Sunday, November 21, 2010

hollir og ótrúlega megrandi hafraklattar - uppskrift

Hola lovers,

Ég er á póstlistanum hjá honum Dr. Peter D´Adamo og nýverið fékk ég þessa frábæru uppskrift að hafraklöttum. Hún er fljótleg og bragðgóð og hráefnið ódýrt, og svo er hún líka einstaklega kaloríusnauð. Ég hef verið að borða svona í a.m.k. þrjú mál á degi hverjum undanfarið og ég er búin að léttast um næstum því tvö kíló.

Hollir og ótrúlega megrandi hafraklattar Dr. Peter D´Adamo:

Hafraklattar:
3 bollar af erfðabreyttu haframjöli
0,5 teskeið kartöflumjöl
0,2 g af salti
2 og 1/5 rúsína, fínt saxaðar

Dressing:
7 ml léttmjólk
7 ml undanrenna
15 ml vatn

Aðferð:

Bleytið vel í haframjölinu og látið standa í ísskáp yfir nótt. Þerrið síðan og setjið í pott, bætið salti útí og sjóðið í 3 klst. Saxið rúsínur og blandið saman við ásamt kartöflumjöli. Hnoðið hráefnið í klatta og steikið uppúr vatni í 20 mín.

Ég mæli með að þið berið þá fram með dressingunni, en hvað sem þið gerið skuluð þið ekki nota smjör (nema það sé beikonsmjör).

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment