Thursday, November 25, 2010

Pjattrófurnar elska Tískubloggið!

Hola lovers,

Nú held ég það sé liðin alveg heil vika síðan Pjattrófurnar afblokkuðu mig í athugasemdakerfinu sínu.

Ég er svo ánægð með að geta lagt mitt lóð á vogarskálarnar í þeim líflegu umræðum sem þar myndast iðulega um fegurð, tísku og megranir, því ég er bara svo ógeðslega sammála þeim, þrátt fyrir að þær hafi ekki virt mig viðlits fram að þessu (fyrir utan Önnu Margréti, sem er uppáhaldspjattrófan mín!).

En ég get hreinlega ekki annað en lýst yfir einskærri ánægju minni með þessa færslu, en ég nýtti mér einmitt nýfenginn kommentarétt minn á hana, og hvað haldiði? Aðalpjattrófan sjálf kallaði mig "litla tískubloggkonu" og "krúsípúsí"!

Ég held þetta sé sönn ást! :*

xoxo
-h

9 comments:

  1. Oh ég vildi að þú hefðir ekki linkað á þessa Pjattrófu færslu, nú langar mig bara að deyja. Ég geri yfirleitt aldrei þau mistök að lesa þetta rugl, en gerði það s.s. óvart núna. Og það er þér að kenna!
    Elsa

    ReplyDelete
  2. Er ennþá að gera upp við mig hvor færslan mér líkaði betur, þessi eða sú sem fjallaði um hvað Sigurður Pálsson er ótrúlega púkó.......

    ReplyDelete
  3. Jæja, þá eru Pjattrófurnar búnar að loka fyrir athugasemdir á þessa tilteknu færslu.
    Þetta var skammgóður vermir og kennir manni að njóta gleðistundarinnar á meðan hún varir.

    ReplyDelete
  4. uuuu, fröken. Ertu búin að blokka mig eða? Ég kommentaði hér í gær og það er horfið!

    ReplyDelete
  5. Whaaat?
    Nei ég hef ekki eytt neinu kommenti!

    Og allra síst frá þér!

    Þú verður bara að endurtaka það!

    ReplyDelete
  6. Já, það hefur eitthvað yfirnáttúrulegt gerst hlýtur að vera. En bara það sem ég vildi segja var að "krúsípúsí" er nýja uppáhalds orðið mitt í heiminum. Mér kemur ekkert annað íslenskt orð í hug sem býr yfir jafnmikilli dýpt og fegurð. Það er bara þannig.

    ReplyDelete
  7. OJ! Það er einhver ógeðsleg kvenhatandi piparjúnka að þykjast vera þú í Fréttablaðinu. Hún segir að sér finnist pjattrófurnar og tískublogg leiðinleg!(Öhhh, Hildur Kúksdóttir, ef þú hatar tískublogg, hvernig getur þú skrifað eitt besta tískublogg landsins??)

    Þarftu ekki að senda út fréttatilkynningu um þennan svikara?

    ReplyDelete
  8. Oh, búið að loka á athugasemdir á þessari færslu! Hún var alveg dásamleg, þó hann Birkir síðasti athugasemdarinn hafi greinilega verið með þetta.

    Ég vildi að ég ætti blogg. Þá væri ég eflaust mikið gáfaðri. :(

    ReplyDelete
  9. Kæri Jón. Ég þakka þér innilega ábendinguna. Ég er búin að senda þessari "Hildi" póst, þó það hafi nú ekki haft mikið uppá sig. En Pjattrófurnar afgreiddu hana fyrir mig og kann ég þeim góða þökk fyrir það.

    Og Helga, já það er mín reynsla að blogg auki gáfur til muna. Ég myndi stofna mér eitt slíkt hið snarasta, væri ég í þínum sporum.

    ReplyDelete