...ef ég hefði fengið að njóta mín í æsku.
Því ég uppgvötaði ekki töframátt fegurðar og tísku fyrren tiltölulega seint, eða þegar ég var um það bil níu ára gömul. Ég gleymi þeirri stundu aldrei. Pabbi hafði verið að sauma nýjar gardínur úr hvítu tjulli og hann gaf mér afganginn til að leika mér með. Fyrst reyndi ég að strengja hann yfir rúmið mitt og ímynda mér að ég væri einhversstaðar í Indókína og fyrir utan væru flugur sem myndu smita mig af malaríu ef þær kæmust undir netið. En ég fékk fljótt leið á því að vera föst uppí rúmi svo ég fór með tjullið og tók mér stöðu fyrir framan spegilinn. Svo fékk ég hugmynd. Ég fór í hvítan slopp og festi tjullið á höfuðið á mér með kennaratyggjói.
Þannig missti ég nokkuð stóran hárlokk úr hvirflinum (því það þurfti að klippa kennaratyggjóið úr hárinu á mér) en þarna fæddust draumar mínir um brúðkaup, og ég hef haldið í meydóminn til að geta blygðunarlaust klæðst hvítu þegar stóri dagurinn rennur loksins upp.
Uppfrá þessu fór ég líka að stelast í rauða matarlitinn í eldhússkápnuum til að bera á varirnar og hef verið afar tískumeðvituð síðan.
Ég vil meina að ég sé með nokkuð háþróað fegurðar- og tískuskyn, en það er hinsvegar alveg klárt að ef ég hefði þjálfað það frá unga aldri væri það ennþá naskara en það er núna. Þessvegna óska ég þess stundum að mamma og pabbi hefðu haft vit á að skrá mig í ungbarnafegurðarsamkeppni. Ég var ekki bara einstaklega fallegt og hæfileikaríkt barn (og hefði þar af leiðandi haft alla burði til að taka þátt í (og vinna) slíka keppni), heldur hefði það snemma veitt mér innsýn í heim fegurðar og tísku, og er viss um að ég hefði kynnst mikið af fólki sem deilir brennandi áhuga mínum á öllu sem þeim heimi viðkemur. Ólíkt æskuvinkonum mínum sem hafa tískuvit á við banana, enda er ég löngu hætt að heilsa þeim ef svo ólíklega vill til að ég rekst á þær útá götu.
Heimur barnafegurðarsamkeppna er töfrandi og ég er viss um að þessar ungu dömur hafa ekki þurft að kljást við jafn margar hindranir á braut fegurðar og tísku og ég. Í mínu tilviki hefur hún verið þyrnum stráð (en það er ein af mörgum ástæðum þess að ég fór að nota hælaskó, því þá eru minni líkur á að fá þyrna annarsstaðar en í tábergið).
Sjáið bara þessar dísir. Þær hreinlega geisla af hamingju.
Ég hef því illan grun um að ef ég hefði fengið að njóta mín í barnafegurðarsamkeppni þá væri líf mitt líka auðugra í dag. Því allar fegurðardísir eignast kórónu og ríkidæmi (og kannski prins (ef þær eru góðhjartaðar)).
Sjáið bara hvað hún er hamingjusöm. Og rík. Og með fína kórónu.
Þeim lesendum sem hafa útlitið með sér og enn eru á barnsaldri og langar að blómsta á alþjóðavettvangi vil ég gefa nokkur ráð. Ég fann ráðleggingarnar á síðunni
Princess Protection Rrogram, sem er ein af mínum uppáhaldssíðum, og þær eru mjög gagnlegar. Því miður eru þær á ensku, en þið getið beðið foreldra ykkar um hjálp við þýðingu.
1. SMILE. This is so important but it can be difficult to maintain a natural-looking smile for long periods, so practice and on the day try to relax and enjoy your experience and think about how happy you are to be there.
2. Think about how you hold yourself. Practice walking with grace and confidence, lengthening and slimming your body with good posture. It may help to join a ballet or yoga class to work on this. Yoga will also help with relaxation techniques.
3. Don't waste time comparing yourself to other contestants, focus on getting your best attributes across. Stage presence can be far more important than talent.
4. Never lie during interviews or on any paperwork. Be yourself; you will come across far better if you sound genuine rather than too rehearsed.
5. What is unique about you? Think about what it is that makes you special and build on it. An interesting talent or hobby may make you stick in the minds of the judges.
6. Choose a platform that is genuinely close to your heart. You will be far more passionate if it means something to you and hasn't been chosen simply to impress the judges.
7. Take an interest in current affairs and have an opinion on everything!
8. When choosing your gown, remember the colours and styles that suit you. Cut is also very important. Remember, you are not being marked on the cost of your gown but on how you look in it.
9. Research. Find out as much information as possible about pageants and previous winners prior to the event.
10. Don't give up! If you are unsuccessful at your first pageant don't let it defeat you. Each pageant you attend will improve your confidence and chances of success.
xoxo
-h