Monday, November 22, 2010

ég get ekki beðið!

Hola lovers,

Ég er loksins, eftir mikið internetráp, búin að velja mér áramótaskó! Pantaði þá áðan og ég get ekki beðið eftir að fá þá!

Einsog þið sjáið eru þeir inspíreraðir af Alien, einu helsta meistarverki síðari kynslóða (þó persónulega sé ég hrifnari af Predator).


Eru þeir fab eða eru þeir fab?

En yfir í aðra sálma. Ég hef fengið þónokkra pósta eftir að ég birti myndina af átfitti gærdagsins og frekar en að svara hverjum fyrir sig þá ákvað ég að svara þeim bara hér á blogginu, því þeir báru allir meira og minna upp sömu spurninguna.

Já, ég ætla í brjóstastækkun.

Um leið og ég er farin að hafa tekjur af þessu Tískubloggi þá skelli ég mér undir hnífinn. Ég get bara ekki alveg ákveðið hvaða stærð ég á að fá mér.

En meira um það síðar.

xoxo
-h

No comments:

Post a Comment