Monday, November 15, 2010

Hlín Einars er betri en Tískubloggið afþví að hún fær borgað fyrir að skrifa

Hola lovers,

Einsog þið vitið eflaust þá er nýr vefmiðill fyrir konur, bleikt.is, að fara í loftið. Tískubloggið bauð að sjálfsögðu fram aðstoð sína.

Frá: tiskublogg@gmail.com
Til: hlin@bleikt.is
Titill: Bleikt.is - samstarf
Dagsetning: 12. nóvember 2010 15:31
Kæra Hlín,
Mér finnst þú svo falleg og klár og vald þitt á íslenskri tungu er með ólíkindum. Eiginlega minnir þú mig mikið á sjálfa mig, og ég held að við eigum margt sameiginlegt (fyrir utan kannski að þú átt börn og ert því ábyggilega með slitför á maganum).
Þar sem þú ert að fara að stofna nýtt vefrit, bleikt.is, þá langaði mig að bjóða fram aðstoð mína við ritstjórn, greinaskrif og mannaforráð. Sjálf held ég úti einni af vinsælustu heimasíðum á Íslandi (www.tiskublogg.blogspot.com) og þar hefur meira að segja ein heil Pjattrófa játað yfirburði mína. Það var í raun óþarfi, því þeir fara ekki á milli mála, en engu síður þótti mér þetta fallega gert af henni.
Ég deili óþoli þínum á kvenrembum (femínistum) og ég er svo glöð yfir því að vefsíða þín eigi að vera fyrir konur með réttindi en ekki fyrir konur sem þurfa að berjast fyrir réttindum sínum.
Ég hygg þó að við ættum að ganga skrefi lengra og legg því til að við bönnum alfarið lesendur sem vinna í hefðbundnum kvennastéttum (s.s. leikskólakennara, ljósmæður, hjúkrunafræðinga, flugfreyjur o.s.frv.) sem og þær sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi eða einhverntímann verið nauðgað. Og konur sem fá lægri laun fyrir sömu vinnu og karlkyns samstarfsfélagar sínir eru að sjálfsögðu heldur ekki velkomnar.
Tæknileg útfærsla á þessu gæti verið svolítið flókin, þar eð það þyrfti að bera saman menntun, starf og ip-tölu hverrar konu á Íslandi og koma svo í veg fyrir aðgang þeirra sem standast ekki kröfur okkar að síðunni, en ég trúi því að þegar við sameinum krafta okkar munum við finna viðunandi lausn.
Að auki vildi ég benda þér á að Femínistafélagið (kvenrembur) notar bleika litinn sem sitt auðkenni (sjá http://www.feministinn.is/). Að sjálfsögðu viljum við ekki bendla nýja fjölmiðilinn okkar við svo róttækan söfnuð og því held ég að það fari best á því að við skiptum um lit. Ég tók mér það bessaleyfi að athuga hvort að lén fyrir aðra liti væru laus, og það gleður þig eflaust að heyra að lénin www.beislitað.is, www.gratt.is og www.ferskjulitad.is eru öll laus.
Ég hlakka til að eiga við þig ánægjulegt og árangursríkt samstarf.
Virðingarfyllst,
-h

Frá: hlin@bleikt.is
Til: tiskublogg@gmail.com
Titill: Re: Bleikt.is - samstarf
Dagsetning: 12. nóvember 2010 16:08
Oh, hvað þú ert mikið krútt!
*knús*

Frá: tiskublogg@gmail.com
Til: hlin@bleikt.is
Titill: Re: Bleikt.is - samstarf
Dagsetning: 12. nóvember 2010 16:36
Ég hef nú yfirleitt talið mig búa yfir klassískri fegurð, frekar en krúttleika.
Hugleiddu tilboð mitt og hafðu svo samband. Ég treysti því að þú komist að skynsamlegra niðurstöðu.
xoxo
-h

Frá: hlin@bleikt.is
Til: tiskublogg@gmail.com
Titill: Re: Bleikt.is - samstarf
Dagsetning: 12. nóvember 2010 16:37
SkynsamlegRI, krúttið mitt. (Það er ekkert sexý við að tala vitlaust, elskan)

Frá: tiskublogg@gmail.com
Til: hlin@bleikt.is
Titill: Re: Bleikt.is - samstarf
Dagsetning: 12. nóvember 2010 17:08
Kæra Hlín,
Þetta var ekki handvömm. Því mörgum karlmönnum finnast vitgrannar eða einfaldar konur þvert á móti afar kynæsandi.
Ég er meðvituð um það og gæti þess að lauma ævinlega inn einni eða tveimur villum hvort sem um ritað eða talað mál mitt er að ræða.
-h

Frá: tiskublogg@gmail.com
Til: hlin@bleikt.is
Titill: Re: Bleikt.is - samstarf
Dagsetning: 14. nóvember 2010 15:18
Hlín,
Ég hef verið að hugsa um póstinn frá þér, því ég varð nokkuð uggandi um síðuna þína eftir að ég las hann.
Því hvernig getur einhver sem hefur jafn yfirborðskenndan skilning og þú á því hvað karlmönnum finnst kynæsandi hugsanlega haldið úti síðu ætlaðri konum?
Mér blöskraði einnig pistillinn þinn "Bólfimi karla: Við hvað vinnur maðurinn þinn?" (http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hlin_Einars/atvinna-manna-hefur-mikid-ad-segja-um-bolfimi), því þar staðhæfir þú að 47% kvenna neiti karlmönnum sínum sem starfa sem kennarar eða opinberir starfsmenn reglulega um kynlíf. Og þú lætur það hljóma einsog það sé sjálfsagt og eðlilegt, ekki síður en þau 43% kvenna sem þeir taka réttilega með valdi, samkvæmt þínum tölum.
Allir vita að karlmenn eiga alltaf rétt á óheftum aðgangi að líkömum eiginkvenna sinna. Að þú haldir fram að það sé bara í 43% tilvika er fáránlegt, og gæti jafnvel komið inn ranghugmyndum hjá einhverjum konum um að hjónaband sé samband jafningja. Með þessum pistli varst þú því mögulega að stofna einhverjum hjónaböndum í hættu.
Ég veit hvað það er mikilvægt að gæta þess að þóknast karlmönnum í hvívetna, jafnt í hegðun, hugsun, tali og allri framkomu, og ég hef lagt mig fram um að ráðleggja lesendum mínum hvernig þær geti hagað sér svo að líkurnar á því að þóknast karlmanni séu ætíð í hámarki.
Því held ég að það sé farsælast fyrir alla að ég taki yfir þann hluta síðunnar fyrir þig sem lýtur að kynlífi, hegðun, megrun og lífstílum.
Virðingarfyllst
-h

Frá: hlin@bleikt.is
Til: tiskublogg@gmail.com
Titill: Re: Bleikt.is - samstarf
Dagsetning: 14. nóvember 2010 19:29
Sæl fröken nafnlaus og takk fyrir auðsýndan áhuga á vinnunni minni. Að þú leggir þig svona fram við að lesa pistlana mína og mistúlka sem þar stendur er aðdáunarvert! Til hamingju með það.
Ég er það mikil kona að ég tek mína slagi undir nafni. Þar sem mér líkar vel við málefnalega gagnrýni frá fólki sem þorir að koma án skjóls nafnleysis, sé ég mér þann kost vænstan að fíltra póstana þína ólesna beint í djönkið.
Bið þig vel að lifa og vona að þú fáir einhverntíma hugrekki til að skrifa undir nafni. Kannski muntu jafnvel einhverntíma fá borgað fyrir það....hver veit.
Knús á þig dúlla!

Frá: tiskublogg@gmail.com
Til: hlin@bleikt.is
Titill: Re: Bleikt.is - samstarf
Dagsetning: 15. nóvember 2010 00:19
Kæra Hlín,
Hugmyndir eru stærri en einstaklingar og því hef ég ekki flíkað nafni mínu fram að þessu. Þannig get ég haldið persónu minni utan við bloggið og verið sameiningartákn íslenskra kvenna.
En ég hef þó ekki haldið nafni mínu beinlínis leyndu heldur. Ég sendi t.d. kollega þínum henni Mörtu Maríu póst um daginn og hún hringdi í mig morguninn eftir, þannig að ég efa að það þurfi mikla rannsóknarblaðamennsku til.
Minn æðsti draumur er að verða eins og þú og fá borgað í peningum fyrir að skrifa. Það er raunar markmið mitt með Tískublogginu, að koma kvenkyninu til bjargar, fá borgað í einhverju öðru en gæludýrafóðri, vera boðið á hundatískusýningar og fá sent frítt dót. Ég hef aldrei dregið dul á það.
Vonandi, einhverntímann, kemst ég jafn langt í lífinu og þú og fæ borgað fyrir að skrifa... hver veit.
Ég þakka þér hlý orð í minn garð og harma jafnframt að enginn muni lesa þetta nema sá sem fer í gegnum ruslið þitt.
Virðingarfyllst,
-h

Sönnunargagn. Ég nennti hreinlega ekki að taka skjáskot af hverjum einasta pósti.
xoxo
-h

22 comments:

 1. Var þetta fyrsta svarið hennar?

  Oh, hvað þú ert mikið krútt!
  *knús*

  Ég er orðlaus!

  ReplyDelete
 2. Takk fyrir besta blogg í heimi. Hvernig væri að stofna bara nýjan vefmiðil, meyjan.is til höfuðs Eyjunni og pressunni?

  ReplyDelete
 3. Kæra Fanney,

  Já, þetta var fyrsta svarið hennar. Ég var jafn hissa og þú.

  xoxo
  -h

  ReplyDelete
 4. Kæri nafnlaus,

  Ég er að bíða eftir fjársterkum bakhjarli, en það er akkúrat það sem ég hafði í hyggju.

  En ætti hann ekki frekar að heita Preyjan?

  ReplyDelete
 5. http://www.facebook.com/home.php?#!/profile.php?id=563144726

  ReplyDelete
 6. http://www.facebook.com/pages/Eg-bekki-stelpu-sem-heitir-Hildur-/109709352422041

  ReplyDelete
 7. *klapp klapp klapp klapp*

  ReplyDelete
 8. Ó nei, Hlín! Nú vita aaaaaalliiiiir hver tískubloggið er! Okkur var það sannarlega dulið áður! Takk!

  ReplyDelete
 9. haha... Seriously. Ertu að birta tölvupósta sem þú sendir sem einkatölvupóst til einhverra aðila útí bæ? Gott að þú hafir sterkt siðferði í takt við sterapumpaða réttlætiskennd þína sem finnur út persónulegar árásir úr skoðunum annara og lífssýn. Fólki er í sjálfvald sett hvaða málstað það vill hafa og það er engin lögmál til um það að allir sem tala um konur þurfi að vera berjast fyrir réttindum þeirra á sama tíma. Ekki frekar en tónlistarmönnum beri einhver skylda til að vera pólitískir þó þeir geri lög sem fjalla um heiminn.

  Þessi kaldhæðni er svona lala... og pointið sem þú meikar er alls ekki sterkt.

  ReplyDelete
 10. Vá hvað þú ert með uppblásna réttlætiskennd!

  Það sést líka af kommentunum þínum hér að ofan að þér finnst allt í lagi að hrauna yfir fólk og gerir lítið úr því, eins og þú gerir í fyrsta bréfinu þinu til Hlínar. En svo móðgast þú þegar hún svarar þér út í hött og kallar þig krútt! ....reyndu að taka sjálfa þig aðeins minna alvarlega og þá verður lífið örugglega aðeins skemmtilegra ...or þú ekki eins bitur út í lífið og tilveruna!

  ReplyDelete
 11. Hmmm, hver hringdi í heimavarnarliðið?

  ReplyDelete
 12. Hahahahha... Glæsilegar athugasemdir hérna fyrir ofan!!
  Finnst enn glæsilegra að aðdáendur Hlínar leggi ekki í það að skrifa undir nafni, þó hún sé búin að prédika að það sé hin eina og rétta leið!

  ReplyDelete
 13. Ég sem hélt að þessi Hlín Einars væri eitthvað nýtt djók hjá Pressunni, þeirra eigin Sylvía Nótt.

  ReplyDelete
 14. Hola lovers,

  Það er aldeilis að sumum er heitt í hamsi.

  Ég skil þó ekki alveg allar athugasemdirnar hér að ofan, einsog þá að ég hafi "hraunað" yfir hana Hlín. Ég lýsti þvert á móti einlægri aðdáun minni á henni og sagði henni að hún minnti mig á sjálfa mig, sem er einmitt besta hrós sem ég get mögulega gefið öðrum einstaklingi.

  Og ég móðgaðist hreint ekki þegar hún kallaði mig krútt. Ég varð raunar svolítið upp með mér en fyrst og fremst hissa, því einsog ég nefni reyndar hefur mér verið sagt að ég búi yfir tímalausri fegurð frekar en krúttlegheitum.

  Og það var síður en svo ætlun mín að ráðast á skoðanir hennar. Ég er að flestu leyti algjörlega sammála henni, einsog fram kemur í samskiptum okkar, þó hún mætti reyndar kynna sér betur hvað þykir almennt kynþokkafullt í fari kvenna. En batnandi konum er best að lifa og ég hlakka mikið til að sjá síðuna hennar þegar hún verður tilbúin.

  ReplyDelete
 15. ég styð þyg fyrir hönd allra hynna hlín-anna!

  - h.ó.

  ReplyDelete
 16. Wooow, þúrt á B2 og ég á ER.is... heimsyfirráð er næst á dagskrá!

  Kv
  Heba

  ReplyDelete
 17. Ég hló eftir að ég las þetta... ,,Eiginlega minnir þú mig mikið á sjálfa mig, og ég held að við eigum margt sameiginlegt (fyrir utan kannski að þú átt börn og ert því ábyggilega með slitför á maganum)."
  ...en eftir það var þetta bara glatað. Skil í raun ekkert í Hlín að hafa virt þig svars.

  ReplyDelete
 18. Af hverju hlóstu að því?

  Að vera með slitför á maganum er ekkert gamanmál, einsog þú myndir eflaust vita ef þú hefðir fjölgað mannkyninu.

  Ef þú, kæri nafnlaus ert að leita að einhverju léttmeti á internetinu til að hlæja að, þá myndi ég leita annað.

  Hér er engum hlátur í hug.

  xoxo
  -h

  ReplyDelete
 19. Ég ætla að vera Anóm því mér finnst það einfaldlega flott nefni! Og það er vel hægt að dunda sér við að finna út eiganda IPtölunnar. En það sem ég gat skemmt mér drottningarlega við að lesa samskipti ykkar Hlínar! Þú ert Fjallkonan Fríða kæra h. Ég elska átfittmyndirnar og umfjöllun þína um allt sem viðkemur heilsu og útlitsfegrun. Ætla að benda unglingsnemendum mínum á síðuna þína þ.e. þær sem velja að fara í valið "Tízka og stæll" í staðinn fyrir þrautalausnarvalið. Með hátíðarkveðju inn í 19.júní og..ekki borða nema 3 sneiðar af rjómatertu yfir þrumandi ræðu Helgu Jónasar hjá KRFÍ á morgun!! Sjáumst frekar á Árbæjarsafni að hitta Gunnsu grallara, vatnsberann eða vatnsberu. Betra er að vera vatnsver en allsver eða alsber (skot á Ásdísi Rán). KNÚZ

  ReplyDelete
 20. smá í viðbót - ég geri mig seka um svakalegan orðavaðal og ætti að læra íslenzkuna mína betur..gæti aldrei orðið penni hjá bleikt. En..má bæta því við að nú skil ég afhverju ég er enn einhleyp, - það er af því að ég er kennari og skv. því sem sagt er um að konur hleypi ekki karlkennurum upp á sig, hlýtur það vera væs vörsa! Fattarinn lét loksins á sér kræla og ég get farið glöð niðrí ísbúð að bæta á mig gleði-oríum !

  ReplyDelete