Thursday, February 3, 2011

leyfið börnunum að koma til mín

Hola lovers,

Alltaf tekst þessum Pjattrófum að vera skrefi á undan mér.

Ég hef barist ötullega fyrir útbreiðslu Tískubloggsins, því planið er að lifa alfarið á auglýsingatekjum af síðunni og til þess þurfa lesendurnir að vera margir.

Ég stóð hinsvegar í þeirri meiningu að það væri ólöglegt að beina markaðssetningu að börnum, en það hefur greinilega verið misskilningur.
Því gær kynntu Pjattrófurnar nýjan leik þarsem 14-18 ára börn áttu að láta alla vini sína læka Pjattrófusíðuna á Facebook og í staðinn gætu börnin fengið ókeypis brúnkusprey (en þess ber þó kannski að geta að þær hækkuðu aldurinn síðar uppí 15-18 ára, án þess að ég skilji afhverju).

Tískubloggið var að sjálfsögðu svolítið sjokkerað yfir því að hafa ekki látið sér detta þetta í hug fyrst, því börn eru mikilvægir og stórtækir neytendur, (og það er aldrei of snemmt að byrja að láta þau hugsa um útlitið sbr. t.d. hér og hér ) en þarsem ég er afar löghlýðin manneskja þá fannst mér réttast að athuga aðeins lagarammann um þetta málefni áður en ég hætti mér útí viðlíka markaðsherferð. (Því ég vil síður lenda í fangelsi, þó vistin gæti reyndar gefið mér ágætis tóm til að ljúka við lífstílsbók mína)

Eftir nokkuð grúsk komst ég að því að það eru ekki beinlínis nein lög til um markaðssetningu til barna viðlíka þeirri sem Pjattrófurnar hófu í gær og ég hyggst leika eftir. En þó er til eitthvað sem heitir Leiðbeinandi reglur um neytendavernd barna (sjá hér).

Og ég sé meira að segja ekki betur en markaðsherferð Pjattrófanna sé akkúrat markaðsherferð sem sniðin er að þörfum barna og til þess fallin að stuðla að heilbrigði líkamsvitund.

Í lið II) 4. Heilbrigði segir:  Markaðssókn, sem beinist að börnum, á að leitast við að miðla heilbrigðri líkamsmynd og mannvirðingu og forðast óheilbrigðar staðalmyndir.

En allir vita að að börn sem eru tönuð og sæt í febrúar eru í raun afar heilbrigð staðalmynd og miðla heilbrigðri líkamsmynd til samfélagsins. Það mætti því í raun segja að Pjattrófurnar starfi í þágu barna, og kann ég þeim þökk fyrir, því börnin eru framtíð Íslands.
Eiginlega eru þær góðgerðarsamtök, frekar en megrunar- og lífstílsblogg.

Ég hef því eðlilega verið að velta fyrir mér hvernig ég geti herjað á æsku Íslands í mínu eigin markaðsstarfi.

Mér finnst algjör óþarfi að draga mörkin við fjórtán eða fimmtán ára aldurinn, og tel það sé hyggilegast að byrja fyrr, og einbeita sér að átta til níu ára gömlum börnum.

Mér datt í hug að halda kannski svona samkeppni þarsem átta ára börn deila Facebooksíðu Tískubloggsins til allra vina sinna, kvitta síðan á vegginn, senda mynd af sér og svo vel ég sætasta barnið og sendi því svolítið beikon, ásamt viðurkenningarskjali.*

*Að sjálfsögðu þyrfti samþykki foreldra barnsins þó að liggja fyrir áður en það fær að veita verðlaununum viðtöku.

xoxo
-h

ÖPPDEIT:

Jiii, lovers.

Svo virðist vera sem þetta sé ekki alveg leyfilegt hjá Pjattrófunum, sbr. þessa frétt hér. Ég held ég bíði aðeins með að starta minni eigin markaðsherferð þangað til ég sé hvort Pjattrófurnar fara í fangelsi eða hvort þær sleppa með skrekkinn.

4 comments:

  1. Sko.. Ég var sú sem talaði hæðst hjá Pjattrófunum (almáttugur hvað það er gaman að stríða þeim).
    Ég meina sko það er allt annað að fara með litla krakka í svona meðferðir. Unglingarnir eru ekkert með manni í bænum og svona þannig að maður þarf ekki að pæla eins mikið í hvernig þeir líta út en vá!!! Litlu börnin sem eru með manni 24/7 verða að líta vel út og vera í stíl við móður sýna. Það er hreinlega ekkert annað í boði

    ReplyDelete
  2. Ég er einmitt að spá í að fara að taka mína litlu með í brúnkusprey á næstunni. Hún er alveg að verða 7 mánaða og orðin svo föl upp á síðkastið. Ég var svo glöð þegar hún fæddist því þá var hún mjög brún en það reyndist bara vera ungbarnagula...skildi ekkert í ljósmóðurinni sem vildi reyna að losna við hana.

    Ég hef eitthvað verið hikandi við að fara með hana í sprey útaf eiturefnunum en þar sem Pjattrófurnar fullyrða að þetta sé alveg 100% skaðlaust og eiturefnafrítt held ég að það sé barasta komin tími á að drífa sig enda mannréttindi allra barna að líta sem best út.

    ReplyDelete
  3. YES! Ég læt mína 8 ára vita. Hún er auðvitað búin að vera með Facebook-aðgang síðan hún var þriggja ára. Hún er auðvitað búin að vera að keppa í barnafegurðarsamkeppnum þannig að hún hefur reynslu af svona löguðu. Sendi baðfatamyndina!

    ReplyDelete
  4. brúnkusprey! er ekki ALLT Í LAGI með ykkur???? Ég fer með 3-ára prinsessuna mína í ljós! <3 MIKLU NÁTTÚRULEGRI OG JAFNARI BRÚNKA!!!

    ReplyDelete