Sunday, February 13, 2011

Leggðu þitt af mörkum fyrir þjóð þína og sængaðu hjá pólitíkus

Hola lovers,

Hérna er pistill sem ég skrifaði fyrir Lýðskrum í síðustu viku.

***

Þegar ég var beðin að skrifa pistil fyrir pólitískt þenkjandi vefrit voru fyrstu viðbrögð mín þau að ég yrði að sjálfsögðu að harðneita. Því einsog þið vitið þá er ég besti tísku- og lífstílsbloggari sem Ísland hefur alið (og held úti besta megrunar-, lífstíls- og tískubloggi sem ritað hefur verið á íslenskri tungu á), og þið vitið væntanlega líka að það er bara ljótt og leiðinlegt fólk sem fer útí pólitík, og ástæðan fyrir því að þetta fólk leitar í stjórnmál er að stórum hluta sú að þau geta ekki fengið neina alvöru vinnu annarsstaðar.

En skrif mín eru einungis samboðin þeim sem eru jafn æðislegir og ég sjálf, og innsæi mitt og næmleg framsetning ættu því lítið erindi við pólitíkusa og þeirra senditíkur.

Ég hafði því afráðið að afþakka boðið, þegar ég fékk vitrun. Það gerðist nefnilega einn daginn þegar var að raka mig að neðan að það var einsog það kviknaði á peru og mér datt í hug að auðvitað ætti ég að reyna að gera eitthvað fyrir alla þessa pólitíkusa og þeirra senditíkur.
Auðvitað ætti ég að reyna að hjálpa þessu ólánsama fólki sem hafði leiðst útá refilstigu stjórnmála einfaldlega vegna þess að sökum óheppilegs útlits og skorts á atgervi voru þeim allar aðrar bjargir bannaðir. Því við eigum að hjálpa aumingjunum, frekar en að fyrirlíta þá fyrir að vera veikgeðja og minni máttar.

Ég fór því að velta fyrir mér hvað væri mögulega hægt að gera til að hjálpa pólitíkusum að vinna sig útúr öngstræti stjórnmálanna, endurhæfa þá og hjálpa þeim að öðlast sjálfstraust til reyna fyrir sér á hinum almenna vinnumarkaði.
En til þess varð ég að komast að rót vandans.

Ég hef kynnt mér kvenrembur (femínista) þónokkuð vel, en það eru ljótar, reiðar og loðnar konur sem geta aldrei verið ánægðar með neitt sem þær fá, sjá karlrembudrauga í öllum hornum, rífast, hafa ekki húmor og vaða fram með offorsi og frekju í fjölmiðlum, og ekki síst á internetinu.

Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversvegna kvenrembur (femínistar) trana sér fram með þessum hætti, og rannsakendur hafa allir komist að sömu niðurstöðunni; Ástæðan fyrir því að þær haga sér svona er einfaldlega sú að það vill enginn ríða þeim.
Og þarsem ástundun kynlífs er tímafrek iðja í lífi allra eðlilegra einstaklinga þá reyna þær að fylla uppí tómarúmið í lífi sínu með þessum annarlega hætti sem ég lýsti hér að ofan, og fá um leið útrás fyrir reiði sína á öllum þeim karlmönnum sem hunsa þær kynferðislega og meina þeim aðgang að líkömum sínum.

Og í raun eru stjórnmálamenn ekki svo ólíkir kvenrembum (femínistum). Þeir eru upp til hópa ófríðir, ósáttir við núverandi ástand, vilja breyta samfélaginu, sjá pólitíska andstæðingadrauga í hverju horni, eru alltaf að rífast og vaða einnig fram með offorsi og frekju í flestum fjölmiðlum sem þeir komast í, auk þess sem stjórnmálamenn hafa verið að færa sig þónokkuð uppá skaftið í netheimum undanfarið og eru flestir komnir með eigið blogg eða jafnvel heilu vefmiðlana.

Af framansögðu má því berlega sjá að rannsóknir á kvenrembum (femínistum) hljóta einnig að gilda um pólitíkusa og um leið er óhætt að draga þá ályktun að ástæðan fyrir því að þeir leiddust útí stjórnmál sé einfaldlega sú að enginn vildi sofa hjá þeim.

Það er því tími til kominn að við, hin íslenska þjóð, tökum höndum saman og hjálpum þessum illa riðnu pólitíkusum.

Tískubloggið biður ykkur því vinsamlegast að hugsa um almannaheill og sýna stuðning ykkur í verki.

xoxo
-h

4 comments:

  1. Geggt flott pæling - spurning hvort eigi ekki að leggja til að (kven)remgur og (póli)tíku(sar) merki sig með barmmerkjum - svo mann viti hvað gera skal þegar mann rekst á'idda lið.
    Þú ert svo geggt kúl - spurning hvort þú getir ekki búið til svona merkingar ??

    ReplyDelete
  2. Það er spurning hvort IceFashion Netverslun geti ekki tekið að sér að hanna slík barmmerki?

    Tískubloggið myndi taka að sér að sauma þau í flíkur kvenremba og pólitíkusa, gegn vægu gjaldi.

    ReplyDelete
  3. Barmmerki eru nauðsyn - einhvern veginn verður að vera hægt að aðgreina þessa ó-riðnu frá hinum (riðnu)!

    ReplyDelete