Wednesday, November 3, 2010

átfitt dagsins - veikindi

Hola lovers,

Ég er komin með flensu. Það er líka mega kalt úti (og inni hjá mér líka) þannig að átfitt dagsins er efnismeira en þið eigið að venjast.Nærbolur: Keyptur í Kringlunni. Sést ekki á mynd.

Bolur: Keyptur á næturmarkaði í Taívan árið 2006.

Síðerma bolur: Af kærasta.

Lopapeysa: Prjónuð af tengdamóður minni.

Sokkabuxur: Stolnar. Annaðhvort af systur eða móður minni.

Buxur: Gefins frá tengdó. Girtar ofaní svarta nærsokka.

Nærsokkar: H&M. Sjást ekki á mynd.

Ullarsokkar: Ósamstæðir. Mögulega af kærasta, eða a.m.k. einhverjum sem er svolítið stærri en ég.

Hár: Óþvegið.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment