Sunday, November 14, 2010

Gestapóstur - Erótískt nudd Fanneyjar Mango

Hola lovers,

Í dag fáið þið gestapóst frá eldfima kynlífsbloggaranum Fanney Mango. Að gefnu tilefni vill Tískubloggið taka fram að engin ábyrgð er tekin á gestabloggurum. Pistlar þeirra endurspegla þeirra persónulegu skoðun en ekki opinbera stefnu Tískubloggsins.

Njótið heil.

***

Sælt veri fólkið, hér er má finna leiðbeiningar um hvernig nudda má maka ykkar með erótískum hætti í sjö einföldum skrefum:

Ekki skal breiða yfir þá hluta líkamans sem ekki eru nuddaðir hverju sinni. Hiti lófanna magnast í lostafullum kontrasti við kulda herbergisins en best er að hafa herbergið undir 18°C. Best er að nota olíur sem góðar eru fyrir húðina, hitakrem eða einfaldlega baðhandsápu.


Erótískt nudd fyrir konur

Best er að láta konuna liggja á maganum með hátt undir höfði. Þannig rennur blóðið úr höfðinu og niður í líkamann. Það minnkar heilastarfsemi konunnar og hún getur hætt að hafa áhyggjur af eldavélinni og uppvaskinu.

1.      Byrjið á hálsinum. Gott er að taka þétt utan um hann allan og hreyfa alla fingurnar í hringi, líka þumlana sem liggja sitt hvoru megin við hryggsúluna. Gaman er að toga aðeins í eyrnasneplana milli þess sem strokið er yfir axlirnar. Togið í einn í einu með með hröðum ryþma. Ekki er kynörvandi að nudda þá milli fingranna.
2.      Rennið því næst lófunum niður eftir síðunum en á sama tíma skal sleikja niður eftir hryggnum. Aldrei skal nudda bakvöðvana með höndunum, það er ekki erótískt.
3.      Þegar komið er niður að rassinum skal hætta að sleikja og tromma rólegt lag laust á bossann. Mér þykir best að slá Africa með Toto eða Crazy Little Thing Called Love með Queen. Stundum raula ég með en ég mæli ekki með því fyrir laglausa.
4.      Þegar lagið er búið skal strjúka innri lærin og mjaka sér rólega niður eftir fótleggjunum. Þá er mál að einbeita sér að iljunum og tánum. Flestum konum finnst gott að láta sleikja milli tánna sinna, sérstaklega ef kusk er þar á milli því það sýnir að nuddarinn (sem oftast er karlmaður) er ekki mótfallinn því að þrífa þótt hann sé ekki beðinn um það. Rannsóknir hafa sýnt að kynörvun kvenna aukist til munu þegar þetta er gert.
5.      Biddu konuna að snúa sér við. Þá skaltu færa þig aftur hægt upp líkamann. Gott er að hreyfa hnéskeljarnar til hliðar nokkrum sinnum. Það eykur slökun.
6.      Á þessu stigi er gott að nudda kynfærin örlítið, en ekki of mikið. Þeir sem kunna Karma Sutra skilja hversu mikilvægt er að njóta vellíðunartilfinningu kynlífssins án þess að hoppa beint út í fulllnæginguna. Gott er að taka sér pásu frá nuddinu og hita sér kaffi. Nuddarinn býr til kaffi fyrir tvo en ekki skal gefa konunni strax.
7.      Þegar nuddarinn hefur klárað úr kaffibollanum hefur kynörvun konunnar gerjast nóg. Gott er að láta hana vita með því að klípa í brjóst hennar og þá getur kynlífsathöfnin sjálf byrjað.

Erótískt nudd fyrir karla

Best er að láta karlinn byrja á að liggja á bakinu. Öfugt við konurnar skal hafa hátt undir fótum en lágt undir höfði. Þannig er hægt koma í veg fyrir offlæði í liminn.

1.      Byrjið á andlitinu. Allir karlmenn hafa ofurlítið nefblæti. Gaman er að nudda eigin nefi við nef hans og pota svo ofurlítið í það með fingrunum. Varlega skal ganga í að bora í nefið og skal það ekki vera gert nema blóð hafi runnið í liminn.
2.      Því næst skal nudda undir höndunum. Svitakirtlar karla leggja mikið á sig og því er gott að láta nudda þá aðeins af og til. Sumum finnst gott að láta sleikja handakrika sína því það sýnir óblendna væntumþykju.
3.      Geirvörturnar eru sérstaklega næmar á karlmönnum og þykir þeim gott að láta klípa þær ákveðið. Sumum finnst gott að láta snúa upp á þær (aldrei meira en 360°) en það skal þó ekki gera nema blóð sé komið í liminn.
4.      Nú er komið að Æðstastrumpi sjálfum. Ekki koma við hann beint. Hann má ekki finna fyrir hlýju því nuddið getur orðið svo erótískt ef því er rétt fylgt að það getur verið hættulegt fyrir hann. Reyna skal, þess í stað, að blása ofurlítið á hann og punginn. Ágætt getur líka verið að nota ýmsa hluti til að pota í hann eða lyfta honum upp.
5.      Ekki dvelja of lengi þar við því leiðin liggur niður að fótunum. Tærnar eru líkt og geirvörturnar, næmar og svara áreiti yfirleitt vel. Gott er að naga í tásluhárin aðeins og toga í tærnar í leiðinni. Stundum geta hárin rifnað af en það er bara gott, eins og ókeypis vaxmeðferð.
6.      Nú skal fikra sig upp fótleggina aftur. Gott er að kitla iljarnar og strjúka upp eftir leggjunum. Hægt er að nota erótískar fjaðrir, eigið hár (ef það er nógu sítt) eða jafnvel nota hárin sem losnuðu af tánum. Einstaklega gott er að erta staðinn bak við hnén.
7.      Þegar komið er að rassinum er lokaspretti nuddsins náð. Mönnum finnst einstaklega gott að láta purra á sér rasskinnarnar því titringurinn nær þægilega langt niður að pungnum. Þegar því er lokið má demba sér beint í sóðalega athæfið.

Ég vona að þetta hafi nýst ykkur vel! Sjáumst að sinni.

Ást og kynlíf,
Fanney Mango

No comments:

Post a Comment