í hlutfalli við það)
Ást og kynlíf,
Fanney Mango
Mig langar í bað.
ReplyDelete