Sunday, February 20, 2011

átfitt dagsins, o.fl.

Hola lovers,

Svona er dagurinn í dag:




Beikonsloppur: Keyptur í Kína árið 2007.

Sokkabuxur: Keyptar af Sokkabuxnakonunni.

Birtustrókur: Guðleg forsjóna sem fylgir mér stundum, en ákvað einhverra hluta vegna að yfirgefa mig í miðri myndatöku.

Hár: Slegið.

***

Einsog þið vitið þá er Tískubloggið í sífellu að reyna að finna nýjar leiðir til að færa út kvíarnar. Ég hef í þónokkurn tíma beðið þess að fá boð um að vera með minn eiginn sjónvarpsþátt, en hingað til hefur biðin verið til einskis (afþví að sjónvarpsframleiðendur eru fífl).

En á tækniöld eru ýmsar lausnir í boði fyrir einyrkja sem enginn hefur áhuga á að fá í sjónvarp. Þetta vita Pjattrófurnar og hafa því gert sér lítið fyrir og stofnað eigin jútjúb rás á netinu sem heitir, að mér skilst, Pjatttíví, (sem mér finnst dásamlegt heiti á sjónvarpsrás (þó ég viðurkenni fúslega að ég hefði viljað sjá aðeins fleiri té í nafninu (en meira má lesa um rásina hér))).

Ég tel að þarna séu þónokkrir möguleikar fólgnir og hef því verið að velta fyrir mér að feta í þeirra spor og stofna mína eigin sjónvarpsrás (og nefna jafnvel Tísktíví (eða Ttísktttíví)). Á rásinni gæti ég síðan birt skemmtilegt aukaefni, einsog hvað gerist bakvið tjöldin þegar átfittpóstar eru teknir, hvernig gæludýrafóður auðgar hversdaginn og margt, margt fleira.

Hvernig líst ykkur á það, lovers?

xoxo
-h

4 comments:

  1. Hjarta mitt hamast af spenningi og ég sit og rífresha upphafssíðu Tískubloggsins þangað til það kemur inn póstur um að Ttísktttíví sé komin í loftið! ♥

    ReplyDelete
  2. Auðvitað ertu spenntur, Læðupoki kær.

    ReplyDelete
  3. VÁ þetta væri geggjað! Þú varst einu sinni oft með svona myndir af naglalakkinu þínu og ég hef oft reynt að herma en það verður ekki eins fínt.
    Það væri rosa sniðugt að hafa svona naglalakkstutorial á jútjúb.

    ReplyDelete
  4. Æ, já ég þarf að vera duglegri að vera með naglatískublogg.

    ReplyDelete