Thursday, November 18, 2010

þá er þetta komið á hreint, þakka ykkur fyrir

Hola lovers,

Mikið var ég ánægð að lesa þessa grein, því hún rennir enn frekari stoðum undir þá kenningu sem ég hef lengi haft um vináttusambönd temmilega aðlaðandi gagnkynhneigðra karla og kvenna; Þau eru ekki til!

Aldrei í veraldarsögunni hafa karl og kona geta verið vinir, nema annað (eða helst bæði) séu feit, náskyld, samkynhneigð eða eigi við einhverskonar fötlun að stríða. Greinarhöfundur vitnar í ekki ómerkara fólk en sálfræðinga- og geðlæknastéttirnar einsog þær leggja sig, og svo veitir hún hugsanlegum andmælendum sínum náðarhöggið með því að vitna í Sex and the City, biblíu okkar og komandi kynslóða.

En ástæðan fyrir því að karlar og konur geta ekki verið vinir eru einfaldlega sú að „strákurinn verður frústreraður yfir því að ná aldrei lengra, þora aldrei að segja neitt og þess vegna getið þið ekki verið “vinir” lengur.“

Greinarhöfundur bendir réttilega á að einu mögulegu afsakanirnar fyrir því að eiga vin af gagnstæðu kyni sé ef téður vinur er „ættingi, samkynhneigður eða með 50 aukakíló“. Ég myndi þó persónulega bæta „fötlun“ við listann.

En greinin útlistar annars af miklu listfengi ástæðuna fyrir því að ég hef alltaf krafist þess að þyngdar- og hæðarmæla persónulega allt kvenfólk sem kærastinn umgengst, og ef þær fá lægri BMI-stuðul en 30, þá set ég blátt bann við því að hann umgangist þær. Ef þær aftur á móti standast þyngdarkröfur mínar þá fletti ég þeim og kærastanum upp í Íslendingabók og geng úr skugga  um að þær séu skyldar honum í a.m.k. 4. ættlið. Auk þess bið ég þær að leggja fram nýlegt örorkumat sem sýnir að þær séu 30% öryrkjar hið minnsta.

Hið sama gildir um vinnufélaga af gagnstæðu kyni. Karlar og konur geta einfaldlega ekki unnið saman með góðu móti, nema þau stundi saman kynlíf í hjáverkum. Þið sjáið hvernig fór fyrir ABBA, um leið og þau urðu bara „vinir“.

Ykkur er  heillavænlegast að hafa þetta í huga, lesendur kærir, í lífsins ólgusjó.

xoxo
-h

2 comments:

  1. Kæra tískublogg. Eins og skýrt kemur fram í pistli Bellu Pjattrófu þá stundar fólk ekki kynlíf, eins og þú kallar það, heldur gerir fólk dodo.
    með kveðju,
    Dódó.

    ReplyDelete
  2. Kæra Dódó,

    Þú hefur rétt fyrir þér.

    Ég iðrast.

    ReplyDelete